Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Jón Þór Stefánsson skrifar 11. apríl 2025 08:37 Skinnið sem bækurnar voru bundnar gæti hafa komið frá Íslandi. Tilteknar miðaldabækur frá norðausturhluta Frakklands er lýst sem „dularfullum“ í umfjöllun New York Times vegna þess að fræðimenn áttu ansi erfitt með að segja til um hvers konar skinn var notað til að binda þær inn. Rannsókn hefur leitt í ljós að þær hafi líklega komið frá Skandinavíu, Skotlandi, Íslandi eða Grænlandi. Um hefur verið að ræða eins konar teikni- eða skissubækur, þar sem teiknaðar voru myndir af dýrum. Bækurnar, sem eru sextán talsins, rekja uppruna sinn til kaþólskra munka í Clairvaux-klaustrinu sem var stofnað árið 1115 í Champagne-Ardenne-héraðinu, þaðan sem kampavínið kemur. Í þessu klaustri var að finna eitt stærsta bókasafn miðalda. Þessar tilteknu bækur vöktu athygli vegna skinnsins sem þær voru bundnar inn í. Á því voru sérstakar hárþyrpingar. „Þessar bækur eru allt of hrjúfar og loðnar til að vera úr kálfaskinni,“ hefur New York Times eftir Matthew Collins, fornleifafræðingi við Kaupmannahafnarháskóla og Cambridge, en hann vann að rannsókn sem skar út um frá hvaða skepnu feldurinn kom. Það mun hafa verið talsverð þrautaganga að komast að upprunanum. Á miðvikudaginn voru niðurstöðurnar birtar, og þær eru að bækurnar voru bundnar inn með selskinni. Samkvæmt lífsýnarannsókn þykir líklegt að skinnið hafi komið frá Skandinavíu, Skotlandi, Grænlandi, eða Íslandi. Kort sem sýnir verslunarleiðir í Evrópu á miðöldum.Royal Society Open Science Í umfjöllun New York Times er bent á að á miðöldum hafi verið mikil verslun milli Norðurlandaþjóða og meginlands-Evrópu. Umrætt klaustur er langt inni í landi, en var þrátt fyrir það á fjölfarinni leið. Þá er tekið fram að á miðöldum hafi selaafurðir verið verðmætar. Kjöt, spik og vatnsheld skinn kom sér allt að góðum notum. Fram kemur að í Skandinavíu og Írlandi hafi selskinn verið notað til að binda inn bækur, en ekki hafi verið vitað um dæmi þess, fyrr en nú, á meginlandinu. Fornminjar Dýr Bókmenntir Frakkland Sjávarútvegur Bókasöfn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira
Um hefur verið að ræða eins konar teikni- eða skissubækur, þar sem teiknaðar voru myndir af dýrum. Bækurnar, sem eru sextán talsins, rekja uppruna sinn til kaþólskra munka í Clairvaux-klaustrinu sem var stofnað árið 1115 í Champagne-Ardenne-héraðinu, þaðan sem kampavínið kemur. Í þessu klaustri var að finna eitt stærsta bókasafn miðalda. Þessar tilteknu bækur vöktu athygli vegna skinnsins sem þær voru bundnar inn í. Á því voru sérstakar hárþyrpingar. „Þessar bækur eru allt of hrjúfar og loðnar til að vera úr kálfaskinni,“ hefur New York Times eftir Matthew Collins, fornleifafræðingi við Kaupmannahafnarháskóla og Cambridge, en hann vann að rannsókn sem skar út um frá hvaða skepnu feldurinn kom. Það mun hafa verið talsverð þrautaganga að komast að upprunanum. Á miðvikudaginn voru niðurstöðurnar birtar, og þær eru að bækurnar voru bundnar inn með selskinni. Samkvæmt lífsýnarannsókn þykir líklegt að skinnið hafi komið frá Skandinavíu, Skotlandi, Grænlandi, eða Íslandi. Kort sem sýnir verslunarleiðir í Evrópu á miðöldum.Royal Society Open Science Í umfjöllun New York Times er bent á að á miðöldum hafi verið mikil verslun milli Norðurlandaþjóða og meginlands-Evrópu. Umrætt klaustur er langt inni í landi, en var þrátt fyrir það á fjölfarinni leið. Þá er tekið fram að á miðöldum hafi selaafurðir verið verðmætar. Kjöt, spik og vatnsheld skinn kom sér allt að góðum notum. Fram kemur að í Skandinavíu og Írlandi hafi selskinn verið notað til að binda inn bækur, en ekki hafi verið vitað um dæmi þess, fyrr en nú, á meginlandinu.
Fornminjar Dýr Bókmenntir Frakkland Sjávarútvegur Bókasöfn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira