„Túnin eru bara hvít“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. október 2025 16:02 Eggert Valur segir bændur vera orðna langþreytta á álftinni. Vísir/Magnús Hlynur Oddviti Rangárþings ytra vill að brugðist verði við gríðarlegri fjölgun álfta í sveitarfélaginu. Hann segir álftirnar gera bændum lífið leitt, þær valdi tjóni á ræktarlandi sem nemi milljónum króna. Alfriðaður álftastofninn hefur stækkað hratt undanfarin ár í Rangárþingi ytra á Suðurlandi að sögn Eggerts Vals Guðmundssonar oddvita sveitarfélagsins. Hann hefur áður tjáð sig um stöðuna í héraðsmiðlum en hann segir álftirnar farnar að færa sig upp á skaftið, þær valdi miklu tjóni á ræktunarsvæði bænda. „Ég lít á það sem svo að þetta sé að verða vandamál. Ég sé þetta svo vel, ég bý nú bara sjálfur nánast inni á kornakri og horfi á þetta út um eldhúsgluggann hjá mér á hverjum degi. Túnin eru bara hvít, þetta er bara skaðvaldur, það þarf að fækka henni.“ Gríðarlegt tjón Eggert segir álftina eyðileggja tún en einnig fara í trjágræðlinga sem fólk sé að reyna að koma upp. Mesta tjónið sé á kornökrum þar sem álftin skilur eftir sig flakandi sár að sögn Eggerts. „Þetta er náttúrulega gríðarlegt fjárhagslegt tjón fyrir bændur. Það má kannski áætla að einn hektari af korni kosti bónda upp undir milljón að koma í jörðina og ef það eru 70 til 80 prósent af akrinum ónýtt eftir fuglinn þá sjá það allir hvernig það lítur út það dæmi.“ Nóg komið Fuglinn sé í dag alfriðaður en Eggert vill að takmarkaðar heimildir verði veittar til að bregðast við. „Ég held það væri bara nauðsynlegt að gefa fólki leyfi á að skjóta á hana. Þá er ég ekkert að hugsa kannski endilega um, því hún fælist ef skotið er á hana, að það verði minna tjón af henni ef henni yrði fækkað eitthvað. Það verður að fækka henni, hún er búin að fjölga sér svo gríðarlega á undanförnum árum, það sjá allir sem horfa upp í himininn, þetta er algjör skelfing.“ Eggert segist skilja að margir beri hlýjar tilfinningar til álftarinnar. „Ég skil það alveg og álftin hefur sterka stöðu í huga Íslendinga, ég er ekki að tala hana niður sem slíka heldur bara að reyna að benda á hvernig staðan á þessu er. Það er bara komið nóg af henni í bili.“ Rangárþing ytra Dýr Landbúnaður Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Alfriðaður álftastofninn hefur stækkað hratt undanfarin ár í Rangárþingi ytra á Suðurlandi að sögn Eggerts Vals Guðmundssonar oddvita sveitarfélagsins. Hann hefur áður tjáð sig um stöðuna í héraðsmiðlum en hann segir álftirnar farnar að færa sig upp á skaftið, þær valdi miklu tjóni á ræktunarsvæði bænda. „Ég lít á það sem svo að þetta sé að verða vandamál. Ég sé þetta svo vel, ég bý nú bara sjálfur nánast inni á kornakri og horfi á þetta út um eldhúsgluggann hjá mér á hverjum degi. Túnin eru bara hvít, þetta er bara skaðvaldur, það þarf að fækka henni.“ Gríðarlegt tjón Eggert segir álftina eyðileggja tún en einnig fara í trjágræðlinga sem fólk sé að reyna að koma upp. Mesta tjónið sé á kornökrum þar sem álftin skilur eftir sig flakandi sár að sögn Eggerts. „Þetta er náttúrulega gríðarlegt fjárhagslegt tjón fyrir bændur. Það má kannski áætla að einn hektari af korni kosti bónda upp undir milljón að koma í jörðina og ef það eru 70 til 80 prósent af akrinum ónýtt eftir fuglinn þá sjá það allir hvernig það lítur út það dæmi.“ Nóg komið Fuglinn sé í dag alfriðaður en Eggert vill að takmarkaðar heimildir verði veittar til að bregðast við. „Ég held það væri bara nauðsynlegt að gefa fólki leyfi á að skjóta á hana. Þá er ég ekkert að hugsa kannski endilega um, því hún fælist ef skotið er á hana, að það verði minna tjón af henni ef henni yrði fækkað eitthvað. Það verður að fækka henni, hún er búin að fjölga sér svo gríðarlega á undanförnum árum, það sjá allir sem horfa upp í himininn, þetta er algjör skelfing.“ Eggert segist skilja að margir beri hlýjar tilfinningar til álftarinnar. „Ég skil það alveg og álftin hefur sterka stöðu í huga Íslendinga, ég er ekki að tala hana niður sem slíka heldur bara að reyna að benda á hvernig staðan á þessu er. Það er bara komið nóg af henni í bili.“
Rangárþing ytra Dýr Landbúnaður Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira