ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2025 12:41 Sagt var frá því þann 10. mars að viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hefðu saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs. Vísir/Hanna Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hefur ákveðið að ganga að tilboði ríkisins um uppgjör skuldabréfa ÍL-sjóðs sem kynnt var á dögunum. Frá þessi segir í tilkynningu frá sjóðnum. Þar kemur fram að LV hafi, frá því að tilboðið var kynnt þann 10. mars síðastliðinn, farið ítarlega yfir tillögur sem ráðgjafar lífeyrissjóða annars vegar og viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra hins vegar hafi lagt fram um uppgjör HFF34 og HFF44 bréfa og greidd verði atkvæði um á fundum skuldabréfaeigenda 10. apríl næstkomandi. „Í framkominni tillögu felst að kröfur verði efndar með afhendingu ríkisskuldabréfa, annarra verðbréfa og reiðufjár í gjaldeyri og íslenskum krónum, en samþykki 75% kröfuhafa á fundi þarf til að tillögurnar verði samþykktar. LV hefur að lokinni ítarlegri yfirferð og greiningu metið tilboðið ásættanlegt sé litið til heildarhagsmuna sjóðfélaga og mun því greiða atkvæði með tillögunum á fundum skuldabréfaeigenda,“ segir í tilkynningunni. Lán upp á 540 milljarða Sagt var frá því þann 10. mars að viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hefðu saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Sagði að ef tillögurnar myndu hljóta samþykki kröfuhafa og Alþingis myndi ríkið slá lán upp á 540 milljarða króna til þess að gera upp skuldir. Í tengslum við uppgjörið gæfi ríkissjóður út ný ríkisskuldabréf að fjárhæð 540 milljarða króna, þar sem meðal annars yrði gerð upp eldri skuld ríkissjóðs við ÍL-sjóð að fjárhæð 238 milljarða króna, auk þess sem ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum ÍL-sjóðs yrði gerð upp. Í uppgjörinu er virði HFF-bréfanna metið á 651 milljarða króna. Í uppgjörstillögunum felist að ÍL-sjóður og íslenska ríkið afhendi kröfuhöfum áðurnefnd ríkisskuldabréf að andvirði 540 milljarða króna, önnur verðbréf í eigu ÍL-sjóðs að andvirði 38 milljarða króna, gjaldeyri og reiðufé að andvirði 73 milljarða króna. Ríkissjóður muni svo taka við hluta af vaxtaberandi eignum ÍL-sjóðs, samtals að fjárhæð um 222 milljarða króna en þar sé um að ræða húsnæðislánasafn ÍL-sjóðs auk annarra verðbréfa. 190 þúsund sjóðsfélagar Um Lífeyrissjóður verzlunarmanna segir að um sé að ræða lífeyrissjóður með um 190 þúsund sjóðfélaga. Starfsemin felist í margvíslegum verkefnum varðandi móttöku iðgjalda, ávöxtun og umsýslu alþjóðlegs eignasafns sem og víðtæka þjónustu við sjóðfélaga. Árið 2024 greiddi sjóðurinn yfir 40 milljarða í lífeyri til um 27 þúsund sjóðfélaga. Fjármunir sjóðfélaga eru ávaxtaðir með gagnsæjum og ábyrgum hætti með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Eignasöfnin fimm námu yfir 1.458 milljörðum króna í árslok 2024 og er sjóðurinn því stærsti opni lífeyrissjóðurinn. ÍL-sjóður Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Bjarni Benediktsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, segist hafa talið þá leið sem valin hefur verið í málefnum ÍL-sjóðs þá bestu frá upphafi. Tal um „leið Bjarna“ í þeim efnum sé einkennilegt. 11. mars 2025 13:57 „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Fjármálaráðherra segir að það muni taka þjóðarbúið áratugi að greiða upp þá ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða króna sem Íbúðalánasjóður skildi eftir. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. 10. mars 2025 19:08 Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hafa saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs fagnar því að lausn ÍL-sjóðsmálsins gæti verið í sjónmáli. 10. mars 2025 12:34 Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Í hádegisfréttum verður fjallað um ÍL-sjóðinn og samkomulag sem skýrt var frá í morgun og varðar uppgjör á sjóðnum en málið hefur verið þrætuepli á milli ríkisins og lífeyrissjóða landsins síðustu misserin. 10. mars 2025 11:45 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Frá þessi segir í tilkynningu frá sjóðnum. Þar kemur fram að LV hafi, frá því að tilboðið var kynnt þann 10. mars síðastliðinn, farið ítarlega yfir tillögur sem ráðgjafar lífeyrissjóða annars vegar og viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra hins vegar hafi lagt fram um uppgjör HFF34 og HFF44 bréfa og greidd verði atkvæði um á fundum skuldabréfaeigenda 10. apríl næstkomandi. „Í framkominni tillögu felst að kröfur verði efndar með afhendingu ríkisskuldabréfa, annarra verðbréfa og reiðufjár í gjaldeyri og íslenskum krónum, en samþykki 75% kröfuhafa á fundi þarf til að tillögurnar verði samþykktar. LV hefur að lokinni ítarlegri yfirferð og greiningu metið tilboðið ásættanlegt sé litið til heildarhagsmuna sjóðfélaga og mun því greiða atkvæði með tillögunum á fundum skuldabréfaeigenda,“ segir í tilkynningunni. Lán upp á 540 milljarða Sagt var frá því þann 10. mars að viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hefðu saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Sagði að ef tillögurnar myndu hljóta samþykki kröfuhafa og Alþingis myndi ríkið slá lán upp á 540 milljarða króna til þess að gera upp skuldir. Í tengslum við uppgjörið gæfi ríkissjóður út ný ríkisskuldabréf að fjárhæð 540 milljarða króna, þar sem meðal annars yrði gerð upp eldri skuld ríkissjóðs við ÍL-sjóð að fjárhæð 238 milljarða króna, auk þess sem ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum ÍL-sjóðs yrði gerð upp. Í uppgjörinu er virði HFF-bréfanna metið á 651 milljarða króna. Í uppgjörstillögunum felist að ÍL-sjóður og íslenska ríkið afhendi kröfuhöfum áðurnefnd ríkisskuldabréf að andvirði 540 milljarða króna, önnur verðbréf í eigu ÍL-sjóðs að andvirði 38 milljarða króna, gjaldeyri og reiðufé að andvirði 73 milljarða króna. Ríkissjóður muni svo taka við hluta af vaxtaberandi eignum ÍL-sjóðs, samtals að fjárhæð um 222 milljarða króna en þar sé um að ræða húsnæðislánasafn ÍL-sjóðs auk annarra verðbréfa. 190 þúsund sjóðsfélagar Um Lífeyrissjóður verzlunarmanna segir að um sé að ræða lífeyrissjóður með um 190 þúsund sjóðfélaga. Starfsemin felist í margvíslegum verkefnum varðandi móttöku iðgjalda, ávöxtun og umsýslu alþjóðlegs eignasafns sem og víðtæka þjónustu við sjóðfélaga. Árið 2024 greiddi sjóðurinn yfir 40 milljarða í lífeyri til um 27 þúsund sjóðfélaga. Fjármunir sjóðfélaga eru ávaxtaðir með gagnsæjum og ábyrgum hætti með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Eignasöfnin fimm námu yfir 1.458 milljörðum króna í árslok 2024 og er sjóðurinn því stærsti opni lífeyrissjóðurinn.
ÍL-sjóður Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Bjarni Benediktsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, segist hafa talið þá leið sem valin hefur verið í málefnum ÍL-sjóðs þá bestu frá upphafi. Tal um „leið Bjarna“ í þeim efnum sé einkennilegt. 11. mars 2025 13:57 „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Fjármálaráðherra segir að það muni taka þjóðarbúið áratugi að greiða upp þá ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða króna sem Íbúðalánasjóður skildi eftir. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. 10. mars 2025 19:08 Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hafa saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs fagnar því að lausn ÍL-sjóðsmálsins gæti verið í sjónmáli. 10. mars 2025 12:34 Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Í hádegisfréttum verður fjallað um ÍL-sjóðinn og samkomulag sem skýrt var frá í morgun og varðar uppgjör á sjóðnum en málið hefur verið þrætuepli á milli ríkisins og lífeyrissjóða landsins síðustu misserin. 10. mars 2025 11:45 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Bjarni Benediktsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, segist hafa talið þá leið sem valin hefur verið í málefnum ÍL-sjóðs þá bestu frá upphafi. Tal um „leið Bjarna“ í þeim efnum sé einkennilegt. 11. mars 2025 13:57
„Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Fjármálaráðherra segir að það muni taka þjóðarbúið áratugi að greiða upp þá ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða króna sem Íbúðalánasjóður skildi eftir. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. 10. mars 2025 19:08
Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hafa saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs fagnar því að lausn ÍL-sjóðsmálsins gæti verið í sjónmáli. 10. mars 2025 12:34
Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Í hádegisfréttum verður fjallað um ÍL-sjóðinn og samkomulag sem skýrt var frá í morgun og varðar uppgjör á sjóðnum en málið hefur verið þrætuepli á milli ríkisins og lífeyrissjóða landsins síðustu misserin. 10. mars 2025 11:45