Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. október 2025 20:06 Þrír af nemendum 10. bekkjar sem lásu. Frá vinstri, Pálína Björk Bjarnadóttir, Símon Broniszewski og Bryndís Halla Ólafsdóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brennu - Njáls saga er í miklu uppáhaldi hjá nemendum Hvolsskóla á Hvolsvelli enda lesa allir nemendur 10. bekkjar söguna og halda sérstakan dag, sem opin er öllum þar sem Njálssaga er lesinn og dagskráin brotin upp með söng nemenda. Í Hvolsskóla eru um 230 nemendur. Það hefur verið hefð í gegnum árin að nemendur lesi alla Njálssögu í sal skólans þar sem gestir og gangandi eru velkomnir að hlusta á. Það gerðist einmitt í vikunni, nemendur voru uppi á sviði og skiptust á að lesa söguna. Sveitarstjórinn var að sjálfsögðu á staðnum. „Þetta er bara frábærlega gert hjá krökkunum og náttúrulega eljan hjá kennurunum að fara með þeim í gegnum þetta og við kunnum virkilega vel að meta þetta, við erum stolt af þessu“, segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er mjög stoltur af nemendum Hvolsskóla, sem lesa Njálssögu á hverju ári á opnu húsi í skólanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Njála, það er ykkar staður eða hvað? „Njála er bara okkar aðal saga og bara ein af okkar aðal Íslendingasögum og hér erum við náttúrulega á Hvolsvelli og í Rangárþingi eystra í hjarta Njálu,“ segir Anton Kári. Og íslenskukennarinn er ánægð með nemendur sína. „Já og þetta er í 21. skipti, sem 10. bekkur er að lesa Njálu. Krakkarnir hafa gaman af lestrinum og það er alveg spenningur fyrir þessu verkefni,“ segir Anna Kristín Guðjónsdóttir, íslenskukennari í Hvolsskóla. Anna Kristín Guðjónsdóttir, sem er íslenskukennari í Hvolsskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við verðum að nefna hana Hallgerði, þessa stórkostlegu kvenpersónu, sem allir hafa ekki sömu skoðun á en hver veit nema að hún sé fyrsta kvenréttindakonan okkar,“ bætir Anna Kristín við. Á milli lestra komu nemendur í ýmsum bekkjardeildum og sungu upp á sviði eins og þessir nemendur úr 5. og 6. bekk, en Ingibjörg Erlingsdóttir, tónlistarkennari sá um undirspilið. Á milli lestra komu nemendur í ýmsum bekkjardeildum og sungu upp á sviði eins og þessir nemendur úr 5. og 6. bekk en Ingibjörg Erlingsdóttir, tónlistarkennari sá um undirspilið.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er uppáhalds persóna nemenda í Brennu – Njálssögu? „Hallgerður“ segja þær Pálína Björk og Bryndís Halla. „Njáll“ segir hins vegar Símon Broniszewski. Nemendur að lesa Brennu – Njáls sögu fyrir gesti og gangandi í Hvolsskóla í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjölmargir koma alltaf í skólann til að hlusta á nemendur lesa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Bókmenntir Skóla- og menntamál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
Í Hvolsskóla eru um 230 nemendur. Það hefur verið hefð í gegnum árin að nemendur lesi alla Njálssögu í sal skólans þar sem gestir og gangandi eru velkomnir að hlusta á. Það gerðist einmitt í vikunni, nemendur voru uppi á sviði og skiptust á að lesa söguna. Sveitarstjórinn var að sjálfsögðu á staðnum. „Þetta er bara frábærlega gert hjá krökkunum og náttúrulega eljan hjá kennurunum að fara með þeim í gegnum þetta og við kunnum virkilega vel að meta þetta, við erum stolt af þessu“, segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er mjög stoltur af nemendum Hvolsskóla, sem lesa Njálssögu á hverju ári á opnu húsi í skólanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Njála, það er ykkar staður eða hvað? „Njála er bara okkar aðal saga og bara ein af okkar aðal Íslendingasögum og hér erum við náttúrulega á Hvolsvelli og í Rangárþingi eystra í hjarta Njálu,“ segir Anton Kári. Og íslenskukennarinn er ánægð með nemendur sína. „Já og þetta er í 21. skipti, sem 10. bekkur er að lesa Njálu. Krakkarnir hafa gaman af lestrinum og það er alveg spenningur fyrir þessu verkefni,“ segir Anna Kristín Guðjónsdóttir, íslenskukennari í Hvolsskóla. Anna Kristín Guðjónsdóttir, sem er íslenskukennari í Hvolsskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við verðum að nefna hana Hallgerði, þessa stórkostlegu kvenpersónu, sem allir hafa ekki sömu skoðun á en hver veit nema að hún sé fyrsta kvenréttindakonan okkar,“ bætir Anna Kristín við. Á milli lestra komu nemendur í ýmsum bekkjardeildum og sungu upp á sviði eins og þessir nemendur úr 5. og 6. bekk, en Ingibjörg Erlingsdóttir, tónlistarkennari sá um undirspilið. Á milli lestra komu nemendur í ýmsum bekkjardeildum og sungu upp á sviði eins og þessir nemendur úr 5. og 6. bekk en Ingibjörg Erlingsdóttir, tónlistarkennari sá um undirspilið.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er uppáhalds persóna nemenda í Brennu – Njálssögu? „Hallgerður“ segja þær Pálína Björk og Bryndís Halla. „Njáll“ segir hins vegar Símon Broniszewski. Nemendur að lesa Brennu – Njáls sögu fyrir gesti og gangandi í Hvolsskóla í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjölmargir koma alltaf í skólann til að hlusta á nemendur lesa.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Bókmenntir Skóla- og menntamál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira