Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sindri Sverrisson og Aron Guðmundsson skrifa 2. maí 2025 11:30 Klara Bjarnadóttir, formaður UMFG, á hátíðinni í Grindavík í gær þar sem ungir sem aldnir nutu þess í botn að geta leikið sér að nýju í íþróttum í bænum. Stöð 2 Gleðin skein úr hverju andliti í Grindavík í gær og bjartsýni var í lofti, þegar 90 ára afmæli UMFG var fagnað og íþróttamannvirki opnuð almenningi, í fyrsta sinn frá rýmingu vegna náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga. Íþróttasalurinn í Grindavík hafði verið lokaður almenningi frá því í nóvember 2023 en þar mátti í gær sjá fjölda Grindvíkinga njóta sín í íþróttum, á mikilli hátíðarstund. Á sama tíma var fótboltaæfing í gangi utandyra, á Stakkavíkurvelli, og mætingin í sundlaugina eins og frábærum sumardegi fyrir rýmingu, eins og fjallað var um í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Fréttina má sjá í spilaranum hér að neðan. Eins og fram kom í sameiginlegri yfirlýsingu UMFG og Grindavíkurbæjar í gær er róið að því öllum árum að Grindvíkingar fái nú loks aftur að styðja liðin sín í sínum heimabæ. „Þetta er mjög gleðileg stund. Gaman að það sé opið og gaman að sjá alla krakkana mætta. Þetta er bara eins og þetta var fyrir rýmingu og þetta var gott þá,“ sagði Jóhann Árni Ólafsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Grindavík og aðstoðarþjálfari karlaliðsins í körfubolta, við Aron Guðmundsson sem mætti á afmælishátíðina í gær. „Það er mjög góð tilfinning að sjá líf koma ekki bara í húsið heldur í bæinn. Þetta er vonandi stórt skref í átt að uppbyggingu samfélagsins og bæjarins í heild sinni,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, aðalþjálfari karlaliðsins í körfubolta. Samkvæmt yfirlýsingunni í gær mun knattspyrnudeild UMFG spila í Grindavík í sumar og körfuboltaliðin munu svo, ef allt gengur upp, einnig spila í Grindavík á næsta tímabili. Fótboltaæfingin á Stakkavíkurvelli í gær var fyrsta fría æfing Grindvíkinga í töluverðan tíma því félagið hefur þurft að leigja velli og æfingatíma þar sem það hefur boðist. Grindvíkingar munu þó klára yfirstandandi körfuboltaleiktíð í Smáranum í Kópavogi og mæta þar Stjörnunni í afar spennandi undanúrslitaeinvígi í kvöld. „Við tökum þetta í smáskömmtum. Fótboltinn tekur af skarið og verður með alla heimaleiki hérna í sumar og svo stefnum við á að karfan spili alla vega einhverja leiki hérna í haust, þegar nýtt tímabil byrjar. Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur,“ sagði Klara Bjarnadóttir, formaður UMFG, við Stöð 2 í gær. „Íþróttalífið er stór hluti af þessu góða og geggjaða samfélagi sem við eigum. Það að íþróttaliðin snúi aftur heim verður vonandi stórt skref í átt að því að hér rísi bærinn aftur,“ sagði Jóhann Þór. Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Grindavík UMF Grindavík Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira
Íþróttasalurinn í Grindavík hafði verið lokaður almenningi frá því í nóvember 2023 en þar mátti í gær sjá fjölda Grindvíkinga njóta sín í íþróttum, á mikilli hátíðarstund. Á sama tíma var fótboltaæfing í gangi utandyra, á Stakkavíkurvelli, og mætingin í sundlaugina eins og frábærum sumardegi fyrir rýmingu, eins og fjallað var um í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Fréttina má sjá í spilaranum hér að neðan. Eins og fram kom í sameiginlegri yfirlýsingu UMFG og Grindavíkurbæjar í gær er róið að því öllum árum að Grindvíkingar fái nú loks aftur að styðja liðin sín í sínum heimabæ. „Þetta er mjög gleðileg stund. Gaman að það sé opið og gaman að sjá alla krakkana mætta. Þetta er bara eins og þetta var fyrir rýmingu og þetta var gott þá,“ sagði Jóhann Árni Ólafsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Grindavík og aðstoðarþjálfari karlaliðsins í körfubolta, við Aron Guðmundsson sem mætti á afmælishátíðina í gær. „Það er mjög góð tilfinning að sjá líf koma ekki bara í húsið heldur í bæinn. Þetta er vonandi stórt skref í átt að uppbyggingu samfélagsins og bæjarins í heild sinni,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, aðalþjálfari karlaliðsins í körfubolta. Samkvæmt yfirlýsingunni í gær mun knattspyrnudeild UMFG spila í Grindavík í sumar og körfuboltaliðin munu svo, ef allt gengur upp, einnig spila í Grindavík á næsta tímabili. Fótboltaæfingin á Stakkavíkurvelli í gær var fyrsta fría æfing Grindvíkinga í töluverðan tíma því félagið hefur þurft að leigja velli og æfingatíma þar sem það hefur boðist. Grindvíkingar munu þó klára yfirstandandi körfuboltaleiktíð í Smáranum í Kópavogi og mæta þar Stjörnunni í afar spennandi undanúrslitaeinvígi í kvöld. „Við tökum þetta í smáskömmtum. Fótboltinn tekur af skarið og verður með alla heimaleiki hérna í sumar og svo stefnum við á að karfan spili alla vega einhverja leiki hérna í haust, þegar nýtt tímabil byrjar. Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur,“ sagði Klara Bjarnadóttir, formaður UMFG, við Stöð 2 í gær. „Íþróttalífið er stór hluti af þessu góða og geggjaða samfélagi sem við eigum. Það að íþróttaliðin snúi aftur heim verður vonandi stórt skref í átt að því að hér rísi bærinn aftur,“ sagði Jóhann Þór.
Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Grindavík UMF Grindavík Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn