Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. apríl 2025 15:00 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra vinnur að frumvarpi um öryggisráðstafanir sem tekur við hjá einstaklingum sem hafa verið metnir stórhættulegir og eru að ljúka afplánum í fangelsum landsins. Búist er við að úrræðið verði tilbúið næsta haust. Vísir Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisvistanna verði tvöfalt hærri á árinu en gert hafði verið ráð fyrir. Stórauka á framlög til málaflokksins á næstu árum og bæta lagaramma. Dómsmálaráðherra ætlar að legga fram frumvarp í haust um öryggisráðstafanir fyrir sérstaklega hættulega einstaklinga eftir fangelsisvist þeirra Áætlað var að útgjöld ríkissjóðs vegna öryggisvistanna um tuttugu einstaklinga á þessu ári yrðu ríflega sex hundruð milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er hins vegar gert ráð fyrir að þessi kostnaður tvöfaldist á árinu. Á næsta ári er svo búist við að kostnaðurinn verði kominn í ríflega þrjá milljarða króna. Kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisúrræða fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. Vísir Ríkisstjórnin kynnti á dögunum úrbætur þar sem fjölga á plássum á réttaröryggisdeild um átta og koma á fót sérstakri öryggisstofnun fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda. Þessar aðgerðir og málaflokkurinn í heild eiga að kosta ríkissjóð alls um 20 milljarða króna til ársins 2030. Hægt verði að lækka kostnað með nýjum lögum Kostnaður sveitarfélaga vegna málaflokksins er einnig gríðarlegur. Reykjavíkurborg varði til að mynda ríflega milljarði króna í öryggisráðstafanir vegna 35-40 einstaklinga með fjölþættan vanda á síðasta ári. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar sagði í fréttum okkar í vikunni að borgin væri að taka að sér mikinn kostnað án þess að henni væri það skylt. Mikilvægt væri að stjórnvöld skýrðu allan lagaramma í málaflokknum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir að slík vinna fari fram í nokkrum ráðuneytum. „Með skýrri stefnumótun og lagabreytingum er hægt að ná fram markvissari þjónustu sem myndi draga úr kostnaði hjá ríki og sveitarfélögum. Stóra markmiðið er að ná fram betri þjónustu. Við náum fram öryggi fyrir þennan hóp og aukum öryggistilfinningu almennings. Þannig að við séum með öryggisráðstafanir sem byggjast á skýrum lagaheimildum og lagaramma,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg segir að mikil stefnumótun og lagabreytingar eigi eftir að fara fram í sjö ráðuneytum málaflokknum, en hún komi með frumvarp í haust. „Í dómsmálaráðuneytinu er ég að vinna að frumvarpi sem ég legg fram í haust. Það fjallar um einstaklinga sem eru metnir mjög hættulegir og þurfi að vera í einhvers konar öryggisráðstöfunum eftir afplánun refsinga,“ segir Þorbjörg. Fangelsismál Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Áætlað var að útgjöld ríkissjóðs vegna öryggisvistanna um tuttugu einstaklinga á þessu ári yrðu ríflega sex hundruð milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er hins vegar gert ráð fyrir að þessi kostnaður tvöfaldist á árinu. Á næsta ári er svo búist við að kostnaðurinn verði kominn í ríflega þrjá milljarða króna. Kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisúrræða fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. Vísir Ríkisstjórnin kynnti á dögunum úrbætur þar sem fjölga á plássum á réttaröryggisdeild um átta og koma á fót sérstakri öryggisstofnun fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda. Þessar aðgerðir og málaflokkurinn í heild eiga að kosta ríkissjóð alls um 20 milljarða króna til ársins 2030. Hægt verði að lækka kostnað með nýjum lögum Kostnaður sveitarfélaga vegna málaflokksins er einnig gríðarlegur. Reykjavíkurborg varði til að mynda ríflega milljarði króna í öryggisráðstafanir vegna 35-40 einstaklinga með fjölþættan vanda á síðasta ári. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar sagði í fréttum okkar í vikunni að borgin væri að taka að sér mikinn kostnað án þess að henni væri það skylt. Mikilvægt væri að stjórnvöld skýrðu allan lagaramma í málaflokknum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir að slík vinna fari fram í nokkrum ráðuneytum. „Með skýrri stefnumótun og lagabreytingum er hægt að ná fram markvissari þjónustu sem myndi draga úr kostnaði hjá ríki og sveitarfélögum. Stóra markmiðið er að ná fram betri þjónustu. Við náum fram öryggi fyrir þennan hóp og aukum öryggistilfinningu almennings. Þannig að við séum með öryggisráðstafanir sem byggjast á skýrum lagaheimildum og lagaramma,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg segir að mikil stefnumótun og lagabreytingar eigi eftir að fara fram í sjö ráðuneytum málaflokknum, en hún komi með frumvarp í haust. „Í dómsmálaráðuneytinu er ég að vinna að frumvarpi sem ég legg fram í haust. Það fjallar um einstaklinga sem eru metnir mjög hættulegir og þurfi að vera í einhvers konar öryggisráðstöfunum eftir afplánun refsinga,“ segir Þorbjörg.
Fangelsismál Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira