„Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. maí 2025 17:41 Læknarnir segja framkvæmdirnar vanhelga kveðjustundir. Vísir/Samsett Fjórir læknar mótmæla fyrirætlunum hjúkrunarheimilisins Sóltúns um að framkvæmdir fari fram ofan á byggingunni á meðan heimilisfólkið er vistað þar. Þeir segja múrborar og hamarshögg vanhelga síðustu stundir íbúa með fjölskyldu og vinum. Á Sóltúni eru 92 rými en á þessu ári er fyrirhugað að fjölga rýmum um 67. Til stendur að ráðast í að koma upp svokallaðri léttbyggingu ofan á húsið svo að byggingin hækki um eina hæð. Þar að auki stendur til að lengja tvær fjögurra álma. Þessum framkvæmdum fylgir óhjákvæmilega mikið rask á starfsemi í húsinu en forstjórinn sagði í samtali við fréttastofu fyrr á árinu að þörfin á rýmum væri æpandi og eftirspurn gríðarleg. Allir eru íbúar til æviloka Einar Stefánsson augnlæknir, Jón Eyjólfur Jónsson öldrunarlæknir, Gestur I Pálsson barnalæknir og Jón Snædal öldrunarlæknir skrifuðu grein sem birtist í síðasta tölublaði Læknablaðsins þar sem þeir spyrja sig hvort heilabilaðir og fatlaðir íbúar hjúkrunarheimila hafi engan rétt. „Ákvörðun um byggingarframkvæmdir í Sóltúnshúsinu er tekin að íbúunum forspurðum. Íbúar hússins fá hvorki grenndarkynningu né andmælarétt. Ljóst má vera að eigendur venjulegs fjölbýlishúss í Reykjavík myndu ekki byggja heila hæð ofan á húsið án þess að kynna það íbúum, varla gera það án þeirra samþykkis og ekki detta í hug að íbúarnir búi í húsinu meðan byggingarframkvæmdir standa,“ skrifa þeir. Þeir segja heimilismenn hjúkrunarheimila eiga þar sitt heimili og lögheimili. Þeir greiði tekjutengda „húsaleigu“ sem fer hjá sumum yfir hálfa milljón króna á mánuði. Þetta fólk búi á hjúkrunarheimilinu til æviloka og eiga flestir sínar síðustu stundir þar. „[F]lestir núverandi íbúar munu eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum,“ skrifa læknarnir. Heilabilaðir eiga erfiðara með raskið Þeir segja fólk með langt gengna heilabilun sumt á svipuðu stigi og eins til tveggja ára barn. Það getur ekki talað, gengið eða verið sjálfbjarga. Rétt eins og ómálga smábörn þó finna þau fyrir kvíða og ótta, þó tjáningarhæfnin sé takmörkuð. „Sjúklingar með heilabilun eru enn verr settir en heilbrigðir sem verða fyrir hávaða og raski. Þeir gera sér síður grein fyrir ástæðum rasksins og skilja ekki skýringar starfsfólks og aðstandenda. Því eru auknar líkur á hræðslu og kvíða hjá sjúklingum með heilabilun,“ skrifar þeir. Framkvæmdirnar í Sóltúni muni vanhelga dýrmætar kveðjustundir ættingja og vina. „Allir sem nokkuð eru við aldur hafa upplifað andlát náinna ættmenna og vina. Andlát eru oft fyrirsjáanleg og síðustu dagana koma nánustu ættingjar og vinir til að sitja með sjúklingnum og kveðja. Flestum er þetta heilög stund. Á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum er leitast við að gera þessar stundir sjúklingsins og aðstandenda sem bestar, heilagar og virðulegar. Múrborar og hamarshögg, sem berast um alla veggi og loft, munu vanhelga þessa heilögu stund,“ skrifa þeir. Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Eldri borgarar Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Á Sóltúni eru 92 rými en á þessu ári er fyrirhugað að fjölga rýmum um 67. Til stendur að ráðast í að koma upp svokallaðri léttbyggingu ofan á húsið svo að byggingin hækki um eina hæð. Þar að auki stendur til að lengja tvær fjögurra álma. Þessum framkvæmdum fylgir óhjákvæmilega mikið rask á starfsemi í húsinu en forstjórinn sagði í samtali við fréttastofu fyrr á árinu að þörfin á rýmum væri æpandi og eftirspurn gríðarleg. Allir eru íbúar til æviloka Einar Stefánsson augnlæknir, Jón Eyjólfur Jónsson öldrunarlæknir, Gestur I Pálsson barnalæknir og Jón Snædal öldrunarlæknir skrifuðu grein sem birtist í síðasta tölublaði Læknablaðsins þar sem þeir spyrja sig hvort heilabilaðir og fatlaðir íbúar hjúkrunarheimila hafi engan rétt. „Ákvörðun um byggingarframkvæmdir í Sóltúnshúsinu er tekin að íbúunum forspurðum. Íbúar hússins fá hvorki grenndarkynningu né andmælarétt. Ljóst má vera að eigendur venjulegs fjölbýlishúss í Reykjavík myndu ekki byggja heila hæð ofan á húsið án þess að kynna það íbúum, varla gera það án þeirra samþykkis og ekki detta í hug að íbúarnir búi í húsinu meðan byggingarframkvæmdir standa,“ skrifa þeir. Þeir segja heimilismenn hjúkrunarheimila eiga þar sitt heimili og lögheimili. Þeir greiði tekjutengda „húsaleigu“ sem fer hjá sumum yfir hálfa milljón króna á mánuði. Þetta fólk búi á hjúkrunarheimilinu til æviloka og eiga flestir sínar síðustu stundir þar. „[F]lestir núverandi íbúar munu eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum,“ skrifa læknarnir. Heilabilaðir eiga erfiðara með raskið Þeir segja fólk með langt gengna heilabilun sumt á svipuðu stigi og eins til tveggja ára barn. Það getur ekki talað, gengið eða verið sjálfbjarga. Rétt eins og ómálga smábörn þó finna þau fyrir kvíða og ótta, þó tjáningarhæfnin sé takmörkuð. „Sjúklingar með heilabilun eru enn verr settir en heilbrigðir sem verða fyrir hávaða og raski. Þeir gera sér síður grein fyrir ástæðum rasksins og skilja ekki skýringar starfsfólks og aðstandenda. Því eru auknar líkur á hræðslu og kvíða hjá sjúklingum með heilabilun,“ skrifar þeir. Framkvæmdirnar í Sóltúni muni vanhelga dýrmætar kveðjustundir ættingja og vina. „Allir sem nokkuð eru við aldur hafa upplifað andlát náinna ættmenna og vina. Andlát eru oft fyrirsjáanleg og síðustu dagana koma nánustu ættingjar og vinir til að sitja með sjúklingnum og kveðja. Flestum er þetta heilög stund. Á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum er leitast við að gera þessar stundir sjúklingsins og aðstandenda sem bestar, heilagar og virðulegar. Múrborar og hamarshögg, sem berast um alla veggi og loft, munu vanhelga þessa heilögu stund,“ skrifa þeir.
Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Eldri borgarar Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira