Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. apríl 2025 08:16 Við höfum verið hér áður. Í kreppunni miklu settu Bandaríkin háa tolla á innfluttar vörur, t.d. með svokallaðri Smoot-Hawley Tariff Act sem hækkaði tolla á meira en 20.000 vörutegundir. Viðbrögð viðskiptaríkja voru að hækka tolla á vörur frá Bandaríkjunum. Breski hagfræðingurinn Joan Robinson skrifaði af þessu tilefni grein þar sem hún benti á að sú aðgerð að setja tolla á þau ríki sem setja tolla á þig væri álíka skynsamlegt og að fylla höfnina sína af grjóti vegna þess að strandir viðskiptaríkja væru grýttar! Með þessu vildi hún draga fram að tollar koma harðast niður á neytendum og fyrirtækjum þeirra ríkja sem setja tollinn á. Það er einfaldlega ekkert á þeim að græða. Samningar í stað tollastríðs Nú er tollastríð milli okkar helstu vina og viðskiptaríkja, á tíma þegar það er mikilvægt að lýðræðisríki standi þétt saman. Ísland hefur til þessa sloppið hlutfallslega vel, en það getur breyst fljótt. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að Ísland verður fyrir margskonar áhrifum af tollastríðinu, meðal annars þar sem hagvöxtur dregst saman í viðskiptaríkjum okkar og eftirspurn eftir vörum og þjónustu minnkar, þar með talið ferðaþjónustu. Í stað þess að auka viðskiptahömlur ættum við að draga úr þeim. 33 milljarða ávinningur á ári Ísland er opið og útflutningsmiðað hagkerfi. Við höfum í áratugi unnið að því að byggja upp öflugt net fríverslunarsamninga í samstarfi við vini okkar í EFTA; Sviss, Noreg og Liechtenstein. Þessir samningar lækka ekki aðeins tolla heldur skapa stöðug, reglumiðuð og fyrirsjáanleg viðskiptaskilyrði fyrir okkar atvinnulíf. Íslenskir útflytjendur nutu að minnsta kosti 33 milljarða króna ávinnings af tollfríðindum á síðasta ári á grundvelli EES-samningsins og annarra fríverslunarsamninga sem gerðir hafa verið á grunni aðildar Íslands að EFTA, eins og fram kemur í nýrri úttekt utanríkisráðuneytisins, Skattsins og EFTA skrifstofunnar. Samstarf um opin viðskipti Það er sérstaklega mikilvægt að fulltrúar Íslands noti hvert tækifæri til að ítreka mikilvægi frjálsra viðskipta, sérstaklega núna á tímum vaxandi verndarstefnu og óvissu í alþjóðaviðskiptakerfinu. Á sama tíma þurfa stjórnvöld og atvinnulíf að vinna þétt saman. Viðskiptahindranir skapa ekki verðmæti og þó að það sé freistandi fyrir ríki að bregðast við tollum með tollum, er mikil hætta á að slík viðbrögð bitni harðast á neytendum heima fyrir. Eins og orðatiltækið segir, þú getur ekki drukkið eitur og ætlast til að óvinur þinn deyi. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skattar og tollar Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við höfum verið hér áður. Í kreppunni miklu settu Bandaríkin háa tolla á innfluttar vörur, t.d. með svokallaðri Smoot-Hawley Tariff Act sem hækkaði tolla á meira en 20.000 vörutegundir. Viðbrögð viðskiptaríkja voru að hækka tolla á vörur frá Bandaríkjunum. Breski hagfræðingurinn Joan Robinson skrifaði af þessu tilefni grein þar sem hún benti á að sú aðgerð að setja tolla á þau ríki sem setja tolla á þig væri álíka skynsamlegt og að fylla höfnina sína af grjóti vegna þess að strandir viðskiptaríkja væru grýttar! Með þessu vildi hún draga fram að tollar koma harðast niður á neytendum og fyrirtækjum þeirra ríkja sem setja tollinn á. Það er einfaldlega ekkert á þeim að græða. Samningar í stað tollastríðs Nú er tollastríð milli okkar helstu vina og viðskiptaríkja, á tíma þegar það er mikilvægt að lýðræðisríki standi þétt saman. Ísland hefur til þessa sloppið hlutfallslega vel, en það getur breyst fljótt. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að Ísland verður fyrir margskonar áhrifum af tollastríðinu, meðal annars þar sem hagvöxtur dregst saman í viðskiptaríkjum okkar og eftirspurn eftir vörum og þjónustu minnkar, þar með talið ferðaþjónustu. Í stað þess að auka viðskiptahömlur ættum við að draga úr þeim. 33 milljarða ávinningur á ári Ísland er opið og útflutningsmiðað hagkerfi. Við höfum í áratugi unnið að því að byggja upp öflugt net fríverslunarsamninga í samstarfi við vini okkar í EFTA; Sviss, Noreg og Liechtenstein. Þessir samningar lækka ekki aðeins tolla heldur skapa stöðug, reglumiðuð og fyrirsjáanleg viðskiptaskilyrði fyrir okkar atvinnulíf. Íslenskir útflytjendur nutu að minnsta kosti 33 milljarða króna ávinnings af tollfríðindum á síðasta ári á grundvelli EES-samningsins og annarra fríverslunarsamninga sem gerðir hafa verið á grunni aðildar Íslands að EFTA, eins og fram kemur í nýrri úttekt utanríkisráðuneytisins, Skattsins og EFTA skrifstofunnar. Samstarf um opin viðskipti Það er sérstaklega mikilvægt að fulltrúar Íslands noti hvert tækifæri til að ítreka mikilvægi frjálsra viðskipta, sérstaklega núna á tímum vaxandi verndarstefnu og óvissu í alþjóðaviðskiptakerfinu. Á sama tíma þurfa stjórnvöld og atvinnulíf að vinna þétt saman. Viðskiptahindranir skapa ekki verðmæti og þó að það sé freistandi fyrir ríki að bregðast við tollum með tollum, er mikil hætta á að slík viðbrögð bitni harðast á neytendum heima fyrir. Eins og orðatiltækið segir, þú getur ekki drukkið eitur og ætlast til að óvinur þinn deyi. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun