ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2025 12:41 Sagt var frá því þann 10. mars að viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hefðu saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs. Vísir/Hanna Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hefur ákveðið að ganga að tilboði ríkisins um uppgjör skuldabréfa ÍL-sjóðs sem kynnt var á dögunum. Frá þessi segir í tilkynningu frá sjóðnum. Þar kemur fram að LV hafi, frá því að tilboðið var kynnt þann 10. mars síðastliðinn, farið ítarlega yfir tillögur sem ráðgjafar lífeyrissjóða annars vegar og viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra hins vegar hafi lagt fram um uppgjör HFF34 og HFF44 bréfa og greidd verði atkvæði um á fundum skuldabréfaeigenda 10. apríl næstkomandi. „Í framkominni tillögu felst að kröfur verði efndar með afhendingu ríkisskuldabréfa, annarra verðbréfa og reiðufjár í gjaldeyri og íslenskum krónum, en samþykki 75% kröfuhafa á fundi þarf til að tillögurnar verði samþykktar. LV hefur að lokinni ítarlegri yfirferð og greiningu metið tilboðið ásættanlegt sé litið til heildarhagsmuna sjóðfélaga og mun því greiða atkvæði með tillögunum á fundum skuldabréfaeigenda,“ segir í tilkynningunni. Lán upp á 540 milljarða Sagt var frá því þann 10. mars að viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hefðu saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Sagði að ef tillögurnar myndu hljóta samþykki kröfuhafa og Alþingis myndi ríkið slá lán upp á 540 milljarða króna til þess að gera upp skuldir. Í tengslum við uppgjörið gæfi ríkissjóður út ný ríkisskuldabréf að fjárhæð 540 milljarða króna, þar sem meðal annars yrði gerð upp eldri skuld ríkissjóðs við ÍL-sjóð að fjárhæð 238 milljarða króna, auk þess sem ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum ÍL-sjóðs yrði gerð upp. Í uppgjörinu er virði HFF-bréfanna metið á 651 milljarða króna. Í uppgjörstillögunum felist að ÍL-sjóður og íslenska ríkið afhendi kröfuhöfum áðurnefnd ríkisskuldabréf að andvirði 540 milljarða króna, önnur verðbréf í eigu ÍL-sjóðs að andvirði 38 milljarða króna, gjaldeyri og reiðufé að andvirði 73 milljarða króna. Ríkissjóður muni svo taka við hluta af vaxtaberandi eignum ÍL-sjóðs, samtals að fjárhæð um 222 milljarða króna en þar sé um að ræða húsnæðislánasafn ÍL-sjóðs auk annarra verðbréfa. 190 þúsund sjóðsfélagar Um Lífeyrissjóður verzlunarmanna segir að um sé að ræða lífeyrissjóður með um 190 þúsund sjóðfélaga. Starfsemin felist í margvíslegum verkefnum varðandi móttöku iðgjalda, ávöxtun og umsýslu alþjóðlegs eignasafns sem og víðtæka þjónustu við sjóðfélaga. Árið 2024 greiddi sjóðurinn yfir 40 milljarða í lífeyri til um 27 þúsund sjóðfélaga. Fjármunir sjóðfélaga eru ávaxtaðir með gagnsæjum og ábyrgum hætti með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Eignasöfnin fimm námu yfir 1.458 milljörðum króna í árslok 2024 og er sjóðurinn því stærsti opni lífeyrissjóðurinn. ÍL-sjóður Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Bjarni Benediktsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, segist hafa talið þá leið sem valin hefur verið í málefnum ÍL-sjóðs þá bestu frá upphafi. Tal um „leið Bjarna“ í þeim efnum sé einkennilegt. 11. mars 2025 13:57 „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Fjármálaráðherra segir að það muni taka þjóðarbúið áratugi að greiða upp þá ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða króna sem Íbúðalánasjóður skildi eftir. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. 10. mars 2025 19:08 Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hafa saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs fagnar því að lausn ÍL-sjóðsmálsins gæti verið í sjónmáli. 10. mars 2025 12:34 Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Í hádegisfréttum verður fjallað um ÍL-sjóðinn og samkomulag sem skýrt var frá í morgun og varðar uppgjör á sjóðnum en málið hefur verið þrætuepli á milli ríkisins og lífeyrissjóða landsins síðustu misserin. 10. mars 2025 11:45 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Frá þessi segir í tilkynningu frá sjóðnum. Þar kemur fram að LV hafi, frá því að tilboðið var kynnt þann 10. mars síðastliðinn, farið ítarlega yfir tillögur sem ráðgjafar lífeyrissjóða annars vegar og viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra hins vegar hafi lagt fram um uppgjör HFF34 og HFF44 bréfa og greidd verði atkvæði um á fundum skuldabréfaeigenda 10. apríl næstkomandi. „Í framkominni tillögu felst að kröfur verði efndar með afhendingu ríkisskuldabréfa, annarra verðbréfa og reiðufjár í gjaldeyri og íslenskum krónum, en samþykki 75% kröfuhafa á fundi þarf til að tillögurnar verði samþykktar. LV hefur að lokinni ítarlegri yfirferð og greiningu metið tilboðið ásættanlegt sé litið til heildarhagsmuna sjóðfélaga og mun því greiða atkvæði með tillögunum á fundum skuldabréfaeigenda,“ segir í tilkynningunni. Lán upp á 540 milljarða Sagt var frá því þann 10. mars að viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hefðu saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Sagði að ef tillögurnar myndu hljóta samþykki kröfuhafa og Alþingis myndi ríkið slá lán upp á 540 milljarða króna til þess að gera upp skuldir. Í tengslum við uppgjörið gæfi ríkissjóður út ný ríkisskuldabréf að fjárhæð 540 milljarða króna, þar sem meðal annars yrði gerð upp eldri skuld ríkissjóðs við ÍL-sjóð að fjárhæð 238 milljarða króna, auk þess sem ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum ÍL-sjóðs yrði gerð upp. Í uppgjörinu er virði HFF-bréfanna metið á 651 milljarða króna. Í uppgjörstillögunum felist að ÍL-sjóður og íslenska ríkið afhendi kröfuhöfum áðurnefnd ríkisskuldabréf að andvirði 540 milljarða króna, önnur verðbréf í eigu ÍL-sjóðs að andvirði 38 milljarða króna, gjaldeyri og reiðufé að andvirði 73 milljarða króna. Ríkissjóður muni svo taka við hluta af vaxtaberandi eignum ÍL-sjóðs, samtals að fjárhæð um 222 milljarða króna en þar sé um að ræða húsnæðislánasafn ÍL-sjóðs auk annarra verðbréfa. 190 þúsund sjóðsfélagar Um Lífeyrissjóður verzlunarmanna segir að um sé að ræða lífeyrissjóður með um 190 þúsund sjóðfélaga. Starfsemin felist í margvíslegum verkefnum varðandi móttöku iðgjalda, ávöxtun og umsýslu alþjóðlegs eignasafns sem og víðtæka þjónustu við sjóðfélaga. Árið 2024 greiddi sjóðurinn yfir 40 milljarða í lífeyri til um 27 þúsund sjóðfélaga. Fjármunir sjóðfélaga eru ávaxtaðir með gagnsæjum og ábyrgum hætti með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Eignasöfnin fimm námu yfir 1.458 milljörðum króna í árslok 2024 og er sjóðurinn því stærsti opni lífeyrissjóðurinn.
ÍL-sjóður Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Bjarni Benediktsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, segist hafa talið þá leið sem valin hefur verið í málefnum ÍL-sjóðs þá bestu frá upphafi. Tal um „leið Bjarna“ í þeim efnum sé einkennilegt. 11. mars 2025 13:57 „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Fjármálaráðherra segir að það muni taka þjóðarbúið áratugi að greiða upp þá ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða króna sem Íbúðalánasjóður skildi eftir. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. 10. mars 2025 19:08 Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hafa saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs fagnar því að lausn ÍL-sjóðsmálsins gæti verið í sjónmáli. 10. mars 2025 12:34 Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Í hádegisfréttum verður fjallað um ÍL-sjóðinn og samkomulag sem skýrt var frá í morgun og varðar uppgjör á sjóðnum en málið hefur verið þrætuepli á milli ríkisins og lífeyrissjóða landsins síðustu misserin. 10. mars 2025 11:45 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Bjarni Benediktsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, segist hafa talið þá leið sem valin hefur verið í málefnum ÍL-sjóðs þá bestu frá upphafi. Tal um „leið Bjarna“ í þeim efnum sé einkennilegt. 11. mars 2025 13:57
„Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Fjármálaráðherra segir að það muni taka þjóðarbúið áratugi að greiða upp þá ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða króna sem Íbúðalánasjóður skildi eftir. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. 10. mars 2025 19:08
Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hafa saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs fagnar því að lausn ÍL-sjóðsmálsins gæti verið í sjónmáli. 10. mars 2025 12:34
Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Í hádegisfréttum verður fjallað um ÍL-sjóðinn og samkomulag sem skýrt var frá í morgun og varðar uppgjör á sjóðnum en málið hefur verið þrætuepli á milli ríkisins og lífeyrissjóða landsins síðustu misserin. 10. mars 2025 11:45