Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar 15. maí 2025 20:32 Í sjónvarpsfréttum eða kastljósi 6. þ.m. var fólk spurt hvernig því litist á að tekið yrði gjald fyrir veiðileyfi við Ísland. Flestum var létt um svör þar til kom að því að spyrja þau sem kynnt voru sem íbúar í sjávarplássum. Þá vafðist mörgum tunga um tönn. Svarendur báru fyrir sig að vegna vinnu sinnar vildu þeir ekki fella neina dóma í málinu. Þegar ég heyrði og sá undanbrögð fólksins til að svara þá rifjaðist upp saga sem karl faðir minn sagði mér þegar hann og 44 félagar stofnuðu verkalýðsfélagið Baldur árið 1916 á Ísafirði. Hann var þá kosinn varaformaður Baldurs, ungur strákur sem hafði litla vigt í samfélaginu. Ástæðuna fyrir því að hann var kosinn í stjórnina sagði hann hafa verið, að hann var ekki fyrirvinna heimilis. Hótun að reka hann og svifta heimili hans bjargráðum hafði því lítil áhrif. Tómthúsmenn Þau sem tóku þann slag að vera stofnendur Baldurs voru iðnaðarmenn og tómthúsmenn og þeirra konur. Tómthúsmenn gátu nýtt sjávarfang og réðu yfir bátkænu og byssu (fiskur, selur, fugl) og bjuggu að grasnytjum fyrir rollur sínar og ræktun á kartöflum og rófum. Tómthúsmenn voru því ekki svo illa settir að þeirra fjölskyldur yrðu sveltar til undirgefni. Öll störf sín í þágu verkalýðshreyfingarinnar unnu þau að loknum erfiðum vinnudegi og þrátt fyrir mikla andúð og áreiti sigruðu þau auðmennina sem kúguðu launþegana. Í örbirgð sinni skóp þetta smáða fólk samtökin, sem ólu af sér verkalýðshreyfinguna. Íslenska þjóðin á óendanlega mikið að þakka því fólki, skynsemi þess og hugrekki, fórnfýsi og samkennd og jafnrétti þess, sem eru undirstaða réttláts samfélags. Gleðitíðindi Nú er við völd á Íslandi ríkisstjórn sem boðar það réttlæti að gæði lands og sjávar séu sameign kynslóðanna og hver kynslóð hafi þá skyldu að vernda þau gæði og tryggja þannig viðurværi barna sinna og annarra óborinna Íslendinga. Stjórnarfrumvarp um veiðileyfagjald er því komið fram. Andstæðingar þess gera sig að kjánum og sýna í sjónvarpi bíómyndir um gömlu aðferðina, að hóta fólki tekjutapi og að byggðir kringum landið leggist af og eignir verði verðlausar, ef lög um veiðigjald verða samþykkt. Yfirskrift greinar minnar ber í sér keim af sögu um frægan mann, sem var leiddur upp á fjall og sýndur allur heimurinn og sagt: „Allt þetta skal ég veita þér ef þú fellur fram og tilbiður mig“ Svar mannsins er vel þekkt: „Vík frá mér“ Stjórnar- frumvarpið snýst um hverjir eiga Ísland og auðlindir þess Mætum hótunum auðmanna með sama hætti og tómthúskarlarnir í Baldri. Eflum samstöðuna gegn árásum stórútgerðarinnar og segjum við hana eins og maðurinn á fjallinu – Vík frá mér. Es: 1916 var „Verkamannafélag Ísfirðinga“ með 44 félaga 1917 var nafni þess breytt í Baldur þá voru félagar orðnir 134 sjá bókina „Vindur í seglum“ eftir Sigurð Pétursson, sagnfræðing. Hún er frábær heimild um sögu verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum frá 1890 - 1930. Höfundur er rafvirki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsfréttum eða kastljósi 6. þ.m. var fólk spurt hvernig því litist á að tekið yrði gjald fyrir veiðileyfi við Ísland. Flestum var létt um svör þar til kom að því að spyrja þau sem kynnt voru sem íbúar í sjávarplássum. Þá vafðist mörgum tunga um tönn. Svarendur báru fyrir sig að vegna vinnu sinnar vildu þeir ekki fella neina dóma í málinu. Þegar ég heyrði og sá undanbrögð fólksins til að svara þá rifjaðist upp saga sem karl faðir minn sagði mér þegar hann og 44 félagar stofnuðu verkalýðsfélagið Baldur árið 1916 á Ísafirði. Hann var þá kosinn varaformaður Baldurs, ungur strákur sem hafði litla vigt í samfélaginu. Ástæðuna fyrir því að hann var kosinn í stjórnina sagði hann hafa verið, að hann var ekki fyrirvinna heimilis. Hótun að reka hann og svifta heimili hans bjargráðum hafði því lítil áhrif. Tómthúsmenn Þau sem tóku þann slag að vera stofnendur Baldurs voru iðnaðarmenn og tómthúsmenn og þeirra konur. Tómthúsmenn gátu nýtt sjávarfang og réðu yfir bátkænu og byssu (fiskur, selur, fugl) og bjuggu að grasnytjum fyrir rollur sínar og ræktun á kartöflum og rófum. Tómthúsmenn voru því ekki svo illa settir að þeirra fjölskyldur yrðu sveltar til undirgefni. Öll störf sín í þágu verkalýðshreyfingarinnar unnu þau að loknum erfiðum vinnudegi og þrátt fyrir mikla andúð og áreiti sigruðu þau auðmennina sem kúguðu launþegana. Í örbirgð sinni skóp þetta smáða fólk samtökin, sem ólu af sér verkalýðshreyfinguna. Íslenska þjóðin á óendanlega mikið að þakka því fólki, skynsemi þess og hugrekki, fórnfýsi og samkennd og jafnrétti þess, sem eru undirstaða réttláts samfélags. Gleðitíðindi Nú er við völd á Íslandi ríkisstjórn sem boðar það réttlæti að gæði lands og sjávar séu sameign kynslóðanna og hver kynslóð hafi þá skyldu að vernda þau gæði og tryggja þannig viðurværi barna sinna og annarra óborinna Íslendinga. Stjórnarfrumvarp um veiðileyfagjald er því komið fram. Andstæðingar þess gera sig að kjánum og sýna í sjónvarpi bíómyndir um gömlu aðferðina, að hóta fólki tekjutapi og að byggðir kringum landið leggist af og eignir verði verðlausar, ef lög um veiðigjald verða samþykkt. Yfirskrift greinar minnar ber í sér keim af sögu um frægan mann, sem var leiddur upp á fjall og sýndur allur heimurinn og sagt: „Allt þetta skal ég veita þér ef þú fellur fram og tilbiður mig“ Svar mannsins er vel þekkt: „Vík frá mér“ Stjórnar- frumvarpið snýst um hverjir eiga Ísland og auðlindir þess Mætum hótunum auðmanna með sama hætti og tómthúskarlarnir í Baldri. Eflum samstöðuna gegn árásum stórútgerðarinnar og segjum við hana eins og maðurinn á fjallinu – Vík frá mér. Es: 1916 var „Verkamannafélag Ísfirðinga“ með 44 félaga 1917 var nafni þess breytt í Baldur þá voru félagar orðnir 134 sjá bókina „Vindur í seglum“ eftir Sigurð Pétursson, sagnfræðing. Hún er frábær heimild um sögu verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum frá 1890 - 1930. Höfundur er rafvirki
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun