Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar 7. apríl 2025 14:02 Um daginn sá ég myndband sem fékk mig til að staldra við. Þar sást kennari ganga um skólann sinn, gefa nemendum og samstarfsfólki fimmur og faðma – og það var eins og andrúmsloftið breyttist. Bros blossuðu upp, hlátur bergmálaði og allir virtust aðeins léttari á sér. Þetta var ekki flókið. Ekki dýrt. Bara manneskja sem valdi að veita öðrum athygli og jákvæða orku. Og mér fannst þetta æðislegt. Við lifum á tímum þar sem streita, kvíði og félagsleg einangrun eru allt of algeng. Fólk talar um vöntun á tengslum og að við séum alltaf á hraðferð. En hvað ef við gætum breytt stemningunni í kringum okkur með litlum, einföldum hlutum? Eins og fimmunni. Að gefa fimmu er meira en bara að skella saman lófum. Það er viðurkenning. Það segir: „Ég sé þig.“ Það skapar tengingu, jafnvel í stutta stund. Þetta er eitthvað sem börn gera náttúrulega, en fullorðna fólkið gleymir oft – jafnvel kennarar og aðrir sem vinna með fólki. En áhrifin eru raunveruleg, og þau smita út frá sér. Ég held að við ættum öll að temja okkur það að gefa fimmur oftar. Ekki bara í frístundastarfi og skólum, heldur á vinnustöðum, heima, í ræktinni eða bara í göngutúr. Það kostar ekkert að vera aðeins meira til staðar. Kannski væri heimurinn aðeins betri ef við gæfum öll hvort öðru fimmu. Höfundur er sjálfskipaður talsmaður fimmunar. Til útskýringar fimma er þegar tvær manneskjur mætast og rétta aðra höndina upp og slá lófum saman. high five útskýrt af Oxford orðabókinni a gesture of celebration or greeting in which two people slap each other's palms with their arms raised. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Geðheilbrigði Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Um daginn sá ég myndband sem fékk mig til að staldra við. Þar sást kennari ganga um skólann sinn, gefa nemendum og samstarfsfólki fimmur og faðma – og það var eins og andrúmsloftið breyttist. Bros blossuðu upp, hlátur bergmálaði og allir virtust aðeins léttari á sér. Þetta var ekki flókið. Ekki dýrt. Bara manneskja sem valdi að veita öðrum athygli og jákvæða orku. Og mér fannst þetta æðislegt. Við lifum á tímum þar sem streita, kvíði og félagsleg einangrun eru allt of algeng. Fólk talar um vöntun á tengslum og að við séum alltaf á hraðferð. En hvað ef við gætum breytt stemningunni í kringum okkur með litlum, einföldum hlutum? Eins og fimmunni. Að gefa fimmu er meira en bara að skella saman lófum. Það er viðurkenning. Það segir: „Ég sé þig.“ Það skapar tengingu, jafnvel í stutta stund. Þetta er eitthvað sem börn gera náttúrulega, en fullorðna fólkið gleymir oft – jafnvel kennarar og aðrir sem vinna með fólki. En áhrifin eru raunveruleg, og þau smita út frá sér. Ég held að við ættum öll að temja okkur það að gefa fimmur oftar. Ekki bara í frístundastarfi og skólum, heldur á vinnustöðum, heima, í ræktinni eða bara í göngutúr. Það kostar ekkert að vera aðeins meira til staðar. Kannski væri heimurinn aðeins betri ef við gæfum öll hvort öðru fimmu. Höfundur er sjálfskipaður talsmaður fimmunar. Til útskýringar fimma er þegar tvær manneskjur mætast og rétta aðra höndina upp og slá lófum saman. high five útskýrt af Oxford orðabókinni a gesture of celebration or greeting in which two people slap each other's palms with their arms raised.
Til útskýringar fimma er þegar tvær manneskjur mætast og rétta aðra höndina upp og slá lófum saman. high five útskýrt af Oxford orðabókinni a gesture of celebration or greeting in which two people slap each other's palms with their arms raised.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar