Innlent

Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ekið var á konu á rafhlaupahjóli nærri N1 í Hveragerði í gærmorgun.
Ekið var á konu á rafhlaupahjóli nærri N1 í Hveragerði í gærmorgun. Viggó Rúnar Sigurðsson

Kona var flutt á slysadeild á Selfossi eftir að ekið var á hana í Hveragerði um klukkan tíu í gærmorgun. Konan var á rafhlaupahjóli þegar bíl var ekið á hana við gatnamót Breiðumerkur og Sunnumerkur. 

Þetta segir Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi. Hann segir að mikið myrkur hafi verið þegar slysið varð og brýnir fyrir fólki að vera vel upplýst og nota endurskinsmerki.

„Það var dimmt á þessum tíma. Það er alveg nauðsynlegt að nota endurskinsmerki og allan ljósabúnað sem til er á þessi tæki,“ segir Þorsteinn.

Rannsókn er í fullum gangi og búið að ræða við fólk sem kom að slysinu. Hann sagðist ekki hafa upplýsingar um líðan konunnar sem flutt var á slysadeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×