Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir og Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifa 21. mars 2025 07:31 Jöklar heimsins eru í frjálsu falli. Á hverju ári hopa þeir vegna hlýnandi loftslags með afleiðingum sem ná langt út fyrir sjálfa bráðnunina, en hop jökla hefur í senn áhrif á umhverfið, efnahaginn og vistkerfið. Alþjóðaár jökla á hverfanda hveli, sem er nú haldið hátíðlegt í fyrsta sinn árið 2025, og sömuleiðis fyrsti Alþjóðadagur jökla í dag, föstudaginn 21. Mars, eru bæði tækifæri til að vekja athygli á þessum breytingum ásamt því að hvetja til raunverulegra aðgerða. Af hverju skipta jöklar máli? Mikilvægi fræðslu Jöklar gegna lykilhlutverki í vistkerfi jarðar. Þeir geyma um 70% af ferskvatnsbirgðum heimsins og eru mikilvægir fyrir vatnsbúskap milljóna manna. Þegar jöklarnir bráðna eykst hætta á hækkun sjávarmáls, náttúruhamförum og truflunum á veðurkerfum sem hafa áhrif á loftslag um allan heim. Þetta sjáum við hvað best í þeim tíðu náttúruhamförum sem verða um allan heim og þar má sem dæmi taka hamfaraflóðin í Valenciu-héraði á Spáni í október síðastliðinn og aukna tíðni þurrka í Afríku sunnan Sahara Einn stærsti þröskuldurinn í baráttunni gegn bráðnun jökla er skortur á þekkingu og meðvitund um áhrif loftslagsbreytinga. Það er rakið að byrja þessa fræðslu sem allra fyrst, í grunn- og jafnvel leikskólum. Alþjóðaár jökla gefur einstakt tækifæri til að efla fræðslu á öllum stigum samfélagsins, frá grunnskólum upp í háskóla og almenningsumræðu. Þess þá heldur er mikilvægt að rannsóknir og vísindi séu aðgengileg og gagnsæ svo fólk skilji hvernig þeirra eigin hegðun, lífsstíll og neyslumynstur hafa áhrif, hvort sem þau eru góð eða slæm. Framtíðarsýn og aðgerðir Markmið Alþjóðaárs jökla er að auka áhuga og þekkingu fólks á jöklum og knýja fram raunverulegar aðgerðir svo jöklarnir tilheyri ekki aðeins sögunni. Þannig vilja Sameinuðu þjóðirnar móta framtíð þar sem stjórnvöld, vísindasamfélagið og almenningur taka höndum saman í aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vernda viðkvæm vistkerfi. Framtíð með jöklum, almannavitund, fjármögnun rannsókna og alþjóðlegt samstarf eru grundvallaratriði í baráttunni og betur má ef duga skal. Alþjóðaár jökla er tækifæri til að skapa varanlega vitundarvakningu. Jöklar eiga ekki tíma fyrir orðin tóm og enga framkvæmd, heldur þarf raunveruleg viðbrögð sem verða að eiga sér stað bæði á pólitískum vettvangi og í daglegu lífi okkar allra. Við berum sameiginlega ábyrgð á að tryggja að komandi kynslóðir þekki heim þar sem yfirborð sjávar ógnar ekki lífum og vistkerfum, og þar sem jöklar eru ekki bara fjarlæg minning í huga fólks. Í tilefni fyrsta Alþjóðaárs- og Alþjóðadags jökla verður haldinn viðburður í Veröld, Húsi Vigdísar í dag, föstudaginn 21. mars frá 14:00-15:30,. Þá verða úrslit úr samkeppni ungmenna í tilefni alþjóðaársins kynnt. Glæsileg opnun jöklasýningar í Loftskeytastöðinni opnar um 15:30 og verða veitingar í boði. Áhugasöm eru hvött til að mæta, en ókeypis er á viðburðinn. Vala Karen Viðarsdóttir, Framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Pétur Hjörvar Þorkelsson, Verkefnastjóri hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jöklar á Íslandi Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Jöklar heimsins eru í frjálsu falli. Á hverju ári hopa þeir vegna hlýnandi loftslags með afleiðingum sem ná langt út fyrir sjálfa bráðnunina, en hop jökla hefur í senn áhrif á umhverfið, efnahaginn og vistkerfið. Alþjóðaár jökla á hverfanda hveli, sem er nú haldið hátíðlegt í fyrsta sinn árið 2025, og sömuleiðis fyrsti Alþjóðadagur jökla í dag, föstudaginn 21. Mars, eru bæði tækifæri til að vekja athygli á þessum breytingum ásamt því að hvetja til raunverulegra aðgerða. Af hverju skipta jöklar máli? Mikilvægi fræðslu Jöklar gegna lykilhlutverki í vistkerfi jarðar. Þeir geyma um 70% af ferskvatnsbirgðum heimsins og eru mikilvægir fyrir vatnsbúskap milljóna manna. Þegar jöklarnir bráðna eykst hætta á hækkun sjávarmáls, náttúruhamförum og truflunum á veðurkerfum sem hafa áhrif á loftslag um allan heim. Þetta sjáum við hvað best í þeim tíðu náttúruhamförum sem verða um allan heim og þar má sem dæmi taka hamfaraflóðin í Valenciu-héraði á Spáni í október síðastliðinn og aukna tíðni þurrka í Afríku sunnan Sahara Einn stærsti þröskuldurinn í baráttunni gegn bráðnun jökla er skortur á þekkingu og meðvitund um áhrif loftslagsbreytinga. Það er rakið að byrja þessa fræðslu sem allra fyrst, í grunn- og jafnvel leikskólum. Alþjóðaár jökla gefur einstakt tækifæri til að efla fræðslu á öllum stigum samfélagsins, frá grunnskólum upp í háskóla og almenningsumræðu. Þess þá heldur er mikilvægt að rannsóknir og vísindi séu aðgengileg og gagnsæ svo fólk skilji hvernig þeirra eigin hegðun, lífsstíll og neyslumynstur hafa áhrif, hvort sem þau eru góð eða slæm. Framtíðarsýn og aðgerðir Markmið Alþjóðaárs jökla er að auka áhuga og þekkingu fólks á jöklum og knýja fram raunverulegar aðgerðir svo jöklarnir tilheyri ekki aðeins sögunni. Þannig vilja Sameinuðu þjóðirnar móta framtíð þar sem stjórnvöld, vísindasamfélagið og almenningur taka höndum saman í aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vernda viðkvæm vistkerfi. Framtíð með jöklum, almannavitund, fjármögnun rannsókna og alþjóðlegt samstarf eru grundvallaratriði í baráttunni og betur má ef duga skal. Alþjóðaár jökla er tækifæri til að skapa varanlega vitundarvakningu. Jöklar eiga ekki tíma fyrir orðin tóm og enga framkvæmd, heldur þarf raunveruleg viðbrögð sem verða að eiga sér stað bæði á pólitískum vettvangi og í daglegu lífi okkar allra. Við berum sameiginlega ábyrgð á að tryggja að komandi kynslóðir þekki heim þar sem yfirborð sjávar ógnar ekki lífum og vistkerfum, og þar sem jöklar eru ekki bara fjarlæg minning í huga fólks. Í tilefni fyrsta Alþjóðaárs- og Alþjóðadags jökla verður haldinn viðburður í Veröld, Húsi Vigdísar í dag, föstudaginn 21. mars frá 14:00-15:30,. Þá verða úrslit úr samkeppni ungmenna í tilefni alþjóðaársins kynnt. Glæsileg opnun jöklasýningar í Loftskeytastöðinni opnar um 15:30 og verða veitingar í boði. Áhugasöm eru hvött til að mæta, en ókeypis er á viðburðinn. Vala Karen Viðarsdóttir, Framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Pétur Hjörvar Þorkelsson, Verkefnastjóri hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun