Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar 27. október 2025 10:32 Í viðtali sem birtist nýlega á Vísi lýsti skólastjóri því hvernig kennarar hefðu orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og ógn af hendi nemenda – atvik sem hefur vakið mikla athygli og áhyggjur víða. Þessi reynsla endurspeglar alvarlega þróun sem margir sérfræðingar hafa bent á, að ógn og ofbeldi gagnvart starfsfólki sé að aukast, ekki aðeins í skólum heldur einnig í verslun og þjónustugreinum, t.d. ferðaþjónustu, velferðarþjónustu, heilbrigðisþjónustu og hjá opinberum stofnunum. Slík atvik hafa djúp áhrif á líðan, starfsanda og öryggi starfsfólks. En jafn mikilvægt og það er að styðja við starfsfólk eftir á, er enn mikilvægara að byggja upp forvarnir sem byggja á raunverulegum gögnum og kerfisbundnu utanumhaldi. Sjá það sem gerist – áður en það stigmagnast Reynslan og rannsóknir sýna að stjórnendur geta ekki brugðist við því sem þeir sjá ekki eða ef þeir eru ekki upplýstir um atvikin. Þegar öll atvik til dæmis eins og ógn/ofbeldi eða vinnuslys á vinnustöðum eru skráð í miðlægt atvikaskráningarkerfi kerfi skapast heildarmynd þannig að stjórnendur geti gripið til aðgerða áður en ástand versnar. Það er ekki tilviljun að fyrirtæki og sveitarfélög sem vinna kerfisbundið með slík gögn sjá áþreifanlegan árangur í öryggi og starfsánægju starfsfólks. Slíkt miðlægt atvikaskráningarkerfi er notað af fjölmörgum fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum um allt land. Kerfið gerir starfsmönnum kleift að skrá atvik á einfaldan hátt í gegnum snjalltæki, og stjórnendur fá rauntímayfirlit, tölfræði og greiningartól sem styðja við markvissar ákvarðanir til efla forvarnir og öryggi á vinnustaðnum. Frá viðbrögðum til forvarna Kerfisbundin skráning atvika er verkfæri til að sjá mynstur, greina áhættur og bregðast við áður en atvik endurtaka sig. Þegar fyrirtæki og stofnanir nýta slíka tækni verða þau fær um að byggja upp vinnustaðamenningu gagnsæis og trausts, þar sem starfsfólk upplifir að auðvelt sé að tilkynna um atvik og að brugðist sé við á faglegan hátt. Tæknin leysir ekki mannlegan vanda, en hún gerir okkur kleift að sjá hann og grípa til markvissra forvarnaraðgerða. Kerfisbundin skráning er þannig ekki aðeins hluti af lögbundinni vinnuvernd heldur raunveruleg leið til að styrkja öryggi og líðan starfsfólks í samfélagi sem krefst sífellt meiri aðhalds og ábyrgðar. Höfundur er sérfræðingur í áhættustjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í viðtali sem birtist nýlega á Vísi lýsti skólastjóri því hvernig kennarar hefðu orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og ógn af hendi nemenda – atvik sem hefur vakið mikla athygli og áhyggjur víða. Þessi reynsla endurspeglar alvarlega þróun sem margir sérfræðingar hafa bent á, að ógn og ofbeldi gagnvart starfsfólki sé að aukast, ekki aðeins í skólum heldur einnig í verslun og þjónustugreinum, t.d. ferðaþjónustu, velferðarþjónustu, heilbrigðisþjónustu og hjá opinberum stofnunum. Slík atvik hafa djúp áhrif á líðan, starfsanda og öryggi starfsfólks. En jafn mikilvægt og það er að styðja við starfsfólk eftir á, er enn mikilvægara að byggja upp forvarnir sem byggja á raunverulegum gögnum og kerfisbundnu utanumhaldi. Sjá það sem gerist – áður en það stigmagnast Reynslan og rannsóknir sýna að stjórnendur geta ekki brugðist við því sem þeir sjá ekki eða ef þeir eru ekki upplýstir um atvikin. Þegar öll atvik til dæmis eins og ógn/ofbeldi eða vinnuslys á vinnustöðum eru skráð í miðlægt atvikaskráningarkerfi kerfi skapast heildarmynd þannig að stjórnendur geti gripið til aðgerða áður en ástand versnar. Það er ekki tilviljun að fyrirtæki og sveitarfélög sem vinna kerfisbundið með slík gögn sjá áþreifanlegan árangur í öryggi og starfsánægju starfsfólks. Slíkt miðlægt atvikaskráningarkerfi er notað af fjölmörgum fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum um allt land. Kerfið gerir starfsmönnum kleift að skrá atvik á einfaldan hátt í gegnum snjalltæki, og stjórnendur fá rauntímayfirlit, tölfræði og greiningartól sem styðja við markvissar ákvarðanir til efla forvarnir og öryggi á vinnustaðnum. Frá viðbrögðum til forvarna Kerfisbundin skráning atvika er verkfæri til að sjá mynstur, greina áhættur og bregðast við áður en atvik endurtaka sig. Þegar fyrirtæki og stofnanir nýta slíka tækni verða þau fær um að byggja upp vinnustaðamenningu gagnsæis og trausts, þar sem starfsfólk upplifir að auðvelt sé að tilkynna um atvik og að brugðist sé við á faglegan hátt. Tæknin leysir ekki mannlegan vanda, en hún gerir okkur kleift að sjá hann og grípa til markvissra forvarnaraðgerða. Kerfisbundin skráning er þannig ekki aðeins hluti af lögbundinni vinnuvernd heldur raunveruleg leið til að styrkja öryggi og líðan starfsfólks í samfélagi sem krefst sífellt meiri aðhalds og ábyrgðar. Höfundur er sérfræðingur í áhættustjórnun.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar