Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar 18. maí 2025 17:00 Er heimurinn í eðli sínu staður skorts eða gnægða? Stundum er líkt og mannlífið sé byggt upp á grundvelli þess skilnings að heimurinn sé í eðli sínu staður skorts á öllu því sem manneskjan þarf til að lifa hér í heiminum. Afleiðing þess sé sú að við þurfum að keppast við hvert annað og berjast um að öðlast það sem lífsnauðsynlegt er. Þess vegna sé barátta í heiminum, þess vegna séu stríð. Er þetta rétt? Þar sem mannleg illska ræður för, þar er ekki von á góðu Nei, þetta er ekki rétt. Heimurinn er í eðli sínu staður gnægða. Það eru gnægðir af öllu því sem maðurinn þarfnast til að lifa gæfusömu lífi. Gnægðirnar eru svo miklar að það er nóg fyrir alla. Vitanlega geta verið aðstæður þar sem er skortur, þar sem eru stríð. Dæmin sanna það vissulega. Á Gaza er skortur. Á Gaza er stríð. Þar bíða hins vegar hjálpargögnin við landamærin, en hinir þurfandi fá ekki að taka á móti hjálpinni. Þar virðist það vera mannleg illska sem ræður för og þá er ekki von á góðu. Það er ekkert nema illska sem ræður för þegar fólk er vísvitandi látið svelta. Það er ekkert nema illska sem ræður för þegar börn eru myrt. Þessu mótmælir allt hugsandi, trúandi fólk. Staður gnægða Staðan á Gaza er ekki grundvölluð á því að heimurinn sé í eðli sínu staður skorts. Heimurinn er nefnilega staður gnægða, þar sem nóg er fyrir alla og rúmlega það. Manninum lánast hins vegar ekki alltaf, eins og dæmin sanna, að meðhöndla gæðin á réttlátan máta fyrir alla. Hin kristna sýn á heiminn er sú að heimurinn sé góð sköpun kærleiksríks Guðs, sem elskar alla menn. Á þeim grunni eru allir menn elskaðir og jafnir. Á þeim grunni ber okkur að lifa. Á þeim grunni ber okkur að lifa, svo aðrir fái einnig að lifa. Höfundur er sóknarprestur í Fossvogsprestakalli Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Þjóðkirkjan Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Er heimurinn í eðli sínu staður skorts eða gnægða? Stundum er líkt og mannlífið sé byggt upp á grundvelli þess skilnings að heimurinn sé í eðli sínu staður skorts á öllu því sem manneskjan þarf til að lifa hér í heiminum. Afleiðing þess sé sú að við þurfum að keppast við hvert annað og berjast um að öðlast það sem lífsnauðsynlegt er. Þess vegna sé barátta í heiminum, þess vegna séu stríð. Er þetta rétt? Þar sem mannleg illska ræður för, þar er ekki von á góðu Nei, þetta er ekki rétt. Heimurinn er í eðli sínu staður gnægða. Það eru gnægðir af öllu því sem maðurinn þarfnast til að lifa gæfusömu lífi. Gnægðirnar eru svo miklar að það er nóg fyrir alla. Vitanlega geta verið aðstæður þar sem er skortur, þar sem eru stríð. Dæmin sanna það vissulega. Á Gaza er skortur. Á Gaza er stríð. Þar bíða hins vegar hjálpargögnin við landamærin, en hinir þurfandi fá ekki að taka á móti hjálpinni. Þar virðist það vera mannleg illska sem ræður för og þá er ekki von á góðu. Það er ekkert nema illska sem ræður för þegar fólk er vísvitandi látið svelta. Það er ekkert nema illska sem ræður för þegar börn eru myrt. Þessu mótmælir allt hugsandi, trúandi fólk. Staður gnægða Staðan á Gaza er ekki grundvölluð á því að heimurinn sé í eðli sínu staður skorts. Heimurinn er nefnilega staður gnægða, þar sem nóg er fyrir alla og rúmlega það. Manninum lánast hins vegar ekki alltaf, eins og dæmin sanna, að meðhöndla gæðin á réttlátan máta fyrir alla. Hin kristna sýn á heiminn er sú að heimurinn sé góð sköpun kærleiksríks Guðs, sem elskar alla menn. Á þeim grunni eru allir menn elskaðir og jafnir. Á þeim grunni ber okkur að lifa. Á þeim grunni ber okkur að lifa, svo aðrir fái einnig að lifa. Höfundur er sóknarprestur í Fossvogsprestakalli
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar