Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Samúel Karl Ólason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 26. maí 2025 14:28 Kristrún Frostadóttir og aðrir leiðtogar Norðurlanda. Forsætisráðuneyti Finnlands/Lauri Heikkinen Forsætisráðherrar Norðurlandanna, auk leiðtoga Álandseyja, Færeyja Grænlands, komu saman í Finnlandi i dag. Þar var farið yfir öryggis- og varnarmál á Norðurlöndum, málefni Grænlands og ásælni forseta Bandaríkjanna í eyjuna, efnahagsmál auk ýmissa annarra mála. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir öll Norðurlönd standa frammi fyrir ákveðnum áskorunum, eins og öryggis- og vandamálum og sömuleiðis samfélagslegum áskorunum. Sömuleiðis hafi verið að ræða samkeppnishæfni en fulltrúar atvinnulífsins á Norðurlöndum tóku þátt í fundinum. „Það liggur alveg fyrir að margt sem þarf að gera, til dæmis í öryggis- og varnarmálum hefur tvíhliða notkun. Þetta snýst ekki bara um beinharðar varnir heldur líka hvernig við styrkjum áfallaþol samfélagsins, vegi og hafnir og flugvelli getum við notað í varnartengdum tilgangi,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Kristrún segir atvinnulífið geta átt aðkomu þar en sömuleiðis hvað varðar það að auka öryggisvitund í samfélaginu og það geri Íslendingum betur kleift að takast á við stórar ákvarðanir. Talið er að á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í sumar verði lagt til að fjárútlát til varnarmála hjá aðildarríkjum verði 3,5 prósent fyrir árið 2032. Við það eigi svo að bætast 1,5 prósent þar sem hægt verði að telja innviðafjárfestingar með. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Úkraína var einnig til tals á fundinum og þar á meðal árásir Rússa á ríkið yfir helgina og ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um Vladimír Pútin, kollega hans í Rússlandi. Kristún segir leiðtogana líta það jákvæðum augum að Trump átti sig á því að Pútín sé ekki allur sem séður. Sjá einnig: Mestu árásirnar hingað til, aftur „Þetta er það sem þessi hópur landi hefur lengi haldið fram. Að honum sé ekki treystandi og það þurfti að tryggja aðkomu fleiri aðila að samningaborðinu til þess að koma honum líka niður í sætið.“ Hún sagði leiðtogana vona að ummæli Trumps gefi til kynna að von sé á frekari viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi frá Bandaríkjunum. „Það fyrst færi að hafa veruleg áhrif.“ Náin tengsl ekki sjálfgefin Eftir fund þeirra var haldinn blaðamannafundur þar sem farið var yfir það sem rætt var um. Þar tóku allir leiðtogarnir til máls og kom í ljós að innrás Rússa í Úkraínu og ógnin sem stafar af Rússlandi, og auknar fjárveitingar til varnarmála, var mikið rædd á fundinum. Þegar Kristrún tók fyrst til máls sagði hún mikilvægt að hafa í huga að náin tengsl Norðurlandanna væru merkileg. Það væri alls ekki sjálfsagður hlutur og að þessar þjóðir hefðu sameiginleg gildi sem þau þyrftu að standa vörð um. Hún sagði heiminn vera að breytast og þessi samstaða og sameiginlegu gildi skipti mál. Vísaði hún til þeirrar öryggisógnar sem rædd hefði verið á fundinum og sagði að sannfæra þyrfti þjóðir Norðurlanda um það af hverju öryggis- og varnarmál skiptu máli. „Ég get sagt það, komandi frá Íslandi, að það er mjög mikilvægt fyrir okkur að geta litið til nágranna okkar og sagt: „Þetta er það sem norrænir félagar okkar eru að gera“.“ Hún tók málefni Grænlands sem dæmi. Ísland væri nágranni Grænlands og smáríki. Það væri Íslendingum mjög mikilvægt að Norðurlöndin stæðu saman vörð um alþjóðalög. Áhugasamir geta horft á fundinn hér á vef Forsætisráðuneytis Finnlands. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Norðurslóðir Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Grænland Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sjá meira
Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir öll Norðurlönd standa frammi fyrir ákveðnum áskorunum, eins og öryggis- og vandamálum og sömuleiðis samfélagslegum áskorunum. Sömuleiðis hafi verið að ræða samkeppnishæfni en fulltrúar atvinnulífsins á Norðurlöndum tóku þátt í fundinum. „Það liggur alveg fyrir að margt sem þarf að gera, til dæmis í öryggis- og varnarmálum hefur tvíhliða notkun. Þetta snýst ekki bara um beinharðar varnir heldur líka hvernig við styrkjum áfallaþol samfélagsins, vegi og hafnir og flugvelli getum við notað í varnartengdum tilgangi,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Kristrún segir atvinnulífið geta átt aðkomu þar en sömuleiðis hvað varðar það að auka öryggisvitund í samfélaginu og það geri Íslendingum betur kleift að takast á við stórar ákvarðanir. Talið er að á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í sumar verði lagt til að fjárútlát til varnarmála hjá aðildarríkjum verði 3,5 prósent fyrir árið 2032. Við það eigi svo að bætast 1,5 prósent þar sem hægt verði að telja innviðafjárfestingar með. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Úkraína var einnig til tals á fundinum og þar á meðal árásir Rússa á ríkið yfir helgina og ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um Vladimír Pútin, kollega hans í Rússlandi. Kristún segir leiðtogana líta það jákvæðum augum að Trump átti sig á því að Pútín sé ekki allur sem séður. Sjá einnig: Mestu árásirnar hingað til, aftur „Þetta er það sem þessi hópur landi hefur lengi haldið fram. Að honum sé ekki treystandi og það þurfti að tryggja aðkomu fleiri aðila að samningaborðinu til þess að koma honum líka niður í sætið.“ Hún sagði leiðtogana vona að ummæli Trumps gefi til kynna að von sé á frekari viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi frá Bandaríkjunum. „Það fyrst færi að hafa veruleg áhrif.“ Náin tengsl ekki sjálfgefin Eftir fund þeirra var haldinn blaðamannafundur þar sem farið var yfir það sem rætt var um. Þar tóku allir leiðtogarnir til máls og kom í ljós að innrás Rússa í Úkraínu og ógnin sem stafar af Rússlandi, og auknar fjárveitingar til varnarmála, var mikið rædd á fundinum. Þegar Kristrún tók fyrst til máls sagði hún mikilvægt að hafa í huga að náin tengsl Norðurlandanna væru merkileg. Það væri alls ekki sjálfsagður hlutur og að þessar þjóðir hefðu sameiginleg gildi sem þau þyrftu að standa vörð um. Hún sagði heiminn vera að breytast og þessi samstaða og sameiginlegu gildi skipti mál. Vísaði hún til þeirrar öryggisógnar sem rædd hefði verið á fundinum og sagði að sannfæra þyrfti þjóðir Norðurlanda um það af hverju öryggis- og varnarmál skiptu máli. „Ég get sagt það, komandi frá Íslandi, að það er mjög mikilvægt fyrir okkur að geta litið til nágranna okkar og sagt: „Þetta er það sem norrænir félagar okkar eru að gera“.“ Hún tók málefni Grænlands sem dæmi. Ísland væri nágranni Grænlands og smáríki. Það væri Íslendingum mjög mikilvægt að Norðurlöndin stæðu saman vörð um alþjóðalög. Áhugasamir geta horft á fundinn hér á vef Forsætisráðuneytis Finnlands.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Norðurslóðir Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Grænland Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sjá meira