Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar 14. maí 2025 10:32 Undanfarnar vikur hefur ný ríkisstjórn talað hátt og snjallt um aðgerðir gegn húsnæðisskorti, en í skjóli þess hefur hún lagt fram frumvarp sem skerðir verulega möguleika bænda til að stunda heimagistingu – eina af fáum tekjulindum sem styður við búsetu í dreifbýli. Á þingi liggur núna frumvarp sem stjórnarliðar segja að sé lausn á húsnæðisvandanum og takmarki heimagistingu um allt land. En það er ekki rétt. Þannig að eina sem hægt er að takmarka núna er það sem var skilið eftir síðast. Það er dreifbýlið. Hvað gerði síðasta ríkisstjórn? Framsókn hafði áður lagt fram frumvarp sem samþykkt var á síðasta kjörtímabili. Það var til að takmarka Airbnb-útleigu í þéttbýli. Þar var markmiðið að draga úr þrýstingi á leigumarkaðinn og tryggja að íbúðarhúsnæði nýtist frekar til búsetu en sem Airbnb gisting. Ég, sem framsögumaður málsins í atvinnuveganefnd, lagði mikla áherslu á að þessi takmörkun skyldi einungis eiga við um þéttbýli – ekki um bændur og aðra í dreifbýli sem hafa nýtt heimagistingu sem tekjuauka. Í upphaflegu frumvarpi átti þessi takmörkun við um allt land, bæði dreifbýli og þéttbýli. Við fengum fjölmargar ábendingar um þetta og breyttum frumvarpinu. Það tryggði að bændur þyrftu ekki að fara í kostnaðarsamar deiliskipulagsbreytingar fyrir smáhýsi eða bústaði á jörðum sínum. Þetta var mikilvægt og markviss stuðningur við atvinnu í dreifbýli. Ég er mjög stolt af þeirri vinnu sem við fórum í sem skilaði þeirri niðurstöðu að heimagisting er takmörkuð allverulega í þéttbýli en bændur geta enn haft heimagistingu á jörð sinni. Hér má sjá þegar ég flutti framsöguræðu um málið eftir að það var búið í atvinnuveganefnd. Hér má sjá þegar þáverandi ráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mælti fyrir frumvarpinu. Hvað þýða hugmyndir nýju ríkisstjórnarinnar í alvöru? En nú hefur ný ríkisstjórn – undir forystu Samfylkingarinnar – ákveðið að snúa þessari vernd við. Nýtt frumvarp leggur til að heimagisting verði aðeins heimiluð á lögheimili viðkomandi og í einni annarri fasteign utan þéttbýlis. Þessi breyting beinist beint gegn bændum – þeim sem eru með tvö til þrjú smáhýsi eða fleiri – og skerðir möguleika þeirra til að byggja upp litla, sjálfbæra ferðaþjónustu á eigin jörð. Í greinargerð nýja frumvarpsins stendur: „Með frumvarpi þessu er lögð til sú breyting að skráningarskyld heimagisting afmarkist við lögheimili einstaklings og eina aðra fasteign í eigu hans utan þéttbýlis, en húsnæðisvandi sem leitast er við að greiða úr með frumvarpinu á ekki við utan þéttbýlissvæða.“ Akkúrat! Húsnæðisvandinn á ekki við utan þéttbýlissvæða! Af hverju eru þá áhrif nýja frumvarpsins nær eingöngu utan þéttbýlissvæða? Er það vegna þess að það var búið að herða lögin á öllum öðrum sviðum og því var þetta það eina sem var eftir? Þau þurftu að koma bara með eitthvað til að fólk myndi trúa því að þau væru að fara í raunverulegar aðgerðir fyrir húsnæðismarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Sem þau eru ekki að gera. Eina stóra takmörkunin sem hægt er að fara í - varðar bændur Þetta er því ekki bara tæknilegt atriði í húsnæðismálum – heldur pólitísk aðgerð gegn landsbyggðinni. Það var sérstaklega biturt að heyra atvinnuvegaráðherra flytja framsöguræðu um þetta mál þar sem aðeins er rætt um leigumarkað og fjárfesta í þéttbýli, en ekkert minnst á þá sem verða raunverulega fyrir áhrifum: bændur á landsbyggðinni, fyrr en í andsvörum alveg í lokin og það svar varð ekki til þess að minnka áhyggjur mínar. Ég vil ekki trúa því að ríkisstjórnin ætli í alvöru að sparka svona harkalega í bændur - en ef þau taka þetta úr frumvarpinu þá er frumvarpið orðið mjög þunnt. Þetta er árás á dreifbýlið. Höfundur er varaþingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Byggðamál Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Alþingi Ferðaþjónusta Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur ný ríkisstjórn talað hátt og snjallt um aðgerðir gegn húsnæðisskorti, en í skjóli þess hefur hún lagt fram frumvarp sem skerðir verulega möguleika bænda til að stunda heimagistingu – eina af fáum tekjulindum sem styður við búsetu í dreifbýli. Á þingi liggur núna frumvarp sem stjórnarliðar segja að sé lausn á húsnæðisvandanum og takmarki heimagistingu um allt land. En það er ekki rétt. Þannig að eina sem hægt er að takmarka núna er það sem var skilið eftir síðast. Það er dreifbýlið. Hvað gerði síðasta ríkisstjórn? Framsókn hafði áður lagt fram frumvarp sem samþykkt var á síðasta kjörtímabili. Það var til að takmarka Airbnb-útleigu í þéttbýli. Þar var markmiðið að draga úr þrýstingi á leigumarkaðinn og tryggja að íbúðarhúsnæði nýtist frekar til búsetu en sem Airbnb gisting. Ég, sem framsögumaður málsins í atvinnuveganefnd, lagði mikla áherslu á að þessi takmörkun skyldi einungis eiga við um þéttbýli – ekki um bændur og aðra í dreifbýli sem hafa nýtt heimagistingu sem tekjuauka. Í upphaflegu frumvarpi átti þessi takmörkun við um allt land, bæði dreifbýli og þéttbýli. Við fengum fjölmargar ábendingar um þetta og breyttum frumvarpinu. Það tryggði að bændur þyrftu ekki að fara í kostnaðarsamar deiliskipulagsbreytingar fyrir smáhýsi eða bústaði á jörðum sínum. Þetta var mikilvægt og markviss stuðningur við atvinnu í dreifbýli. Ég er mjög stolt af þeirri vinnu sem við fórum í sem skilaði þeirri niðurstöðu að heimagisting er takmörkuð allverulega í þéttbýli en bændur geta enn haft heimagistingu á jörð sinni. Hér má sjá þegar ég flutti framsöguræðu um málið eftir að það var búið í atvinnuveganefnd. Hér má sjá þegar þáverandi ráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mælti fyrir frumvarpinu. Hvað þýða hugmyndir nýju ríkisstjórnarinnar í alvöru? En nú hefur ný ríkisstjórn – undir forystu Samfylkingarinnar – ákveðið að snúa þessari vernd við. Nýtt frumvarp leggur til að heimagisting verði aðeins heimiluð á lögheimili viðkomandi og í einni annarri fasteign utan þéttbýlis. Þessi breyting beinist beint gegn bændum – þeim sem eru með tvö til þrjú smáhýsi eða fleiri – og skerðir möguleika þeirra til að byggja upp litla, sjálfbæra ferðaþjónustu á eigin jörð. Í greinargerð nýja frumvarpsins stendur: „Með frumvarpi þessu er lögð til sú breyting að skráningarskyld heimagisting afmarkist við lögheimili einstaklings og eina aðra fasteign í eigu hans utan þéttbýlis, en húsnæðisvandi sem leitast er við að greiða úr með frumvarpinu á ekki við utan þéttbýlissvæða.“ Akkúrat! Húsnæðisvandinn á ekki við utan þéttbýlissvæða! Af hverju eru þá áhrif nýja frumvarpsins nær eingöngu utan þéttbýlissvæða? Er það vegna þess að það var búið að herða lögin á öllum öðrum sviðum og því var þetta það eina sem var eftir? Þau þurftu að koma bara með eitthvað til að fólk myndi trúa því að þau væru að fara í raunverulegar aðgerðir fyrir húsnæðismarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Sem þau eru ekki að gera. Eina stóra takmörkunin sem hægt er að fara í - varðar bændur Þetta er því ekki bara tæknilegt atriði í húsnæðismálum – heldur pólitísk aðgerð gegn landsbyggðinni. Það var sérstaklega biturt að heyra atvinnuvegaráðherra flytja framsöguræðu um þetta mál þar sem aðeins er rætt um leigumarkað og fjárfesta í þéttbýli, en ekkert minnst á þá sem verða raunverulega fyrir áhrifum: bændur á landsbyggðinni, fyrr en í andsvörum alveg í lokin og það svar varð ekki til þess að minnka áhyggjur mínar. Ég vil ekki trúa því að ríkisstjórnin ætli í alvöru að sparka svona harkalega í bændur - en ef þau taka þetta úr frumvarpinu þá er frumvarpið orðið mjög þunnt. Þetta er árás á dreifbýlið. Höfundur er varaþingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun