Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Bjarki Sigurðsson skrifar 4. apríl 2025 11:53 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, (t.v.) og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra eru ekki sammála um veiðigjaldafrumvarp þeirra síðarnefndu. Vísir/Vilhelm Rúmlega sextíu prósent þjóðarinnar eru hlynntir frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. 94 prósent telja að útgerðirnar séu færar um að greiða hærri veiðigjöld en þær gera í dag. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Svarendur voru spurðir hversu hlynntir þeir væru frumvarpinu, sem snýr að allt að tvöföldun á veiðigjaldi. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sagt hækkunina geta valdið því að útgerðirnar fari að verka aflann erlendis. Tæp 43 prósent sögðust mjög hlynnt þessu umdeilda frumvarpi en 20 prósent fremur hlynnt. Tæp sextán prósent voru í meðallagi hlynnt, níu prósent fremur andvíg og tæp þrettán prósent mjög andvíg. Fleiri eru mjög andvígir en fremur andvígir.Maskína Mikill meirihluti þeirra andvígu eru sjálfstæðismenn en Framsóknar- og Miðflokksmenn voru jafn hlynntur og andvígir. Íbúar á landsbyggðinni, þá sérstaklega á Austurlandi, er líklegastir til að vera andvígir frumvarpinu en kyn og tekjur virtust ekki skipta miklu máli. Í niðurstöðunum kemur einnig fram að um þriðjungur þekkir frumvarpið vel, rúmur þriðjungur í meðallagi, og tæpur þriðjungur illa. Gríðarlegur meirihluti telur útgerðirnar geta greitt meira en þær gera í veiðigjöld.Maskína Að lokum voru svarendur spurðir hvort þeir telji almennt að útgerðarfélög á Íslandi geti greitt miklu hærri veiðigjöld, nokkru hærri veiðigjöld, aðeins hærri veiðigjöld eða ekki greitt hærri veiðigjöld. 45 prósent telja þau geta greitt miklu hærri gjöld, 30 prósent nokkru hærri, tæp nítján prósent aðeins hærri en 6,5 prósent ekki hærri. Því telja tæp 94 prósent að útgerðirnar geti greitt einhverskonar hærri gjöld. Samantekt yfir helstu niðurstöður könnunarinnar.Maskína Skoðanakannanir Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Svarendur voru spurðir hversu hlynntir þeir væru frumvarpinu, sem snýr að allt að tvöföldun á veiðigjaldi. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sagt hækkunina geta valdið því að útgerðirnar fari að verka aflann erlendis. Tæp 43 prósent sögðust mjög hlynnt þessu umdeilda frumvarpi en 20 prósent fremur hlynnt. Tæp sextán prósent voru í meðallagi hlynnt, níu prósent fremur andvíg og tæp þrettán prósent mjög andvíg. Fleiri eru mjög andvígir en fremur andvígir.Maskína Mikill meirihluti þeirra andvígu eru sjálfstæðismenn en Framsóknar- og Miðflokksmenn voru jafn hlynntur og andvígir. Íbúar á landsbyggðinni, þá sérstaklega á Austurlandi, er líklegastir til að vera andvígir frumvarpinu en kyn og tekjur virtust ekki skipta miklu máli. Í niðurstöðunum kemur einnig fram að um þriðjungur þekkir frumvarpið vel, rúmur þriðjungur í meðallagi, og tæpur þriðjungur illa. Gríðarlegur meirihluti telur útgerðirnar geta greitt meira en þær gera í veiðigjöld.Maskína Að lokum voru svarendur spurðir hvort þeir telji almennt að útgerðarfélög á Íslandi geti greitt miklu hærri veiðigjöld, nokkru hærri veiðigjöld, aðeins hærri veiðigjöld eða ekki greitt hærri veiðigjöld. 45 prósent telja þau geta greitt miklu hærri gjöld, 30 prósent nokkru hærri, tæp nítján prósent aðeins hærri en 6,5 prósent ekki hærri. Því telja tæp 94 prósent að útgerðirnar geti greitt einhverskonar hærri gjöld. Samantekt yfir helstu niðurstöður könnunarinnar.Maskína
Skoðanakannanir Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira