Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 28. mars 2025 07:30 Ef fer sem horfir verður Janus endurhæfingu, sérhæfðu geðmeðferðarúrræði fyrir ungt fólk, lokað í júní. Úrræðið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 30 ára sem hefur langa sögu um geðræna erfiðleika, en stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að endurnýja ekki þjónustusamning ríkisins við Janus. Um fimmtíu einstaklingar eru nú í endurhæfingu á vegum Janusar og svipaður fjöldi er á biðlista eftir að komast þar að. Samkvæmt notendum og aðstandendum þeirra er um lífsnauðsynlegt úrræði að ræða fyrir viðkvæm ungmenni með fjölþættan vanda. Þeir eru því verulega uggandi yfir stöðunni. Hjá Janus hefur þessi hópur fengið einstaklingsmiðaða þjónustu með greiðum aðgangi að fagfólki, þ.m.t. geðlæknum. Undanfarið hefur Janus endurhæfingin verið veitt undir hatti Virk starfsendurhæfingarsjóðs. Með því hefur þjónustan verið kostuð af atvinnulífinu, en framkvæmdastjóri sjóðsins hefur lýst því yfir að viðlíka þjónusta eigi heima í heilbrigðiskerfinu. Það er óhætt að samsinna því, en lokun Janusar verður hins vegar í hróplegu ósamræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um sérstaka áherslu á að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Niðurskurður á sérhæfðu geðmeðferðarúrræði fyrir ungt fólk sem á í engin önnur hús að venda rímar ekki vel við þau fögru fyrirheit. Þúsundir hafa nú skrifað undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að hverfa frá áformum um lokun Janusar. Aðstandendur þessara viðkvæmu ungmenna og þau sjálf hafa reynt mikið vegna fjölþætts vanda sem þau glíma við. Baráttan við kerfið hefur verið þeim þungbær og sum hver hafa loksins fengið úrlausn sinna mála í Janusi; öðlast þar nýtt líf. Ungmenni sem var til viðtals í Kastljósi lýsti því að hafa stigið sín fyrstu skref út úr áralangri og alvarlegri einangrun og aftur út í lífið með aðstoð Janusar. Yfir helmingur notenda Janusar kemst í vinnu, nám eða virka atvinnuleit fyrir tilstilli endurhæfingarinnar. Forstöðulæknir þar hefur lýst því að lokun úrræðisins þýði áralanga afturför fyrir þverfaglega geðendurhæfingu. Það er óásættanleg niðurstaða fyrir þennan gríðarlega viðkvæma hóp í samfélaginu og loðin svör um viðtöl og könnun á framhaldinu eru engin sárabót. Það er til lítils að gefa út háfleygar stefnuyfirlýsingar og setja á oddinn lögfestingu réttindasamnings fólks með fötlun. Ríkisstjórnin verður aðeins dæmd af verkum sínum, verkum eins og þessu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ef fer sem horfir verður Janus endurhæfingu, sérhæfðu geðmeðferðarúrræði fyrir ungt fólk, lokað í júní. Úrræðið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 30 ára sem hefur langa sögu um geðræna erfiðleika, en stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að endurnýja ekki þjónustusamning ríkisins við Janus. Um fimmtíu einstaklingar eru nú í endurhæfingu á vegum Janusar og svipaður fjöldi er á biðlista eftir að komast þar að. Samkvæmt notendum og aðstandendum þeirra er um lífsnauðsynlegt úrræði að ræða fyrir viðkvæm ungmenni með fjölþættan vanda. Þeir eru því verulega uggandi yfir stöðunni. Hjá Janus hefur þessi hópur fengið einstaklingsmiðaða þjónustu með greiðum aðgangi að fagfólki, þ.m.t. geðlæknum. Undanfarið hefur Janus endurhæfingin verið veitt undir hatti Virk starfsendurhæfingarsjóðs. Með því hefur þjónustan verið kostuð af atvinnulífinu, en framkvæmdastjóri sjóðsins hefur lýst því yfir að viðlíka þjónusta eigi heima í heilbrigðiskerfinu. Það er óhætt að samsinna því, en lokun Janusar verður hins vegar í hróplegu ósamræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um sérstaka áherslu á að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Niðurskurður á sérhæfðu geðmeðferðarúrræði fyrir ungt fólk sem á í engin önnur hús að venda rímar ekki vel við þau fögru fyrirheit. Þúsundir hafa nú skrifað undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að hverfa frá áformum um lokun Janusar. Aðstandendur þessara viðkvæmu ungmenna og þau sjálf hafa reynt mikið vegna fjölþætts vanda sem þau glíma við. Baráttan við kerfið hefur verið þeim þungbær og sum hver hafa loksins fengið úrlausn sinna mála í Janusi; öðlast þar nýtt líf. Ungmenni sem var til viðtals í Kastljósi lýsti því að hafa stigið sín fyrstu skref út úr áralangri og alvarlegri einangrun og aftur út í lífið með aðstoð Janusar. Yfir helmingur notenda Janusar kemst í vinnu, nám eða virka atvinnuleit fyrir tilstilli endurhæfingarinnar. Forstöðulæknir þar hefur lýst því að lokun úrræðisins þýði áralanga afturför fyrir þverfaglega geðendurhæfingu. Það er óásættanleg niðurstaða fyrir þennan gríðarlega viðkvæma hóp í samfélaginu og loðin svör um viðtöl og könnun á framhaldinu eru engin sárabót. Það er til lítils að gefa út háfleygar stefnuyfirlýsingar og setja á oddinn lögfestingu réttindasamnings fólks með fötlun. Ríkisstjórnin verður aðeins dæmd af verkum sínum, verkum eins og þessu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun