Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2025 12:48 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, (t.v.) veitti ekki leyfi til að rannsaka mögulega vænlega loftslagsaðgerð í Hvalfirði. Vísir Forsenda þess að utanríkisráðherra hafnaði umsókn Rastar um að gera basavirknitilraun í Hvalfirði var að skýran lagaramma skorti utan um slíkar rannsóknir almennt. Framkvæmdastjóri Rastar segir niðurstöðuna koma á óvart í ljós jákvæðs álits fagaðila sem veittu umsögn um áformin. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, hafnaði umsókn rannsóknarfélagsins Rastar um að fá að gera tilraun til að rannsaka leið til þess að auka kolefnisupptöku hafsins í Hvalfirði „að svo stöddu“ í síðustu viku. Rannsóknin hefði meðal annars falist í því að veita útþynntri basalausn út í fjörðinn í haust. Umhverfis- og orkustofnun og Hafrannsóknastofnun, sem leituðu báðar álits utanaðkomandi sérfræðinga, höfðu veitt jákvæða umsögn um rannsóknina sem þær töldu hafa mikið vísindalegt gildi án þess að líklegt væri að hún hefði neikvæð áhrif á umhverfi, vistkerfi eða heilsu manna eða dýra. Hún gæti veitt mikilvægar upplýsingar um möguleika á að draga úr styrk koltvísýrings í andrúmslofti jarðar með því að auka svonefnda basavirkni sjávar. Kjósarhreppur, annað sveitarfélaganna tveggja við Hvalfjörð, Hvalur hf. og félög stangveiðimanna lögðust hins vegar alfarið á móti rannsókninni sem þau fullyrtu að gæti verið hættuleg lífríki fjarðarins. Lög frá 1979 ekki nógu skýr Utanríkisráðuneytið hefur ekki birt svar sitt við umsókninni opinberlega. Í svarbréfi þess vísaði ráðuneytið til umsagnar Umhverfis- og orkustofnunar um að íslensk stjórnvöld hefðu hvorki mótað sér stefnu né sett regluverk um þá tegund loftslagsaðgerða sem Röst vill rannsaka. Því lægi ekki fyrir neinn rammi utan um slíkar aðgerðir né rannsóknir á þeim. Í umsögninni hafi einnig verið bent á mikilvægi þess að gæta varúðar varðandi svonefndar loftslagsverkfræðilegar aðgerðir eins og að auka basavirkni sjávar. „Án skýrs lagaramma og stefnu stjórnvalda um loftslagsverkfræðilegar aðgerðir skortir fullnægjandi lagagrundvöll, þ.m.t. um eftirlitsheimildir, fyrir því að veita leyfi fyrir slíkum rannsóknum,“ segir í svarinu. Lögin sem umsóknin byggir á eru lög um efnahagslögsögu og landgrunn frá 1979. Röst hafði lagt til að Umhverfis- og orkustofnun hefði eftirlit með rannsókninni þar sem hún hefur það hlutverk varðandi vatnshlot á landi. Þá vísaði ráðuneytið til þess að erfitt væri að sætta ólík sjónarmið vegna slíkra rannsókna án skýrs ramma um þær. Ríkisstjórnin vildi móta slíka stefnu og ramma til þess að skýra betur hvaða aðferðir væru heimilar, eftirlit stjórnvalda og framkvæmd. Bjartsýn á að ná samkomulagi við ráðuneyti um eftirlit Salome Hallfreðsdóttir, framkvæmdastjóri Rastar, segir niðurstöðu ráðuneytisins koma á óvart enda hafi allar fagstofnanir, sérfræðingar og vísindamenn sem veittu umsókninni umsögn mælt með að leyfið yrði veitt. Salome Hallfreðsdóttir, framkvæmdastjóri rannsóknarfélagsins Rastar.Aðsend Basarannsóknininni hafði þegar verið frestað frá júní fram í september til þess að koma til móts við laxveiðimenn og Hval hf. Salome segir ólíklegt að nokkuð verði af rannsókninni í ár en slær hana ekki alfarið út af borðinu. „Röst er umhugað um að vandaðar loftslagrannsóknir fari fram og er bjartsýn á að ná samkomulagi við ráðuneytið um útistandandi atriði varðandi lögbundinn eftirlitsaðila. Fyrirséð er að rannsóknirnar muni frestast. Við hlökkum til áframhaldandi samtals við ráðuneytið og hagaðila um fyrirkomulag loftslagsrannsókna til hagsbóta fyrir umhverfið, loftslagið og heilsu hafsins,“ segir hún í skriflegu svari til Vísis. Talið sérlega mikilvægt að rannsaka aðferðina sem Röst vill skoða Stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum veldur nú súrnun sjávar til viðbótar við hnattræna hlýnun. Súrnunin takmarkar getu hafsins til þess að taka við koltvísýringi. Hafið er langstærsti kolefnisviðtaki á jörðinni en áætlað er að það hafi til þessa tekið upp um fjórðung þess kolefnis sem menn hafa dælt út í andrúmsloftið og þannig komið í veg fyrir enn frekari hnattræna hlýnun en þegar er orðin. Markmið rannsóknar Rastar er að kanna hvort að hægt sé að líkja eftir náttúrulegri kolefnisbindingu sem á sér stað við veðrun bergs. Þegar basískt berg molnar og skolast út í sjó lækkar það sýrustig sjávar og gerir honum kleift að taka við meiri koltvísýringi úr lofti án þess að hann súrni frekar. Talið er að hægt sé að binda allt að milljarð tonna af koltvísýringi á ári með því að örva basavirkni sjávar. Mannkynið losar um 35 milljarða tonna af koltvísýringi á hverju ári. Horft yfr botn Hvalfjarðar frá hvalstöðinni. Efst til hægri sést bryggjan við dreifingarstöð Olíudreifingar þaðan sem Röst vildi fá að gera rannsókn sína með basalausn. Hvalur hf. mótmælti tilrauninni harðlega.Vísir/Arnar Aukning á basavirkni sjávar er á meðal þeirra aðgerða sem taldar eru vænlegar til árangurs til þess að glíma við loftslagsvandann. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar hefur lagt áherslu á að rannsaka þá aðferð sérstaklega. Enn ríkir þó óvissa um umhverfisáhrif slíkra aðgerða og nauðsynlegt er talið að meta þau til að tryggja að aðgerðirnar valdi ekki skaðlegum áhrifum á sjávarvistkerfi. Hrönn Egilsdóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs Hafrannsóknastofnunar, sagði Vísi í vor að mikilvægt væri að rannsaka kolefnisbindingaraðferðir líkt og Röst vill gera í Hvalfirði óháð því hvort þær reyndust raunhæfar eða ekki. Ella væri hætta á einhverjir freistuðust til þess að beita þeim aðferðum án þess að þær bæru raunverulegan árangur og með mögulega skaðlegum áhrifum fyrir umhverfið. Röst er óhagnaðardrifið rannsóknafélag sem hyggur ekki á kolefnisbindingarstarfsemi. Félagið hefur sagt að reynist aðferðin raunhæf verði henni beitt á alþjóðlegu hafsvæði þar sem haffræðilegar aðstæður leyfa en ekki í íslenskum fjörðum. Hafið Vísindi Loftslagsmál Hvalfjarðarsveit Kjósarhreppur Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Magn basa sem félagið Röst vill losa út í Hvalfjörð í sumar til þess að rannsaka kolefnisbindingu sjávar er ekki hættuleg lífríki og er minna en það sem iðn- og hafnarfyrirtæki mega losa út í sjó að staðaldri, að sögn framkvæmdastjóra félagsins. Sérfræðingur Hafró segir erfitt að sjá að tilraunin valdi skaða á firðinum. 4. febrúar 2025 09:49 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, hafnaði umsókn rannsóknarfélagsins Rastar um að fá að gera tilraun til að rannsaka leið til þess að auka kolefnisupptöku hafsins í Hvalfirði „að svo stöddu“ í síðustu viku. Rannsóknin hefði meðal annars falist í því að veita útþynntri basalausn út í fjörðinn í haust. Umhverfis- og orkustofnun og Hafrannsóknastofnun, sem leituðu báðar álits utanaðkomandi sérfræðinga, höfðu veitt jákvæða umsögn um rannsóknina sem þær töldu hafa mikið vísindalegt gildi án þess að líklegt væri að hún hefði neikvæð áhrif á umhverfi, vistkerfi eða heilsu manna eða dýra. Hún gæti veitt mikilvægar upplýsingar um möguleika á að draga úr styrk koltvísýrings í andrúmslofti jarðar með því að auka svonefnda basavirkni sjávar. Kjósarhreppur, annað sveitarfélaganna tveggja við Hvalfjörð, Hvalur hf. og félög stangveiðimanna lögðust hins vegar alfarið á móti rannsókninni sem þau fullyrtu að gæti verið hættuleg lífríki fjarðarins. Lög frá 1979 ekki nógu skýr Utanríkisráðuneytið hefur ekki birt svar sitt við umsókninni opinberlega. Í svarbréfi þess vísaði ráðuneytið til umsagnar Umhverfis- og orkustofnunar um að íslensk stjórnvöld hefðu hvorki mótað sér stefnu né sett regluverk um þá tegund loftslagsaðgerða sem Röst vill rannsaka. Því lægi ekki fyrir neinn rammi utan um slíkar aðgerðir né rannsóknir á þeim. Í umsögninni hafi einnig verið bent á mikilvægi þess að gæta varúðar varðandi svonefndar loftslagsverkfræðilegar aðgerðir eins og að auka basavirkni sjávar. „Án skýrs lagaramma og stefnu stjórnvalda um loftslagsverkfræðilegar aðgerðir skortir fullnægjandi lagagrundvöll, þ.m.t. um eftirlitsheimildir, fyrir því að veita leyfi fyrir slíkum rannsóknum,“ segir í svarinu. Lögin sem umsóknin byggir á eru lög um efnahagslögsögu og landgrunn frá 1979. Röst hafði lagt til að Umhverfis- og orkustofnun hefði eftirlit með rannsókninni þar sem hún hefur það hlutverk varðandi vatnshlot á landi. Þá vísaði ráðuneytið til þess að erfitt væri að sætta ólík sjónarmið vegna slíkra rannsókna án skýrs ramma um þær. Ríkisstjórnin vildi móta slíka stefnu og ramma til þess að skýra betur hvaða aðferðir væru heimilar, eftirlit stjórnvalda og framkvæmd. Bjartsýn á að ná samkomulagi við ráðuneyti um eftirlit Salome Hallfreðsdóttir, framkvæmdastjóri Rastar, segir niðurstöðu ráðuneytisins koma á óvart enda hafi allar fagstofnanir, sérfræðingar og vísindamenn sem veittu umsókninni umsögn mælt með að leyfið yrði veitt. Salome Hallfreðsdóttir, framkvæmdastjóri rannsóknarfélagsins Rastar.Aðsend Basarannsóknininni hafði þegar verið frestað frá júní fram í september til þess að koma til móts við laxveiðimenn og Hval hf. Salome segir ólíklegt að nokkuð verði af rannsókninni í ár en slær hana ekki alfarið út af borðinu. „Röst er umhugað um að vandaðar loftslagrannsóknir fari fram og er bjartsýn á að ná samkomulagi við ráðuneytið um útistandandi atriði varðandi lögbundinn eftirlitsaðila. Fyrirséð er að rannsóknirnar muni frestast. Við hlökkum til áframhaldandi samtals við ráðuneytið og hagaðila um fyrirkomulag loftslagsrannsókna til hagsbóta fyrir umhverfið, loftslagið og heilsu hafsins,“ segir hún í skriflegu svari til Vísis. Talið sérlega mikilvægt að rannsaka aðferðina sem Röst vill skoða Stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum veldur nú súrnun sjávar til viðbótar við hnattræna hlýnun. Súrnunin takmarkar getu hafsins til þess að taka við koltvísýringi. Hafið er langstærsti kolefnisviðtaki á jörðinni en áætlað er að það hafi til þessa tekið upp um fjórðung þess kolefnis sem menn hafa dælt út í andrúmsloftið og þannig komið í veg fyrir enn frekari hnattræna hlýnun en þegar er orðin. Markmið rannsóknar Rastar er að kanna hvort að hægt sé að líkja eftir náttúrulegri kolefnisbindingu sem á sér stað við veðrun bergs. Þegar basískt berg molnar og skolast út í sjó lækkar það sýrustig sjávar og gerir honum kleift að taka við meiri koltvísýringi úr lofti án þess að hann súrni frekar. Talið er að hægt sé að binda allt að milljarð tonna af koltvísýringi á ári með því að örva basavirkni sjávar. Mannkynið losar um 35 milljarða tonna af koltvísýringi á hverju ári. Horft yfr botn Hvalfjarðar frá hvalstöðinni. Efst til hægri sést bryggjan við dreifingarstöð Olíudreifingar þaðan sem Röst vildi fá að gera rannsókn sína með basalausn. Hvalur hf. mótmælti tilrauninni harðlega.Vísir/Arnar Aukning á basavirkni sjávar er á meðal þeirra aðgerða sem taldar eru vænlegar til árangurs til þess að glíma við loftslagsvandann. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar hefur lagt áherslu á að rannsaka þá aðferð sérstaklega. Enn ríkir þó óvissa um umhverfisáhrif slíkra aðgerða og nauðsynlegt er talið að meta þau til að tryggja að aðgerðirnar valdi ekki skaðlegum áhrifum á sjávarvistkerfi. Hrönn Egilsdóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs Hafrannsóknastofnunar, sagði Vísi í vor að mikilvægt væri að rannsaka kolefnisbindingaraðferðir líkt og Röst vill gera í Hvalfirði óháð því hvort þær reyndust raunhæfar eða ekki. Ella væri hætta á einhverjir freistuðust til þess að beita þeim aðferðum án þess að þær bæru raunverulegan árangur og með mögulega skaðlegum áhrifum fyrir umhverfið. Röst er óhagnaðardrifið rannsóknafélag sem hyggur ekki á kolefnisbindingarstarfsemi. Félagið hefur sagt að reynist aðferðin raunhæf verði henni beitt á alþjóðlegu hafsvæði þar sem haffræðilegar aðstæður leyfa en ekki í íslenskum fjörðum.
Hafið Vísindi Loftslagsmál Hvalfjarðarsveit Kjósarhreppur Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Magn basa sem félagið Röst vill losa út í Hvalfjörð í sumar til þess að rannsaka kolefnisbindingu sjávar er ekki hættuleg lífríki og er minna en það sem iðn- og hafnarfyrirtæki mega losa út í sjó að staðaldri, að sögn framkvæmdastjóra félagsins. Sérfræðingur Hafró segir erfitt að sjá að tilraunin valdi skaða á firðinum. 4. febrúar 2025 09:49 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Magn basa sem félagið Röst vill losa út í Hvalfjörð í sumar til þess að rannsaka kolefnisbindingu sjávar er ekki hættuleg lífríki og er minna en það sem iðn- og hafnarfyrirtæki mega losa út í sjó að staðaldri, að sögn framkvæmdastjóra félagsins. Sérfræðingur Hafró segir erfitt að sjá að tilraunin valdi skaða á firðinum. 4. febrúar 2025 09:49