Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Atli Ísleifsson skrifar 24. mars 2025 12:51 Heildarafkoma ársins var jákvæð um 5,2 milljarða króna samanborið við 2,1 milljarð króna árið 2023. Vísir/Vilhelm Rekstrarafkoma samstæðu Isavia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á árinu 2024 var jákvæð um 10,7 milljarð króna samanborið við jákvæða rekstrarafkomu upp á 8,1 milljarð króna árið 2023. Heildarafkoma ársins var jákvæð um 5,2 milljarð króna Frá þessu segir í tilkynningu frá Isavia um ársuppfjör samstæðunnar. Þar kemur fram að tekjur hafi aukist um 15 prósent eða 6,9 milljarða króna og numið 51,9 milljarði króna. Farþegar um Keflavíkurflugvöll hafi verið rúmlega 8,3 milljónir á árinu samanborið við um 7,8 milljónir árið 2023. Þá segir að heildarafkoma ársins hafi verið jákvæð um 5,2 milljarð króna samanborið við 2,1 milljarð króna árið 2023. Jákvæð gengisáhrif vegna langtímalána hafi numið um 2,1 milljarði króna á árinu 2023 samanborið við 180 milljónir króna árið á undan. Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, að eldsumbrot í lok árs 2023 hafi haft neikvæð áhrif á fjölda farþega sem hafi farið um Keflavíkurflugvöll á síðasta ári. Það hafi gert það að verkum að félagið hafi ekki náð tekjumarkmiðum sínum. „Því til viðbótar fengum við hlutfallslega fleiri tengifarþega en við gerðum ráð fyrir sem hafði á sama tíma neikvæð áhrif á tekjur Keflavíkurflugvallar. Aftur á móti tökum við fagnandi á móti tengifarþegunum okkar þar sem þau styrkja tengistöðina á Keflavíkurflugvelli til framtíðar. Afkoma félagsins og arðsemi þess var engu að síður góð en til að standa undir þeirri uppbyggingu sem er fram undan er nauðsynlegt að leita áfram leiða til að auka enn frekar arðsemi af rekstri félagsins,“ er haft eftir Sveinbirni. Ennfremur segir í tilkynningunnni árið 2024 hafi verið stærsta fjárfestingaár frá stofnun félagsins en þær hafi numið um 18,0 milljörðum króna og þar af hafi um 16,9 milljarðar fallið til á Keflavíkurflugvelli. „Á þessu ári og komandi árum er áfram gert ráð fyrir miklum fjárfestingaumsvifum tengt uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar. Það er gert ráð fyrir hóflegri fjölgun farþega árið 2025 eða um 0.8% en að sú fjölgun verði drifin áfram af komufarþegum til Ísland. Þá gera áætlanir félagsins ráð fyrir að um metár verði að ræða í fjölda ferðafólks til Íslands. Aðalfundur Isavia verður haldinn 26. mars næstkomandi og þá verður ársskýrsla félagsins fyrir árið 2024 gefin út,“ segir í tilkynningunni. Lykiltölur úr ársuppgjöri Isavia 2024 Tekjur: 51.917 milljónir króna Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA): 10.659 m.kr. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) : 6.106 milljónir króna Heildarafkoma (tap) eftir skatta: 5.231 milljón króna Handbært fé: 5.889 milljónir króna Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum: 17.958 milljónir króna Eigið fé í lok tímabils: 49.293 milljónir króna Eiginfjárhlutfall: 42,9% Isavia Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Leifsstöð er orðin ígildi stóriðju. Spáð er að flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli muni skapa milli tvö og fjögur hundruð ný störf á hverju ári næsta áratuginn. 8. mars 2025 23:01 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Isavia um ársuppfjör samstæðunnar. Þar kemur fram að tekjur hafi aukist um 15 prósent eða 6,9 milljarða króna og numið 51,9 milljarði króna. Farþegar um Keflavíkurflugvöll hafi verið rúmlega 8,3 milljónir á árinu samanborið við um 7,8 milljónir árið 2023. Þá segir að heildarafkoma ársins hafi verið jákvæð um 5,2 milljarð króna samanborið við 2,1 milljarð króna árið 2023. Jákvæð gengisáhrif vegna langtímalána hafi numið um 2,1 milljarði króna á árinu 2023 samanborið við 180 milljónir króna árið á undan. Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, að eldsumbrot í lok árs 2023 hafi haft neikvæð áhrif á fjölda farþega sem hafi farið um Keflavíkurflugvöll á síðasta ári. Það hafi gert það að verkum að félagið hafi ekki náð tekjumarkmiðum sínum. „Því til viðbótar fengum við hlutfallslega fleiri tengifarþega en við gerðum ráð fyrir sem hafði á sama tíma neikvæð áhrif á tekjur Keflavíkurflugvallar. Aftur á móti tökum við fagnandi á móti tengifarþegunum okkar þar sem þau styrkja tengistöðina á Keflavíkurflugvelli til framtíðar. Afkoma félagsins og arðsemi þess var engu að síður góð en til að standa undir þeirri uppbyggingu sem er fram undan er nauðsynlegt að leita áfram leiða til að auka enn frekar arðsemi af rekstri félagsins,“ er haft eftir Sveinbirni. Ennfremur segir í tilkynningunnni árið 2024 hafi verið stærsta fjárfestingaár frá stofnun félagsins en þær hafi numið um 18,0 milljörðum króna og þar af hafi um 16,9 milljarðar fallið til á Keflavíkurflugvelli. „Á þessu ári og komandi árum er áfram gert ráð fyrir miklum fjárfestingaumsvifum tengt uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar. Það er gert ráð fyrir hóflegri fjölgun farþega árið 2025 eða um 0.8% en að sú fjölgun verði drifin áfram af komufarþegum til Ísland. Þá gera áætlanir félagsins ráð fyrir að um metár verði að ræða í fjölda ferðafólks til Íslands. Aðalfundur Isavia verður haldinn 26. mars næstkomandi og þá verður ársskýrsla félagsins fyrir árið 2024 gefin út,“ segir í tilkynningunni. Lykiltölur úr ársuppgjöri Isavia 2024 Tekjur: 51.917 milljónir króna Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA): 10.659 m.kr. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) : 6.106 milljónir króna Heildarafkoma (tap) eftir skatta: 5.231 milljón króna Handbært fé: 5.889 milljónir króna Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum: 17.958 milljónir króna Eigið fé í lok tímabils: 49.293 milljónir króna Eiginfjárhlutfall: 42,9%
Lykiltölur úr ársuppgjöri Isavia 2024 Tekjur: 51.917 milljónir króna Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA): 10.659 m.kr. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) : 6.106 milljónir króna Heildarafkoma (tap) eftir skatta: 5.231 milljón króna Handbært fé: 5.889 milljónir króna Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum: 17.958 milljónir króna Eigið fé í lok tímabils: 49.293 milljónir króna Eiginfjárhlutfall: 42,9%
Isavia Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Leifsstöð er orðin ígildi stóriðju. Spáð er að flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli muni skapa milli tvö og fjögur hundruð ný störf á hverju ári næsta áratuginn. 8. mars 2025 23:01 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Leifsstöð er orðin ígildi stóriðju. Spáð er að flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli muni skapa milli tvö og fjögur hundruð ný störf á hverju ári næsta áratuginn. 8. mars 2025 23:01