Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Samúel Karl Ólason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 19. maí 2025 22:44 Markmiðið er að ýta undir að haldi tengsl við Grindavík og auka líkur á að þeir flytji aftur þangað þegar það er öruggt. Vísir/Vilhelm Grindvíkingar, sem ætla að búa í bænum í sumar segja tilraunaverkefni um búsetu þar jákvætt. Mörgum gæti þó reynst erfitt að snúa aftur vegna töluverðar óvissu og kostnaðar, þar sem margir þyrftu þá að reka tvö heimili. Frá og með 28. maí munu þeir sem gert hafa svokallaðan hollvinasamning um sínar gömlu eignir í Grindavík einnig geta gist í þeim, fram á haust, eða út september. Óvissan um hvað gerist í haust, þegar tilraunaverkefninu lýkur, er mörgum í huga. Þá þurftu flestir að tæma hús sín þegar bærinn var rýmdur svo það gæti reynst þeim erfitt að halda til í húsunum. Hollvinasamningar hafa staðið Grindvíkingum, sem selt hafa fasteignafélaginu Þórkötlu hús sín í bænum, til boða frá ágúst í fyrra. Um er að ræða samning um afnot og aðgengi að húsunum gegn greiðslu þrjátíu þúsund króna einskiptisumsýslugjalds og mánaðarlegs kostnaðar af hita og rafmagni. Markmiðið er að ýta undir að haldi tengsl við Grindavík og auka líkur á að þeir flytji aftur þangað þegar það er öruggt. Sjá einnig: Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Fréttastofa ræddi við nokkra Grindvíkinga í bænum í dag. Þeir voru allir á því að um jákvætt skref væri að ræða en töluðu um að hægt væri að gera þetta betur. Einnig var rætt við Valgerði Ágústsdóttur, sem situr í stjórn Járngerðar, hagsmunasamtaka Grindvíkinga. Hún sagði verkefnið hafa gríðarlega þýðingu fyrir Grindvíkinga. Þórkatla ætti nánast öll íbúðarhús í bænum. „Við sjáum fyrir okkur að það verði meira líf hérna næstu misserin. Hins vegar finnst okkur að það hefði mátt vera meiri fyrirsjáanleiki,“ segir Valgerður. Vísar hún til þess að fólk gæti séð lengur fram í tímann en í september. Flestir væru búnir að tæma húsin sín og erfitt að fylla þau aftur, fyrir mögulega stuttan tíma. Næst sagði Valgerður að Grindvíkingar vildu sjá að á meðan hættan væri ásættanleg vildi fólk vita fram í tímann að það geti verið áfram í bænum. Hún sagði þau í samtökunum einnig hafa áhyggjur af fólki sem hafa ekki tök á að gera hollvinasamning. Eigi ekki efni á því að standa í þessum aukakostnaði. Ríflega sjötíu milljarða fjárfesting Þórkatla hafi gengið frá kaupum á 943 eignum í Grindavík, tekið við 913 eignum og gengið frá afsali fyrir 904 eignir í Grindavík. Heildarfjárfesting félagsins í þeim 943 eignum sem gengið hefur verið frá til þessa sé 71,6 milljarðar króna. Þar af séu kaupsamnings- og afsalsgreiðslur um 50 milljarðar og yfirtekin húsnæðislán um 21,6 milljarðar. Frestur einstaklinga til að sækja um sölu á íbúðarhúsnæði í Grindavík hafi runnið út 31. mars síðastliðinn en lög um framlengingu á frestinum til 30. júní 2025 séu í vinnslu hjá Alþingi sem stendur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Frá og með 28. maí munu þeir sem gert hafa svokallaðan hollvinasamning um sínar gömlu eignir í Grindavík einnig geta gist í þeim, fram á haust, eða út september. Óvissan um hvað gerist í haust, þegar tilraunaverkefninu lýkur, er mörgum í huga. Þá þurftu flestir að tæma hús sín þegar bærinn var rýmdur svo það gæti reynst þeim erfitt að halda til í húsunum. Hollvinasamningar hafa staðið Grindvíkingum, sem selt hafa fasteignafélaginu Þórkötlu hús sín í bænum, til boða frá ágúst í fyrra. Um er að ræða samning um afnot og aðgengi að húsunum gegn greiðslu þrjátíu þúsund króna einskiptisumsýslugjalds og mánaðarlegs kostnaðar af hita og rafmagni. Markmiðið er að ýta undir að haldi tengsl við Grindavík og auka líkur á að þeir flytji aftur þangað þegar það er öruggt. Sjá einnig: Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Fréttastofa ræddi við nokkra Grindvíkinga í bænum í dag. Þeir voru allir á því að um jákvætt skref væri að ræða en töluðu um að hægt væri að gera þetta betur. Einnig var rætt við Valgerði Ágústsdóttur, sem situr í stjórn Járngerðar, hagsmunasamtaka Grindvíkinga. Hún sagði verkefnið hafa gríðarlega þýðingu fyrir Grindvíkinga. Þórkatla ætti nánast öll íbúðarhús í bænum. „Við sjáum fyrir okkur að það verði meira líf hérna næstu misserin. Hins vegar finnst okkur að það hefði mátt vera meiri fyrirsjáanleiki,“ segir Valgerður. Vísar hún til þess að fólk gæti séð lengur fram í tímann en í september. Flestir væru búnir að tæma húsin sín og erfitt að fylla þau aftur, fyrir mögulega stuttan tíma. Næst sagði Valgerður að Grindvíkingar vildu sjá að á meðan hættan væri ásættanleg vildi fólk vita fram í tímann að það geti verið áfram í bænum. Hún sagði þau í samtökunum einnig hafa áhyggjur af fólki sem hafa ekki tök á að gera hollvinasamning. Eigi ekki efni á því að standa í þessum aukakostnaði. Ríflega sjötíu milljarða fjárfesting Þórkatla hafi gengið frá kaupum á 943 eignum í Grindavík, tekið við 913 eignum og gengið frá afsali fyrir 904 eignir í Grindavík. Heildarfjárfesting félagsins í þeim 943 eignum sem gengið hefur verið frá til þessa sé 71,6 milljarðar króna. Þar af séu kaupsamnings- og afsalsgreiðslur um 50 milljarðar og yfirtekin húsnæðislán um 21,6 milljarðar. Frestur einstaklinga til að sækja um sölu á íbúðarhúsnæði í Grindavík hafi runnið út 31. mars síðastliðinn en lög um framlengingu á frestinum til 30. júní 2025 séu í vinnslu hjá Alþingi sem stendur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira