Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 10. apríl 2025 22:00 Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóð segir ánægjulegt að sátt sé um uppgjörið vegna skulda ÍL-sjóðs við lífeyrissjóðina. Vísir Framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs segir ánægjulegt að breið sátt hafði náðst meðal kröfuhafa um tillögu nefndar ráðherra vegna uppgjörs skulda ÍL-sjóðs við lífeyrissjóðina. Lífeyrissjóðir og aðrir kröfuhafar ÍL sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs samþykktu í dag tillögu um að gang að slitum sjóðsins og uppgjöri skuldabréfa. Alls samþykktu 81 prósent kröfuhafa að ganga að tillögu nefndar fjármála- og efnahagsráðherra um uppgjör á skuldum ÍL-sjóðs. Lífeyrissjóðirnir og aðrir kröfuhafar funduðu með stjórnvöldum í dag á Hilton Nordica í dag um tillögur sem mótaðar voru af bæði nefnd ráðherra, í henni sátu fulltrúar frá ráðuneyti og lífeyrissjóðum. „Það hefur þá þýðingu að nú getur þingið tekið málið til efnislegrar meðferðar. Það þarf fjáraukalög og samþykki í þinginu til þess að það sé hægt að ganga til þessara viðskipta og skipta út þeim skráðu skuldabréfum sem Íbúðalánasjóður, eins og þú sagðir, réttilega gaf út á sínum tíma, 2004,“ segir Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs um ákvörðun lífeyrissjóðanna að ganga að tillögu nefndar fjármála- og efnahagsráðherra um uppgjör á skuldum ÍL-sjóðs. Ólafur segir að með þessari ákvörðun sé töluverðri óvissu eytt. „Í sjálfu sér ánægjulegt að það liggi þá fyrir nokkuð breið sátt.“ Afrakstur viðræðna sem hófust fyrir ári Í tilkynningu frá stjórnarráðin um málið kemur fram að í dag hafi verið haldinn fundur skuldabréfaeigenda ÍL-sjóðs í flokkunum HFF34 og HFF44. Á fundinum hafi verið lögð fram tillaga að skilmálabreytingu bréfanna sem heimili útgefanda að gera bréfin upp með afhendingu tiltekinna eigna. Í tilkynningu stjórnarráðsins segir að tillagan sé niðurstaða rúmlega eins árs viðræðna ráðgjafa 18 lífeyrissjóða, sem saman fara með meirihluta skulda sjóðsins, og viðræðunefndar fjármála- og efnahagsráðherra. Alls hafi 81,4 prósent eigenda að kröfufjárhæð sem greiddu atkvæði á fundinum um HFF34 flokkinn, samþykkt tillöguna og 81,6 prósent eigenda að kröfufjárhæð sem greiddu atkvæði á fundinum um HFF44 flokkinn. Tillagan teljist því bindandi fyrir alla eigendur. Ráðherra hrósar og þakkar Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að fyrr í vikunni hafi verið birt frumvarp til fjáraukalaga og að ef það verði samþykkt á þingi hafi ráðherra nauðsynlegar heimildir Alþingis til að hægt sé að ganga til uppgjörs í samræmi við tillöguna sem er forsenda þess að mögulegt sé að slíta ÍL-sjóði. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að útgefandi tilkynni kröfuhafa með sjö daga fyrirvara að lágmarki ef hann ákveður að nýta heimild til uppgjörs. Þann 14. júní 2025 fellur tillagan úr gildi. „Ég fagna ákvörðun skuldabréfaeigenda, sem í flestum tilfellum eru lífeyrissjóðir landsins, um að samþykkja þetta tilboð um að ljúka uppgjöri ÍL-sjóðs. Þá vil ég nota tækifærið til þess að hrósa og þakka öllum aðilum málsins fyrir að hafa leyst þetta flókna úrlausnarefni og komast að sameiginlegri niðurstöðu íslensku samfélagi til heilla,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, að lokum. ÍL-sjóður Lífeyrissjóðir Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Alls samþykktu 81 prósent kröfuhafa að ganga að tillögu nefndar fjármála- og efnahagsráðherra um uppgjör á skuldum ÍL-sjóðs. Lífeyrissjóðirnir og aðrir kröfuhafar funduðu með stjórnvöldum í dag á Hilton Nordica í dag um tillögur sem mótaðar voru af bæði nefnd ráðherra, í henni sátu fulltrúar frá ráðuneyti og lífeyrissjóðum. „Það hefur þá þýðingu að nú getur þingið tekið málið til efnislegrar meðferðar. Það þarf fjáraukalög og samþykki í þinginu til þess að það sé hægt að ganga til þessara viðskipta og skipta út þeim skráðu skuldabréfum sem Íbúðalánasjóður, eins og þú sagðir, réttilega gaf út á sínum tíma, 2004,“ segir Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs um ákvörðun lífeyrissjóðanna að ganga að tillögu nefndar fjármála- og efnahagsráðherra um uppgjör á skuldum ÍL-sjóðs. Ólafur segir að með þessari ákvörðun sé töluverðri óvissu eytt. „Í sjálfu sér ánægjulegt að það liggi þá fyrir nokkuð breið sátt.“ Afrakstur viðræðna sem hófust fyrir ári Í tilkynningu frá stjórnarráðin um málið kemur fram að í dag hafi verið haldinn fundur skuldabréfaeigenda ÍL-sjóðs í flokkunum HFF34 og HFF44. Á fundinum hafi verið lögð fram tillaga að skilmálabreytingu bréfanna sem heimili útgefanda að gera bréfin upp með afhendingu tiltekinna eigna. Í tilkynningu stjórnarráðsins segir að tillagan sé niðurstaða rúmlega eins árs viðræðna ráðgjafa 18 lífeyrissjóða, sem saman fara með meirihluta skulda sjóðsins, og viðræðunefndar fjármála- og efnahagsráðherra. Alls hafi 81,4 prósent eigenda að kröfufjárhæð sem greiddu atkvæði á fundinum um HFF34 flokkinn, samþykkt tillöguna og 81,6 prósent eigenda að kröfufjárhæð sem greiddu atkvæði á fundinum um HFF44 flokkinn. Tillagan teljist því bindandi fyrir alla eigendur. Ráðherra hrósar og þakkar Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að fyrr í vikunni hafi verið birt frumvarp til fjáraukalaga og að ef það verði samþykkt á þingi hafi ráðherra nauðsynlegar heimildir Alþingis til að hægt sé að ganga til uppgjörs í samræmi við tillöguna sem er forsenda þess að mögulegt sé að slíta ÍL-sjóði. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að útgefandi tilkynni kröfuhafa með sjö daga fyrirvara að lágmarki ef hann ákveður að nýta heimild til uppgjörs. Þann 14. júní 2025 fellur tillagan úr gildi. „Ég fagna ákvörðun skuldabréfaeigenda, sem í flestum tilfellum eru lífeyrissjóðir landsins, um að samþykkja þetta tilboð um að ljúka uppgjöri ÍL-sjóðs. Þá vil ég nota tækifærið til þess að hrósa og þakka öllum aðilum málsins fyrir að hafa leyst þetta flókna úrlausnarefni og komast að sameiginlegri niðurstöðu íslensku samfélagi til heilla,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, að lokum.
ÍL-sjóður Lífeyrissjóðir Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira