Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir og Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifa 21. mars 2025 07:31 Jöklar heimsins eru í frjálsu falli. Á hverju ári hopa þeir vegna hlýnandi loftslags með afleiðingum sem ná langt út fyrir sjálfa bráðnunina, en hop jökla hefur í senn áhrif á umhverfið, efnahaginn og vistkerfið. Alþjóðaár jökla á hverfanda hveli, sem er nú haldið hátíðlegt í fyrsta sinn árið 2025, og sömuleiðis fyrsti Alþjóðadagur jökla í dag, föstudaginn 21. Mars, eru bæði tækifæri til að vekja athygli á þessum breytingum ásamt því að hvetja til raunverulegra aðgerða. Af hverju skipta jöklar máli? Mikilvægi fræðslu Jöklar gegna lykilhlutverki í vistkerfi jarðar. Þeir geyma um 70% af ferskvatnsbirgðum heimsins og eru mikilvægir fyrir vatnsbúskap milljóna manna. Þegar jöklarnir bráðna eykst hætta á hækkun sjávarmáls, náttúruhamförum og truflunum á veðurkerfum sem hafa áhrif á loftslag um allan heim. Þetta sjáum við hvað best í þeim tíðu náttúruhamförum sem verða um allan heim og þar má sem dæmi taka hamfaraflóðin í Valenciu-héraði á Spáni í október síðastliðinn og aukna tíðni þurrka í Afríku sunnan Sahara Einn stærsti þröskuldurinn í baráttunni gegn bráðnun jökla er skortur á þekkingu og meðvitund um áhrif loftslagsbreytinga. Það er rakið að byrja þessa fræðslu sem allra fyrst, í grunn- og jafnvel leikskólum. Alþjóðaár jökla gefur einstakt tækifæri til að efla fræðslu á öllum stigum samfélagsins, frá grunnskólum upp í háskóla og almenningsumræðu. Þess þá heldur er mikilvægt að rannsóknir og vísindi séu aðgengileg og gagnsæ svo fólk skilji hvernig þeirra eigin hegðun, lífsstíll og neyslumynstur hafa áhrif, hvort sem þau eru góð eða slæm. Framtíðarsýn og aðgerðir Markmið Alþjóðaárs jökla er að auka áhuga og þekkingu fólks á jöklum og knýja fram raunverulegar aðgerðir svo jöklarnir tilheyri ekki aðeins sögunni. Þannig vilja Sameinuðu þjóðirnar móta framtíð þar sem stjórnvöld, vísindasamfélagið og almenningur taka höndum saman í aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vernda viðkvæm vistkerfi. Framtíð með jöklum, almannavitund, fjármögnun rannsókna og alþjóðlegt samstarf eru grundvallaratriði í baráttunni og betur má ef duga skal. Alþjóðaár jökla er tækifæri til að skapa varanlega vitundarvakningu. Jöklar eiga ekki tíma fyrir orðin tóm og enga framkvæmd, heldur þarf raunveruleg viðbrögð sem verða að eiga sér stað bæði á pólitískum vettvangi og í daglegu lífi okkar allra. Við berum sameiginlega ábyrgð á að tryggja að komandi kynslóðir þekki heim þar sem yfirborð sjávar ógnar ekki lífum og vistkerfum, og þar sem jöklar eru ekki bara fjarlæg minning í huga fólks. Í tilefni fyrsta Alþjóðaárs- og Alþjóðadags jökla verður haldinn viðburður í Veröld, Húsi Vigdísar í dag, föstudaginn 21. mars frá 14:00-15:30,. Þá verða úrslit úr samkeppni ungmenna í tilefni alþjóðaársins kynnt. Glæsileg opnun jöklasýningar í Loftskeytastöðinni opnar um 15:30 og verða veitingar í boði. Áhugasöm eru hvött til að mæta, en ókeypis er á viðburðinn. Vala Karen Viðarsdóttir, Framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Pétur Hjörvar Þorkelsson, Verkefnastjóri hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jöklar á Íslandi Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Jöklar heimsins eru í frjálsu falli. Á hverju ári hopa þeir vegna hlýnandi loftslags með afleiðingum sem ná langt út fyrir sjálfa bráðnunina, en hop jökla hefur í senn áhrif á umhverfið, efnahaginn og vistkerfið. Alþjóðaár jökla á hverfanda hveli, sem er nú haldið hátíðlegt í fyrsta sinn árið 2025, og sömuleiðis fyrsti Alþjóðadagur jökla í dag, föstudaginn 21. Mars, eru bæði tækifæri til að vekja athygli á þessum breytingum ásamt því að hvetja til raunverulegra aðgerða. Af hverju skipta jöklar máli? Mikilvægi fræðslu Jöklar gegna lykilhlutverki í vistkerfi jarðar. Þeir geyma um 70% af ferskvatnsbirgðum heimsins og eru mikilvægir fyrir vatnsbúskap milljóna manna. Þegar jöklarnir bráðna eykst hætta á hækkun sjávarmáls, náttúruhamförum og truflunum á veðurkerfum sem hafa áhrif á loftslag um allan heim. Þetta sjáum við hvað best í þeim tíðu náttúruhamförum sem verða um allan heim og þar má sem dæmi taka hamfaraflóðin í Valenciu-héraði á Spáni í október síðastliðinn og aukna tíðni þurrka í Afríku sunnan Sahara Einn stærsti þröskuldurinn í baráttunni gegn bráðnun jökla er skortur á þekkingu og meðvitund um áhrif loftslagsbreytinga. Það er rakið að byrja þessa fræðslu sem allra fyrst, í grunn- og jafnvel leikskólum. Alþjóðaár jökla gefur einstakt tækifæri til að efla fræðslu á öllum stigum samfélagsins, frá grunnskólum upp í háskóla og almenningsumræðu. Þess þá heldur er mikilvægt að rannsóknir og vísindi séu aðgengileg og gagnsæ svo fólk skilji hvernig þeirra eigin hegðun, lífsstíll og neyslumynstur hafa áhrif, hvort sem þau eru góð eða slæm. Framtíðarsýn og aðgerðir Markmið Alþjóðaárs jökla er að auka áhuga og þekkingu fólks á jöklum og knýja fram raunverulegar aðgerðir svo jöklarnir tilheyri ekki aðeins sögunni. Þannig vilja Sameinuðu þjóðirnar móta framtíð þar sem stjórnvöld, vísindasamfélagið og almenningur taka höndum saman í aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vernda viðkvæm vistkerfi. Framtíð með jöklum, almannavitund, fjármögnun rannsókna og alþjóðlegt samstarf eru grundvallaratriði í baráttunni og betur má ef duga skal. Alþjóðaár jökla er tækifæri til að skapa varanlega vitundarvakningu. Jöklar eiga ekki tíma fyrir orðin tóm og enga framkvæmd, heldur þarf raunveruleg viðbrögð sem verða að eiga sér stað bæði á pólitískum vettvangi og í daglegu lífi okkar allra. Við berum sameiginlega ábyrgð á að tryggja að komandi kynslóðir þekki heim þar sem yfirborð sjávar ógnar ekki lífum og vistkerfum, og þar sem jöklar eru ekki bara fjarlæg minning í huga fólks. Í tilefni fyrsta Alþjóðaárs- og Alþjóðadags jökla verður haldinn viðburður í Veröld, Húsi Vigdísar í dag, föstudaginn 21. mars frá 14:00-15:30,. Þá verða úrslit úr samkeppni ungmenna í tilefni alþjóðaársins kynnt. Glæsileg opnun jöklasýningar í Loftskeytastöðinni opnar um 15:30 og verða veitingar í boði. Áhugasöm eru hvött til að mæta, en ókeypis er á viðburðinn. Vala Karen Viðarsdóttir, Framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Pétur Hjörvar Þorkelsson, Verkefnastjóri hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun