Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Árni Sæberg skrifar 16. maí 2025 14:51 Úlfar Lúðvíksson hefur lagt einkennisklæðin á hilluna en fær þó full laun í ár í viðbót. Vísir Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, heldur fullum launum út skipunartíma sinn og í sex mánuði til viðbótar. Hann verður því á launum til og með 15. maí á næsta ári. Greint var frá því á þriðjudag að Úlfar myndi láta af embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum eftir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra tjáði honum að skipun hans yrði ekki framlengd og staða hans yrði auglýst. Þá hefur komið fram að honum hafi verið boðin staða lögreglustjórans á Austurlandi í staðinn. Í frétt Mbl.is, sem unnin var upp úr fundargerð af fundi Úlfars og fulltrúa dómsmálaráðuneytisins, var haft eftir Úlfari að hann vildi njóta fullra launa út skipunartímann og í sex mánuði til viðbótar. Haft var eftir Hauki Guðmundssyni, ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, að hann sæi í fljótu bragði ekkert sem koma ætti í veg fyrir að fallist yrði á það. Óbreytt kjör Starfslokasamningur var gerður við Úlfar á þriðjudag og dómsmálaráðuneytið hefur afhent Vísi afrit af samningnum. Tekið var fram að ráðuneytið teldi sér heimilt að veita aðgang að gögnunum þrátt fyrir ákvæði upplýsingalaga um að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái almennt ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um opinbert starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í samningnum segir að gefið yrði út lausnarbréf sem veitti Úlfari lausn frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum frá 14. maí 2025 að telja. „Úlfar Lúðvíksson skal njóta óbreyttra launakjara sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum til og með 15. maí 2026 að telja. Ótekið orlof, [x] vinnudagar greiðist út við útborgun launa 1. júní 2026. Jafnframt telst allur sá réttur sem hann hefur áunnið sér á starfstímanum út tekinn og á hvorugur aðila neina kröfu á hinn vegna starfslokanna eftir þetta tímamark að uppfylltum ákvæðum samningsins. Laun samkvæmt framansögðu skapa ekki ávinning til frekara orlofs.“ ... en fylgja samt kjörum eftirmanns Í samningnum segir að með óbreyttum kjörum sé átt við heildarmánaðarlaun, það er mánaðarlaun, einingar og önnur laun er starfinu fylgja, framlag í lífeyrissjóð LSR, tveggja prósenta viðbótarframlag atvinnurekanda í séreignarlífeyrissjóð, desemberuppbót og aðrar greiðslur er starfskjörum fylgja, allt með óbreyttum hætti frá því sem verið hefur. Komi til hækkunar launa lögreglustjórans á Suðurnesjum á þessu tímabili, hækki launin og kjörin samkvæmt því. Loks segir að dómsmálaráðuneytið staðfesti og ábyrgist að fullnægjandi fjárheimildir vegna þessa samnings séu til staðar. Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Tengdar fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Greint var frá því á þriðjudag að Úlfar myndi láta af embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum eftir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra tjáði honum að skipun hans yrði ekki framlengd og staða hans yrði auglýst. Þá hefur komið fram að honum hafi verið boðin staða lögreglustjórans á Austurlandi í staðinn. Í frétt Mbl.is, sem unnin var upp úr fundargerð af fundi Úlfars og fulltrúa dómsmálaráðuneytisins, var haft eftir Úlfari að hann vildi njóta fullra launa út skipunartímann og í sex mánuði til viðbótar. Haft var eftir Hauki Guðmundssyni, ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, að hann sæi í fljótu bragði ekkert sem koma ætti í veg fyrir að fallist yrði á það. Óbreytt kjör Starfslokasamningur var gerður við Úlfar á þriðjudag og dómsmálaráðuneytið hefur afhent Vísi afrit af samningnum. Tekið var fram að ráðuneytið teldi sér heimilt að veita aðgang að gögnunum þrátt fyrir ákvæði upplýsingalaga um að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái almennt ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um opinbert starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í samningnum segir að gefið yrði út lausnarbréf sem veitti Úlfari lausn frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum frá 14. maí 2025 að telja. „Úlfar Lúðvíksson skal njóta óbreyttra launakjara sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum til og með 15. maí 2026 að telja. Ótekið orlof, [x] vinnudagar greiðist út við útborgun launa 1. júní 2026. Jafnframt telst allur sá réttur sem hann hefur áunnið sér á starfstímanum út tekinn og á hvorugur aðila neina kröfu á hinn vegna starfslokanna eftir þetta tímamark að uppfylltum ákvæðum samningsins. Laun samkvæmt framansögðu skapa ekki ávinning til frekara orlofs.“ ... en fylgja samt kjörum eftirmanns Í samningnum segir að með óbreyttum kjörum sé átt við heildarmánaðarlaun, það er mánaðarlaun, einingar og önnur laun er starfinu fylgja, framlag í lífeyrissjóð LSR, tveggja prósenta viðbótarframlag atvinnurekanda í séreignarlífeyrissjóð, desemberuppbót og aðrar greiðslur er starfskjörum fylgja, allt með óbreyttum hætti frá því sem verið hefur. Komi til hækkunar launa lögreglustjórans á Suðurnesjum á þessu tímabili, hækki launin og kjörin samkvæmt því. Loks segir að dómsmálaráðuneytið staðfesti og ábyrgist að fullnægjandi fjárheimildir vegna þessa samnings séu til staðar.
Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Tengdar fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20
Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37