Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. apríl 2025 19:33 Samantekt á fjölda skota á hvert dýr leiddi í ljós að af 24 dýrum voru 5 tvískotin. Fyrsta langreyðurin sem Hvalur hf. skaut eftir að veiðar hófust á ný, eftir tímabundna stöðvun, háði 35 mínútna dauðastríð. Fréttastofa hefur undir höndum myndbandsupptökur af atvikinu. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir þetta sýna að ekki sé hægt að veiða stórhveli með mannúðlegum hætti. Hvalveiðivertíðin 2023 átti að hefjast þann 21. júní en þáverandi matvælaráðherra seinkaði þeim til 1. september með reglugerð vegna álits fagráðs um velferð dýra þess efnis að veiðiaðferðirnar við veiðar á stórhvelum samræmdust ekki lögum um velferð dýra. Samkvæmt eftirlitsskýrslu MAST voru 14 kvendýr og 9 karldýr drepin á umræddri vertíð. Ekki reyndist unnt að skrá kyn á einu dýrinu því það tapaðist og sökk til botns þegar lína slitnaði. Ein kýr var þá skráð með fóstri. Samantekt á fjölda skota á hvert dýr leiddi í ljós að af 24 dýrum voru 5 tvískotin. Á Hval 8 voru þrjú dýr skotin tveimur skotum en á Hval 9 voru þau tvö. Í skýrslunni er þá tilgreindur dauðatími hvers hvals. Sautján dýr drápust samstundis, tvö dýr á einni til fimm mínútum, þrjú á sex til tíu mínútum og eitt á ellefu til fimmtán mínútum. Eitt þeirra háði þá þrjátíu og fimm mínútna dauðastríð. Ísland sé hluti af stærri heild og beri ábyrgð Katrín Oddsdóttir er lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Mér finnst þetta óhugnanlegt og hræðilegt að sjá að dýrið hefur kvalist svona lengi. Fyrst og fremst finnst mér þetta sýna, svo sem það sem við vitum að það er ekki hægt að tryggja það að svona stórir hvalir séu veiddir með mannúðlegum hætti.“ Katrín segist nema mikla skautun í samfélaginu í afstöðu til hvalveiða. „Sumir telja þetta vera algjörlega frábært og vera partur af okkar fullveldi og annað en ég held við þurfum að fara að átta okkur á því að við erum ekki lítil eining, við erum partur af stærri heild.“ Og sem slík beri Ísland ábyrgð. „Við höfum skuldbundið okkur að hjálpa til við það markmið sem er að bjarga hafinu og þar spila hvalir einfaldlega lykilhlutverk. Ég veit til þess að það er verið að undirbúa lögfræðilegar aðgerðir gegn Íslandi vegna þess að við þrjóskumst við og höldum þessu óarðbæru veiðum áfram þrátt fyrir að vita betur og ég held að þegar við fáum svona sannanir í fangið eins og þessi myndbönd, þá verðum við að hafa hugrekki til að krefja okkar stjórnvöld um að stoppa þetta.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hvalir Tengdar fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína. 23. desember 2024 13:11 Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Starfandi matvælaráðherra segir nauðsynlegt að Hvalur hf. hafi fyrirsjáanleika í rekstri og því hafi hann gefið út fimm ára hvalveiðileyfi sem endurnýjast sjálfkrafa á hverju ári. Hann hafi ekki haft tíma til að taka ákvörðun fyrir kosningar. Óþarfi sé að bíða eftir niðurstöðu starfshóps sem rýnir lagaumgjörð hvalveiða áður en slík ákvörðun er tekin. 20. desember 2024 19:02 Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Núgildandi lög um hvalveiðar eru löngu úrelt að mati lagaprófessors og fyrrum ráðgjafa stjórnvalda í hvalveiðum. Við ákvarðanatöku sé hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baðkari. Stjórnarmaður í Dýraverndarsamtökum Íslands sakar starfandi matvælaráðherra um valdníðslu með því að veita í raun ótímabundið leyfi til hvalveiða. 18. desember 2024 19:30 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Hvalveiðivertíðin 2023 átti að hefjast þann 21. júní en þáverandi matvælaráðherra seinkaði þeim til 1. september með reglugerð vegna álits fagráðs um velferð dýra þess efnis að veiðiaðferðirnar við veiðar á stórhvelum samræmdust ekki lögum um velferð dýra. Samkvæmt eftirlitsskýrslu MAST voru 14 kvendýr og 9 karldýr drepin á umræddri vertíð. Ekki reyndist unnt að skrá kyn á einu dýrinu því það tapaðist og sökk til botns þegar lína slitnaði. Ein kýr var þá skráð með fóstri. Samantekt á fjölda skota á hvert dýr leiddi í ljós að af 24 dýrum voru 5 tvískotin. Á Hval 8 voru þrjú dýr skotin tveimur skotum en á Hval 9 voru þau tvö. Í skýrslunni er þá tilgreindur dauðatími hvers hvals. Sautján dýr drápust samstundis, tvö dýr á einni til fimm mínútum, þrjú á sex til tíu mínútum og eitt á ellefu til fimmtán mínútum. Eitt þeirra háði þá þrjátíu og fimm mínútna dauðastríð. Ísland sé hluti af stærri heild og beri ábyrgð Katrín Oddsdóttir er lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Mér finnst þetta óhugnanlegt og hræðilegt að sjá að dýrið hefur kvalist svona lengi. Fyrst og fremst finnst mér þetta sýna, svo sem það sem við vitum að það er ekki hægt að tryggja það að svona stórir hvalir séu veiddir með mannúðlegum hætti.“ Katrín segist nema mikla skautun í samfélaginu í afstöðu til hvalveiða. „Sumir telja þetta vera algjörlega frábært og vera partur af okkar fullveldi og annað en ég held við þurfum að fara að átta okkur á því að við erum ekki lítil eining, við erum partur af stærri heild.“ Og sem slík beri Ísland ábyrgð. „Við höfum skuldbundið okkur að hjálpa til við það markmið sem er að bjarga hafinu og þar spila hvalir einfaldlega lykilhlutverk. Ég veit til þess að það er verið að undirbúa lögfræðilegar aðgerðir gegn Íslandi vegna þess að við þrjóskumst við og höldum þessu óarðbæru veiðum áfram þrátt fyrir að vita betur og ég held að þegar við fáum svona sannanir í fangið eins og þessi myndbönd, þá verðum við að hafa hugrekki til að krefja okkar stjórnvöld um að stoppa þetta.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hvalir Tengdar fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína. 23. desember 2024 13:11 Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Starfandi matvælaráðherra segir nauðsynlegt að Hvalur hf. hafi fyrirsjáanleika í rekstri og því hafi hann gefið út fimm ára hvalveiðileyfi sem endurnýjast sjálfkrafa á hverju ári. Hann hafi ekki haft tíma til að taka ákvörðun fyrir kosningar. Óþarfi sé að bíða eftir niðurstöðu starfshóps sem rýnir lagaumgjörð hvalveiða áður en slík ákvörðun er tekin. 20. desember 2024 19:02 Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Núgildandi lög um hvalveiðar eru löngu úrelt að mati lagaprófessors og fyrrum ráðgjafa stjórnvalda í hvalveiðum. Við ákvarðanatöku sé hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baðkari. Stjórnarmaður í Dýraverndarsamtökum Íslands sakar starfandi matvælaráðherra um valdníðslu með því að veita í raun ótímabundið leyfi til hvalveiða. 18. desember 2024 19:30 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína. 23. desember 2024 13:11
Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Starfandi matvælaráðherra segir nauðsynlegt að Hvalur hf. hafi fyrirsjáanleika í rekstri og því hafi hann gefið út fimm ára hvalveiðileyfi sem endurnýjast sjálfkrafa á hverju ári. Hann hafi ekki haft tíma til að taka ákvörðun fyrir kosningar. Óþarfi sé að bíða eftir niðurstöðu starfshóps sem rýnir lagaumgjörð hvalveiða áður en slík ákvörðun er tekin. 20. desember 2024 19:02
Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Núgildandi lög um hvalveiðar eru löngu úrelt að mati lagaprófessors og fyrrum ráðgjafa stjórnvalda í hvalveiðum. Við ákvarðanatöku sé hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baðkari. Stjórnarmaður í Dýraverndarsamtökum Íslands sakar starfandi matvælaráðherra um valdníðslu með því að veita í raun ótímabundið leyfi til hvalveiða. 18. desember 2024 19:30