„Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. maí 2025 11:43 Til stendur að reisa skólaþorpið á bílastæðinu sem er afmarkað af haustgulum trjám vinstra megin á myndinni. Vísir/Vilhelm Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni KSÍ varðandi áform um nýtt skólaþorp steinsnar frá Laugardalsvelli skiljanlega. Ekkert annað hafi þó verið í stöðunni enda neyðarástand í skólamálum. Formaður KSÍ gagnrýndi fyrirhugaða framkvæmd Reykjavíkurborgar að nýju skólaþorpi við Laugardalshöll harðlega á föstudag og sagði hana vera vanhugsaða og illa skipulagða. Það snerti embættið illa að troða eigi áformum í gegnum kerfið. Til stendur að reisa rúmlega tvö þúsund fermetra skólaþorp í Laugardalnum þar sem ýmsar framkvæmdir eru fram undan á skólum í Laugardal - fyrst Laugarnesskóla og síðar Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Bílastæði syðst við Laugardalsvöll verði tekið undir skólann og innkeyrslu af Reykjavegi lokað. Gagnrýnin skiljanleg Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, segir gagnrýnina skiljanlega enda verði mikið álag í Laugardalnum vegna framkvæmda við nýja þjóðarhöll og stækkun Laugardalsvallar á næstu misserum. „Við höfum svo sem enga aðra möguleika en að byggja skólaþorp í Laugardalnum vegna þess að við erum búin að reyna og skoða aðra möguleika eins og að byggja við. En við getum ekki talið okkur geta tryggt öryggi skólabarna eða bara skólastarfið á framkvæmdartíma ef við förum ekki þessa leið.“ Samráð við aðila í Laugardalnum sé mjög mikilvægt í huga borgarinnar. Það verði farið vel yfir ábendingar frá sambandinu í borgarstjórn. „Við erum búin að ræða við samgöngudeildina okkar og þau munu tryggja það að allt öryggi verði í lagi að sjálfsögðu og viðbragðsaðilar verða með okkur í að hanna það.“ Ofgnótt af vanýttum bílastæðum Undirbúningurinn sé búinn að vera mikill og deiliskipulag liggur fyrir. „Svo fer það núna í auglýsingu og við erum í samstarfi á meðan þeim sex vikna tíma stendur og svo auðvitað í framhaldinu líka. Svo það eru kannski einhverjir þrír mánuðir þangað til skipulagið er samþykkt. Ég vona bara svo sannarlega að við getum boðið þetta út á næsta ári.“ Ólöf gefur lítið fyrir þá gagnrýni að skerðing bílastæða á svæðinu muni bitna á íbúum. „Við fækkum bílastæðum og það er alveg ljóst. En það hefur verið ofgnótt þarna af vannýttum stæðum. Sérstaklega á þessum hluta sem ekki eru nýtt í miðri viku. Ég hef ekki mikla trú á því að þetta flæði inn í hverfin þegar kappleikir eru. Við erum vel meðvituð um það að það verður álag á dalinn og þetta verður ekki eins og best er á kosið en við munum reyna gera það besta með öllum hagaðilum.“ Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Skóla- og menntamál Grunnskólar Skipulag Borgarstjórn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira
Formaður KSÍ gagnrýndi fyrirhugaða framkvæmd Reykjavíkurborgar að nýju skólaþorpi við Laugardalshöll harðlega á föstudag og sagði hana vera vanhugsaða og illa skipulagða. Það snerti embættið illa að troða eigi áformum í gegnum kerfið. Til stendur að reisa rúmlega tvö þúsund fermetra skólaþorp í Laugardalnum þar sem ýmsar framkvæmdir eru fram undan á skólum í Laugardal - fyrst Laugarnesskóla og síðar Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Bílastæði syðst við Laugardalsvöll verði tekið undir skólann og innkeyrslu af Reykjavegi lokað. Gagnrýnin skiljanleg Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, segir gagnrýnina skiljanlega enda verði mikið álag í Laugardalnum vegna framkvæmda við nýja þjóðarhöll og stækkun Laugardalsvallar á næstu misserum. „Við höfum svo sem enga aðra möguleika en að byggja skólaþorp í Laugardalnum vegna þess að við erum búin að reyna og skoða aðra möguleika eins og að byggja við. En við getum ekki talið okkur geta tryggt öryggi skólabarna eða bara skólastarfið á framkvæmdartíma ef við förum ekki þessa leið.“ Samráð við aðila í Laugardalnum sé mjög mikilvægt í huga borgarinnar. Það verði farið vel yfir ábendingar frá sambandinu í borgarstjórn. „Við erum búin að ræða við samgöngudeildina okkar og þau munu tryggja það að allt öryggi verði í lagi að sjálfsögðu og viðbragðsaðilar verða með okkur í að hanna það.“ Ofgnótt af vanýttum bílastæðum Undirbúningurinn sé búinn að vera mikill og deiliskipulag liggur fyrir. „Svo fer það núna í auglýsingu og við erum í samstarfi á meðan þeim sex vikna tíma stendur og svo auðvitað í framhaldinu líka. Svo það eru kannski einhverjir þrír mánuðir þangað til skipulagið er samþykkt. Ég vona bara svo sannarlega að við getum boðið þetta út á næsta ári.“ Ólöf gefur lítið fyrir þá gagnrýni að skerðing bílastæða á svæðinu muni bitna á íbúum. „Við fækkum bílastæðum og það er alveg ljóst. En það hefur verið ofgnótt þarna af vannýttum stæðum. Sérstaklega á þessum hluta sem ekki eru nýtt í miðri viku. Ég hef ekki mikla trú á því að þetta flæði inn í hverfin þegar kappleikir eru. Við erum vel meðvituð um það að það verður álag á dalinn og þetta verður ekki eins og best er á kosið en við munum reyna gera það besta með öllum hagaðilum.“
Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Skóla- og menntamál Grunnskólar Skipulag Borgarstjórn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira