Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. desember 2025 14:43 Snæbjörn Guðmundsson formaður Náttúrugriða segir það nokkuð öruggt að landeigendur og náttúruverndarsamtök reyni að fá nýju virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar hnekkt. Vísir/Egill Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Fyrra leyfi var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar í júlí. Formaður Náttúrugriða segir nokkuð öruggt að náttúruverndarsamtök og landeigendur reyni að fá leyfinu hnekkt. Fram kom í tilkynningu frá Landsvirkjun í gær að nú verði sótt um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri en undirbúningsvinna er langt komin. Mikið hefur verið deilt um virkjunina undanfarin misseri og landeigendur og náttúruverndarsamtök ítrekað kært úrskurði og leyfi. „Þetta var algjörlega viðbúið. Þetta er auðvitað búið að fara tvær umferðir nú þegar þannig að við bjuggumst við þriðju umferðinni. Hvenær hún kæmi var bara tímaspursmál,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða. „Það er verið að skoða viðbrögð í þessum töluðu orðum. Ég geri frekar ráð fyrir því en hitt að brugðist verði við leyfinu á einn eða annan hátt. Hvernig nákvæmlega er útfærsluatriði.“ „Er þetta ekki bara úrelt hugmynd?“ Kærufrestur er mánuður en enn er deilt um mörg atriði. „Það togast á hagmunir náttúrunnar og einhverjir aðrir tiltölulega óljósir hagsmunir samfélagsins,“ segir Snæbjörn. „Er þetta ekki bara úrelt hugmynd? Að virkja stórfljót í byggð þar sem lífríkið er undir. Þetta er laxgeng á og Atlantshafslaxinn á undir mjög miklu höggi að sækja. Hér er verið að leggja í stórhættu stærsta náttúrulega laxastofn landsins.“ Umræðurnar óþroskaðar Hugmyndir um Hvammsvirkjun hafi vaknað fyrst fyrir hálfri öld og þá hafi þessi atriði ekki verið fólki ofarlega í huga. „Umhverfismatið sem liggur að baki Hvammsvirkjun er tuttugu ára gamalt. Það breytist ansi margt á tuttugu árum. Ef við viljum horfa á einhvers konar almannahagsmuni og að þess vegna þurfi að virkja eru komnar upp mjög miklar efasemdir um að Hvammsvirkjun borgi sig yfir höfuð. Hún kostar hundrað milljarða,“ segir Snæbjörn. Hvorki Landsvirkjun né stjórnvöld hafi lagt í þá umræðu af neinni alvöru að hans sögn. „Ég held að umræða um Hvammsvirkjun og virkjanir í neðri hluta Þjórsár séu mjög óþroskaðar. Það þarf að fara miklu dýpra í það áður en Landsvirkjun heldur áfram í einhvers konar blindni.“ Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Það er eftir að fyrra leyfið var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar frá 9. júlí. Nú mun Landsvirkjun sækja um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri, þar sem undirbúningsvinna er sögð langt komin. 12. desember 2025 17:09 Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Tveir af fimm nefndarmönnum í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála skiluðu séráliti í máli þriggja náttúruverndarsamtaka, sem krefjast að framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar verði fellt úr gildi. Kröfu samtakanna var hafnað af meirihluta nefndarinnar. 30. október 2025 08:01 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Fram kom í tilkynningu frá Landsvirkjun í gær að nú verði sótt um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri en undirbúningsvinna er langt komin. Mikið hefur verið deilt um virkjunina undanfarin misseri og landeigendur og náttúruverndarsamtök ítrekað kært úrskurði og leyfi. „Þetta var algjörlega viðbúið. Þetta er auðvitað búið að fara tvær umferðir nú þegar þannig að við bjuggumst við þriðju umferðinni. Hvenær hún kæmi var bara tímaspursmál,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða. „Það er verið að skoða viðbrögð í þessum töluðu orðum. Ég geri frekar ráð fyrir því en hitt að brugðist verði við leyfinu á einn eða annan hátt. Hvernig nákvæmlega er útfærsluatriði.“ „Er þetta ekki bara úrelt hugmynd?“ Kærufrestur er mánuður en enn er deilt um mörg atriði. „Það togast á hagmunir náttúrunnar og einhverjir aðrir tiltölulega óljósir hagsmunir samfélagsins,“ segir Snæbjörn. „Er þetta ekki bara úrelt hugmynd? Að virkja stórfljót í byggð þar sem lífríkið er undir. Þetta er laxgeng á og Atlantshafslaxinn á undir mjög miklu höggi að sækja. Hér er verið að leggja í stórhættu stærsta náttúrulega laxastofn landsins.“ Umræðurnar óþroskaðar Hugmyndir um Hvammsvirkjun hafi vaknað fyrst fyrir hálfri öld og þá hafi þessi atriði ekki verið fólki ofarlega í huga. „Umhverfismatið sem liggur að baki Hvammsvirkjun er tuttugu ára gamalt. Það breytist ansi margt á tuttugu árum. Ef við viljum horfa á einhvers konar almannahagsmuni og að þess vegna þurfi að virkja eru komnar upp mjög miklar efasemdir um að Hvammsvirkjun borgi sig yfir höfuð. Hún kostar hundrað milljarða,“ segir Snæbjörn. Hvorki Landsvirkjun né stjórnvöld hafi lagt í þá umræðu af neinni alvöru að hans sögn. „Ég held að umræða um Hvammsvirkjun og virkjanir í neðri hluta Þjórsár séu mjög óþroskaðar. Það þarf að fara miklu dýpra í það áður en Landsvirkjun heldur áfram í einhvers konar blindni.“
Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Það er eftir að fyrra leyfið var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar frá 9. júlí. Nú mun Landsvirkjun sækja um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri, þar sem undirbúningsvinna er sögð langt komin. 12. desember 2025 17:09 Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Tveir af fimm nefndarmönnum í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála skiluðu séráliti í máli þriggja náttúruverndarsamtaka, sem krefjast að framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar verði fellt úr gildi. Kröfu samtakanna var hafnað af meirihluta nefndarinnar. 30. október 2025 08:01 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Það er eftir að fyrra leyfið var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar frá 9. júlí. Nú mun Landsvirkjun sækja um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri, þar sem undirbúningsvinna er sögð langt komin. 12. desember 2025 17:09
Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Tveir af fimm nefndarmönnum í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála skiluðu séráliti í máli þriggja náttúruverndarsamtaka, sem krefjast að framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar verði fellt úr gildi. Kröfu samtakanna var hafnað af meirihluta nefndarinnar. 30. október 2025 08:01