Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 3. apríl 2025 20:40 Starfsmenn Icelandair fagna móttöku fyrstu Airbus-þotunnar í Hamborg þann 3. desember síðastliðinn. Egill Aðalsteinsson Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing. Fjallað er um Airbus-þotur í rekstri íslensku flugfélaganna í níunda þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2. Eftir að Icelandair valdi þær sem arftaka 757-vélanna stefnir í að þotur frá evrópska flugvélaframleiðandnum verði burðarásinn í farþegaflugi til og frá Íslandi. Íslendingar höfðu áður kynnst Airbus-þotum í þjónustu Wow Air og Play. Íslandsflug varð þó fyrst íslenskra flugfélaga til að reka þotur frá Airbus og skrá þær á Íslandi. Flugfreyjurnar María Björg Magnúsdóttir og Linda Hlín Þórðardóttir annast þjálfun annarra flugfreyja Icelandair á Airbus.Egill Aðalsteinsson Í þættinum kemur fram að Airbus hafi verið búið að ganga lengi á eftir Icelandair. Aðstoðarforstjóri Airbus, Wouter Van Wersch, segir fyrirtækið hafa í langan tíma haft það markmið að vinna með Icelandair. Þessi nýja stefnumörkun Icelandair var staðfest með undirritun samnings Icelandair og Airbus sumarið 2023 um kaup og kauprétt á allt að 25 þotum af gerðinni Airbus A321 XLR. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, lýsti samningnum sem einni stærstu ákvörðun sem félagið hefði tekið í sögu sinni. Bogi Nils Bogason forstjóri í viðtali í flugskýli Icelandair eftir komu fyrstu Airbus-þotunnar til Íslands.Egill Aðalsteinsson XLR stendur fyrir „extra long range“ en fyrstu þotur þeirra gerðar fær Icelandair þó ekki fyrr en árið 2029. Fram að afhendingu þeirra leigir félagið næstu árin þotur af gerðinni A321LR, eða „long range“. Flugdrægi XLR verður 8.700 kílómetrar. Þótt flugdrægi LR-vélanna sé 1.300 kílómetrum styttra er það samt 7.400 kílómetrar, sem er nærri 200 kílómetrum lengra en gömlu Boeing 757-vélanna. Hér er því komið tæki sem getur leyst þær endanlega af hólmi í rekstri Icelandair. Hér má tíu mínútna upphafskafla þáttarins: Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Í næsta þætti þriðjudagskvöldið 8. apríl verður fjallað um íslensku flugnýlenduna í Lúxemborg. Flugþjóðin Airbus Icelandair WOW Air Play Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Þegar flugmenn færast af Boeing-þotum yfir á Airbus verður ein grundvallarbreyting á starfi þeirra. Þeir hafa ekki lengur flugstýri heldur þurfa að stýra flugvélinni með pinna. 2. apríl 2025 11:11 Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Fjallað er um Airbus-þotur í rekstri íslensku flugfélaganna í níunda þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2. Eftir að Icelandair valdi þær sem arftaka 757-vélanna stefnir í að þotur frá evrópska flugvélaframleiðandnum verði burðarásinn í farþegaflugi til og frá Íslandi. Íslendingar höfðu áður kynnst Airbus-þotum í þjónustu Wow Air og Play. Íslandsflug varð þó fyrst íslenskra flugfélaga til að reka þotur frá Airbus og skrá þær á Íslandi. Flugfreyjurnar María Björg Magnúsdóttir og Linda Hlín Þórðardóttir annast þjálfun annarra flugfreyja Icelandair á Airbus.Egill Aðalsteinsson Í þættinum kemur fram að Airbus hafi verið búið að ganga lengi á eftir Icelandair. Aðstoðarforstjóri Airbus, Wouter Van Wersch, segir fyrirtækið hafa í langan tíma haft það markmið að vinna með Icelandair. Þessi nýja stefnumörkun Icelandair var staðfest með undirritun samnings Icelandair og Airbus sumarið 2023 um kaup og kauprétt á allt að 25 þotum af gerðinni Airbus A321 XLR. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, lýsti samningnum sem einni stærstu ákvörðun sem félagið hefði tekið í sögu sinni. Bogi Nils Bogason forstjóri í viðtali í flugskýli Icelandair eftir komu fyrstu Airbus-þotunnar til Íslands.Egill Aðalsteinsson XLR stendur fyrir „extra long range“ en fyrstu þotur þeirra gerðar fær Icelandair þó ekki fyrr en árið 2029. Fram að afhendingu þeirra leigir félagið næstu árin þotur af gerðinni A321LR, eða „long range“. Flugdrægi XLR verður 8.700 kílómetrar. Þótt flugdrægi LR-vélanna sé 1.300 kílómetrum styttra er það samt 7.400 kílómetrar, sem er nærri 200 kílómetrum lengra en gömlu Boeing 757-vélanna. Hér er því komið tæki sem getur leyst þær endanlega af hólmi í rekstri Icelandair. Hér má tíu mínútna upphafskafla þáttarins: Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Í næsta þætti þriðjudagskvöldið 8. apríl verður fjallað um íslensku flugnýlenduna í Lúxemborg.
Flugþjóðin Airbus Icelandair WOW Air Play Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Þegar flugmenn færast af Boeing-þotum yfir á Airbus verður ein grundvallarbreyting á starfi þeirra. Þeir hafa ekki lengur flugstýri heldur þurfa að stýra flugvélinni með pinna. 2. apríl 2025 11:11 Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Þegar flugmenn færast af Boeing-þotum yfir á Airbus verður ein grundvallarbreyting á starfi þeirra. Þeir hafa ekki lengur flugstýri heldur þurfa að stýra flugvélinni með pinna. 2. apríl 2025 11:11
Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30