Kauphöllin réttir við sér Eiður Þór Árnason skrifar 10. apríl 2025 10:19 Miklar hræringar hafa verið á hlutabréfamörkuðum að undanförnu. vísir/vilhelm Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er farinn að rétta úr kútnum eftir talsverðar lækkanir að undanförnu. Virði bréfa í öllum skráðum félögum hækkaði við opnun markaða í morgun og hefur Alvotech hækkað mest eða um 14,50%. Næst kemur Oculis með 12,37% hækkun og JBT Marel sem hafði farið upp um 9,76% þegar þetta er skrifað. OMX 15-vísitalan hefur hækkað um 5,46% og er nú komin upp fyrir það sem hún var föstudaginn 4. apríl. Bandarískir hlutabréfamarkaðir tóku við sér í gær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti óvænt að níutíu daga hlé yrði gert á gildistöku stóraukinna innflutningstolla. Í kjölfarið sást ein mesta hækkun hlutabréfaverðs í sögu Wall Street en stefnubreyting forsetans nær ekki til innflutnings frá Kína. Nú er staðan sú að öll lönd heims fá á sig tíu prósenta tollinn sem áður hafði verið boðaður, nema Kína en Trump hefur sett 125 prósenta toll á allar vörur þaðan. Kínverjar hafa sett tæplega níutíu prósenta tolla á vörur frá Bandaríkjunum á móti. Áfram verður 25 prósent tollur settur á alla innflutta bíla, stál og ál frá öðrum ríkjum en Kína. Ekki enn náð sér á strik Hlutabréfamarkaðir tóku talsverða dýfu víða um heim eftir að Bandaríkjastjórn tilkynnti umfangsmiklar hækkanir tolla á innfluttar vörur í síðustu viku. Þrátt fyrir hækkunina í morgun er íslenska OMX 15-vísitalan enn 7,76% lægri en hún var við lokun markaða þann 2. apríl, skömmu áður en Trump tilkynnti tollahækkanir sínar. Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta að gera hlé á tollunum og sáust hækkanir í flestum kauphöllum í gær og morgun eftir miklar lækkanir síðustu daga. Hlutabréfagreinandinn Snorri Jakobsson sagði á mánudag að lítil rök væru á bak við lækkanir margra íslenskra félaga, til að mynda þeirra sem hafa litla sem enga tengingu við Bandaríkjamarkað. Verðlækkanirnar megi að hans mati rekja til þess að fjárfestar hafi leitast við að flýja áhættu og selja hlutabréf sem beri mikla áhættu. Fréttin hefur verið uppfærð. Kauphöllin Tengdar fréttir Kauphallir rétta úr kútnum Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri óvæntu ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að bíða með ofurtollahækkanir sínar á öll lönd nema Kína og voru hækkanir í flestum kauphöllum álfunnar eftir miklar lækkanir síðustu daga. 10. apríl 2025 06:35 Enn ein eldrauð opnun Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hélt áfram að lækka þegar markaðir opnuðu í morgun. Mest hafði gengi bréfa í Alvotech lækkað, um tæp átta prósent. Velta með bréf hefur þó verið mjög lítil. 9. apríl 2025 10:20 Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Næst kemur Oculis með 12,37% hækkun og JBT Marel sem hafði farið upp um 9,76% þegar þetta er skrifað. OMX 15-vísitalan hefur hækkað um 5,46% og er nú komin upp fyrir það sem hún var föstudaginn 4. apríl. Bandarískir hlutabréfamarkaðir tóku við sér í gær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti óvænt að níutíu daga hlé yrði gert á gildistöku stóraukinna innflutningstolla. Í kjölfarið sást ein mesta hækkun hlutabréfaverðs í sögu Wall Street en stefnubreyting forsetans nær ekki til innflutnings frá Kína. Nú er staðan sú að öll lönd heims fá á sig tíu prósenta tollinn sem áður hafði verið boðaður, nema Kína en Trump hefur sett 125 prósenta toll á allar vörur þaðan. Kínverjar hafa sett tæplega níutíu prósenta tolla á vörur frá Bandaríkjunum á móti. Áfram verður 25 prósent tollur settur á alla innflutta bíla, stál og ál frá öðrum ríkjum en Kína. Ekki enn náð sér á strik Hlutabréfamarkaðir tóku talsverða dýfu víða um heim eftir að Bandaríkjastjórn tilkynnti umfangsmiklar hækkanir tolla á innfluttar vörur í síðustu viku. Þrátt fyrir hækkunina í morgun er íslenska OMX 15-vísitalan enn 7,76% lægri en hún var við lokun markaða þann 2. apríl, skömmu áður en Trump tilkynnti tollahækkanir sínar. Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta að gera hlé á tollunum og sáust hækkanir í flestum kauphöllum í gær og morgun eftir miklar lækkanir síðustu daga. Hlutabréfagreinandinn Snorri Jakobsson sagði á mánudag að lítil rök væru á bak við lækkanir margra íslenskra félaga, til að mynda þeirra sem hafa litla sem enga tengingu við Bandaríkjamarkað. Verðlækkanirnar megi að hans mati rekja til þess að fjárfestar hafi leitast við að flýja áhættu og selja hlutabréf sem beri mikla áhættu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kauphöllin Tengdar fréttir Kauphallir rétta úr kútnum Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri óvæntu ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að bíða með ofurtollahækkanir sínar á öll lönd nema Kína og voru hækkanir í flestum kauphöllum álfunnar eftir miklar lækkanir síðustu daga. 10. apríl 2025 06:35 Enn ein eldrauð opnun Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hélt áfram að lækka þegar markaðir opnuðu í morgun. Mest hafði gengi bréfa í Alvotech lækkað, um tæp átta prósent. Velta með bréf hefur þó verið mjög lítil. 9. apríl 2025 10:20 Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Kauphallir rétta úr kútnum Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri óvæntu ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að bíða með ofurtollahækkanir sínar á öll lönd nema Kína og voru hækkanir í flestum kauphöllum álfunnar eftir miklar lækkanir síðustu daga. 10. apríl 2025 06:35
Enn ein eldrauð opnun Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hélt áfram að lækka þegar markaðir opnuðu í morgun. Mest hafði gengi bréfa í Alvotech lækkað, um tæp átta prósent. Velta með bréf hefur þó verið mjög lítil. 9. apríl 2025 10:20