Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar 15. maí 2025 20:32 Í sjónvarpsfréttum eða kastljósi 6. þ.m. var fólk spurt hvernig því litist á að tekið yrði gjald fyrir veiðileyfi við Ísland. Flestum var létt um svör þar til kom að því að spyrja þau sem kynnt voru sem íbúar í sjávarplássum. Þá vafðist mörgum tunga um tönn. Svarendur báru fyrir sig að vegna vinnu sinnar vildu þeir ekki fella neina dóma í málinu. Þegar ég heyrði og sá undanbrögð fólksins til að svara þá rifjaðist upp saga sem karl faðir minn sagði mér þegar hann og 44 félagar stofnuðu verkalýðsfélagið Baldur árið 1916 á Ísafirði. Hann var þá kosinn varaformaður Baldurs, ungur strákur sem hafði litla vigt í samfélaginu. Ástæðuna fyrir því að hann var kosinn í stjórnina sagði hann hafa verið, að hann var ekki fyrirvinna heimilis. Hótun að reka hann og svifta heimili hans bjargráðum hafði því lítil áhrif. Tómthúsmenn Þau sem tóku þann slag að vera stofnendur Baldurs voru iðnaðarmenn og tómthúsmenn og þeirra konur. Tómthúsmenn gátu nýtt sjávarfang og réðu yfir bátkænu og byssu (fiskur, selur, fugl) og bjuggu að grasnytjum fyrir rollur sínar og ræktun á kartöflum og rófum. Tómthúsmenn voru því ekki svo illa settir að þeirra fjölskyldur yrðu sveltar til undirgefni. Öll störf sín í þágu verkalýðshreyfingarinnar unnu þau að loknum erfiðum vinnudegi og þrátt fyrir mikla andúð og áreiti sigruðu þau auðmennina sem kúguðu launþegana. Í örbirgð sinni skóp þetta smáða fólk samtökin, sem ólu af sér verkalýðshreyfinguna. Íslenska þjóðin á óendanlega mikið að þakka því fólki, skynsemi þess og hugrekki, fórnfýsi og samkennd og jafnrétti þess, sem eru undirstaða réttláts samfélags. Gleðitíðindi Nú er við völd á Íslandi ríkisstjórn sem boðar það réttlæti að gæði lands og sjávar séu sameign kynslóðanna og hver kynslóð hafi þá skyldu að vernda þau gæði og tryggja þannig viðurværi barna sinna og annarra óborinna Íslendinga. Stjórnarfrumvarp um veiðileyfagjald er því komið fram. Andstæðingar þess gera sig að kjánum og sýna í sjónvarpi bíómyndir um gömlu aðferðina, að hóta fólki tekjutapi og að byggðir kringum landið leggist af og eignir verði verðlausar, ef lög um veiðigjald verða samþykkt. Yfirskrift greinar minnar ber í sér keim af sögu um frægan mann, sem var leiddur upp á fjall og sýndur allur heimurinn og sagt: „Allt þetta skal ég veita þér ef þú fellur fram og tilbiður mig“ Svar mannsins er vel þekkt: „Vík frá mér“ Stjórnar- frumvarpið snýst um hverjir eiga Ísland og auðlindir þess Mætum hótunum auðmanna með sama hætti og tómthúskarlarnir í Baldri. Eflum samstöðuna gegn árásum stórútgerðarinnar og segjum við hana eins og maðurinn á fjallinu – Vík frá mér. Es: 1916 var „Verkamannafélag Ísfirðinga“ með 44 félaga 1917 var nafni þess breytt í Baldur þá voru félagar orðnir 134 sjá bókina „Vindur í seglum“ eftir Sigurð Pétursson, sagnfræðing. Hún er frábær heimild um sögu verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum frá 1890 - 1930. Höfundur er rafvirki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsfréttum eða kastljósi 6. þ.m. var fólk spurt hvernig því litist á að tekið yrði gjald fyrir veiðileyfi við Ísland. Flestum var létt um svör þar til kom að því að spyrja þau sem kynnt voru sem íbúar í sjávarplássum. Þá vafðist mörgum tunga um tönn. Svarendur báru fyrir sig að vegna vinnu sinnar vildu þeir ekki fella neina dóma í málinu. Þegar ég heyrði og sá undanbrögð fólksins til að svara þá rifjaðist upp saga sem karl faðir minn sagði mér þegar hann og 44 félagar stofnuðu verkalýðsfélagið Baldur árið 1916 á Ísafirði. Hann var þá kosinn varaformaður Baldurs, ungur strákur sem hafði litla vigt í samfélaginu. Ástæðuna fyrir því að hann var kosinn í stjórnina sagði hann hafa verið, að hann var ekki fyrirvinna heimilis. Hótun að reka hann og svifta heimili hans bjargráðum hafði því lítil áhrif. Tómthúsmenn Þau sem tóku þann slag að vera stofnendur Baldurs voru iðnaðarmenn og tómthúsmenn og þeirra konur. Tómthúsmenn gátu nýtt sjávarfang og réðu yfir bátkænu og byssu (fiskur, selur, fugl) og bjuggu að grasnytjum fyrir rollur sínar og ræktun á kartöflum og rófum. Tómthúsmenn voru því ekki svo illa settir að þeirra fjölskyldur yrðu sveltar til undirgefni. Öll störf sín í þágu verkalýðshreyfingarinnar unnu þau að loknum erfiðum vinnudegi og þrátt fyrir mikla andúð og áreiti sigruðu þau auðmennina sem kúguðu launþegana. Í örbirgð sinni skóp þetta smáða fólk samtökin, sem ólu af sér verkalýðshreyfinguna. Íslenska þjóðin á óendanlega mikið að þakka því fólki, skynsemi þess og hugrekki, fórnfýsi og samkennd og jafnrétti þess, sem eru undirstaða réttláts samfélags. Gleðitíðindi Nú er við völd á Íslandi ríkisstjórn sem boðar það réttlæti að gæði lands og sjávar séu sameign kynslóðanna og hver kynslóð hafi þá skyldu að vernda þau gæði og tryggja þannig viðurværi barna sinna og annarra óborinna Íslendinga. Stjórnarfrumvarp um veiðileyfagjald er því komið fram. Andstæðingar þess gera sig að kjánum og sýna í sjónvarpi bíómyndir um gömlu aðferðina, að hóta fólki tekjutapi og að byggðir kringum landið leggist af og eignir verði verðlausar, ef lög um veiðigjald verða samþykkt. Yfirskrift greinar minnar ber í sér keim af sögu um frægan mann, sem var leiddur upp á fjall og sýndur allur heimurinn og sagt: „Allt þetta skal ég veita þér ef þú fellur fram og tilbiður mig“ Svar mannsins er vel þekkt: „Vík frá mér“ Stjórnar- frumvarpið snýst um hverjir eiga Ísland og auðlindir þess Mætum hótunum auðmanna með sama hætti og tómthúskarlarnir í Baldri. Eflum samstöðuna gegn árásum stórútgerðarinnar og segjum við hana eins og maðurinn á fjallinu – Vík frá mér. Es: 1916 var „Verkamannafélag Ísfirðinga“ með 44 félaga 1917 var nafni þess breytt í Baldur þá voru félagar orðnir 134 sjá bókina „Vindur í seglum“ eftir Sigurð Pétursson, sagnfræðing. Hún er frábær heimild um sögu verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum frá 1890 - 1930. Höfundur er rafvirki
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar