Trump „mjög reiður“ út í Pútín Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. mars 2025 23:12 Myndin sýnir fund forsetanna tveggja í Hamborg árið 2017. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera mjög reiður út í Vladímír Pútín, forseta Rússlands, vegna árása Pútíns á trúverðugleika Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu. Trump hótar enn fleiri tollgjöldum skyldi Pútín ekki halda áfram í vopnahlésviðræðum. „Ef að Rússland og ég getum ekki náð samkomulagi um að stöðva blóðsúthellingar í Úkraínu, og ef ég held að það sé Rússum að kenna, það þarf ekki að vera, þá ætla ég ætla setja fleiri tollgjöld á alla olíu sem kemur frá Rússland,“ sagði Trump í viðtali NBC sem breska ríkisútvarpið fjallar um. Trump hótaði að setja 50 prósent tollgjöld á olíu frá Rússlandi. Þá var hann óánægður með að Pútín hafi ráðist á trúverðugleika Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. „Það má segja að ég hafi verið mjög reiður þegar Pútín byrjaði að setja út á trúverðugleika Selenskí,“ sagði Trump. Stefna Trumps virðist vera breytast þar sem hann hefur áður sett mikið út á Selenskí, til að mynda þegar Selenskí heimsótti Hvíta húsið í lok febrúar. Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússa hafa fundað í Sádí Arabíu um friðarsamkomulag á milli Rússa og Úkraínumanna. Fyrr í vikunni sammæltust þeir um vopnahlé á Svartahafi. Einnig á samkomulagið að fela í sér að árásum á orkuinnviði í Úkraínu og Rússlandi verði hætt. Í staðinn ætli Bandaríkjamenn að hjálpa Rússum við að auka útflutning. Trump hótaði að ef Rússar myndu ekki fylgja vopnahléinu eftir myndi hann setja fleiri tolla á rússneskar vörur sem seldar eru í Bandaríkjunum. Hann hótar einnig aukatollum, sem leggjast á vörur frá löndum sem kaupa enn olíu frá Rússlandi. Það eru helst Kína og Indland. Opinn fyrir þriðja kjörtímabilinu Í sama viðtalinu sagðist Trump ekki útiloka að hann myndi sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu sem forseti. Lög í Bandaríkjunum kveða á um að forseti megi einungis sinna embættinu í samtals tvö kjörtímabil. „Mjög margir vilja að ég geri það,“ sagði Trump. „En ég meina, ég segi þeim að við eigum langt í land.“ Donald Trump Bandaríkin Rússland Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
„Ef að Rússland og ég getum ekki náð samkomulagi um að stöðva blóðsúthellingar í Úkraínu, og ef ég held að það sé Rússum að kenna, það þarf ekki að vera, þá ætla ég ætla setja fleiri tollgjöld á alla olíu sem kemur frá Rússland,“ sagði Trump í viðtali NBC sem breska ríkisútvarpið fjallar um. Trump hótaði að setja 50 prósent tollgjöld á olíu frá Rússlandi. Þá var hann óánægður með að Pútín hafi ráðist á trúverðugleika Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. „Það má segja að ég hafi verið mjög reiður þegar Pútín byrjaði að setja út á trúverðugleika Selenskí,“ sagði Trump. Stefna Trumps virðist vera breytast þar sem hann hefur áður sett mikið út á Selenskí, til að mynda þegar Selenskí heimsótti Hvíta húsið í lok febrúar. Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússa hafa fundað í Sádí Arabíu um friðarsamkomulag á milli Rússa og Úkraínumanna. Fyrr í vikunni sammæltust þeir um vopnahlé á Svartahafi. Einnig á samkomulagið að fela í sér að árásum á orkuinnviði í Úkraínu og Rússlandi verði hætt. Í staðinn ætli Bandaríkjamenn að hjálpa Rússum við að auka útflutning. Trump hótaði að ef Rússar myndu ekki fylgja vopnahléinu eftir myndi hann setja fleiri tolla á rússneskar vörur sem seldar eru í Bandaríkjunum. Hann hótar einnig aukatollum, sem leggjast á vörur frá löndum sem kaupa enn olíu frá Rússlandi. Það eru helst Kína og Indland. Opinn fyrir þriðja kjörtímabilinu Í sama viðtalinu sagðist Trump ekki útiloka að hann myndi sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu sem forseti. Lög í Bandaríkjunum kveða á um að forseti megi einungis sinna embættinu í samtals tvö kjörtímabil. „Mjög margir vilja að ég geri það,“ sagði Trump. „En ég meina, ég segi þeim að við eigum langt í land.“
Donald Trump Bandaríkin Rússland Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira