Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson og Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifa 19. mars 2025 15:31 Frá því að Icelandair tilkynnti í byrjun mars að fyrirtækið hygðist hætta flugi til Ísafjarðar hefur mikil umræða verið um framtíðarfyrirkomulag flugs til Ísafjarðar. Flugið er hraðleiðin á milli norðanverðra Vestfjarða og höfuðborgarsvæðisins þar sem nánast öll miðlæg þjónusta ríkisins er staðsett. Bættar samgöngur á landi breyta ekki þeirri staðreynd að ekki er fyrirsjáanlegt að það muni taka skemmri tíma en tæpa 5 tíma að aka til Reykjavíkur. Meðal markmiða í gildandi samgönguáætlun segir „íbúar landsbyggðarinnar eigi kost á að komast til höfuðborgarsvæðisins á um 3,5 klst. samþættum ferðatíma, akandi, með ferju og/eða í flugi. Flugið er eina tegund almenningssamgangna til Ísafjarðar sem uppfyllt getur þetta markmið. Ekki hvort heldur hvernig Það er ekki spurning um hvort flogið verður áfram til Ísafjarðar heldur hvernig það verður gert bæði hvað varðar tíðni flugs og öryggi þjónustunnar. Núverandi staða og framtíð flugsins er háð mörgum þáttum sem hafa verður í huga þegar framtíðarfyrirkomulag flugsins er ákveðið. Vestfirðir eru í mikilli sókn og efnahagsleg umsvif hafa á síðustu árum aukist hratt. Því mun mikilvægi þess ekki minnka á næstu árum og til að viðhalda þessari sókn er gríðarlega mikilvægt að tryggt sé áætlunarflug með að minnsta kosti þeirri tíðni og öryggi sem hefur verið hluti af hjartslætti svæðisins. Í fyrra fóru tæplega 28.000 farþegar í áætlunarflugi til og frá Ísafirði. Það sýnir þá miklu þörf sem er fyrir reglulegt flug ekki aðeins fyrir íbúa svæðisins heldur einnig fyrir ferðamenn, fólk í viðskiptaferðum og fjölmarga aðra. Til að viðhalda þessari mikilvægu samgönguæð þarf að tryggja ásættanlega tíðni fluga. Eitt af markmiðunum er að vera að flogið verði tvisvar á dag alla daga vikunnar. Þetta tryggir betri tengingar og aukið aðgengi að miðlægri þjónustu svo sem heilbrigðisþjónustu. Einnig skiptir stærð flugvéla máli. Ekki þarf bara að tryggja sætaframboð, heldur er einnig mikilvægt að hægt sé að taka hópa. Fundir, ráðstefnur og ferðaþjónusta með hópa byggir á því, en einnig starf íþróttafélaga. Félög og fylgdarfólk þurfa auðvitað að komast á sama tíma til og frá. Þær 9 og 16 sæta vélar sem notaðar eru á nokkrum flugleggjum innanlands eru því öldungis óásættanlegar. Undirbúningur er hafinn Á þeim dögum sem liðnir eru frá tilkynningu Icelandair höfum við átt fjölmarga fundi um málefni flugsins til Ísafjarðar og aflað ýmissa gagna. Ljóst er af þeim samtölum að sérstaða flugvallarins hvað varðar aðflugsskilyrði og legu veldur því að ekki eru margar tegundir flugvéla sem geta lent þar. Hér þarf að skoða þær vélar sem flugfélög á Íslandi hafa yfir að ráða og hvernig hægt er að nýta þær á sem bestan hátt til að þjóna farþegum á þessari leið. Í allmörg ár hefur verið flogið á Dash Q200 flugvélum til Ísafjarðar. Þær eru sterkbyggðar, þurfa stutta flugbraut og eru vel færar um að lenda við þær aðstæður sem Ísafjarðarflugvöllur býður upp á. Til þess að sinna áætlunarfluginu þarf að minnsta kosti tvær flugvélar til að hægt sé að sinna viðhaldi og þeim óvæntu uppákomum sem þar geta orðið. Ísafjörður er nú, eftir breytingar á aðstæðum í Grænlandi, eini áfangastaður Icelandair sem þjónað yrði með Q200 vélunum. Til Akureyrar og Egilsstaða er flogið á Dash Q400 vélum sem eru nokkuð stærri og því hagkvæmari, en geta ekki lent á Ísafirði. Önnur flugfélög á Íslandi eiga ekki vélar sem eru ásættanlegar fyrir flug á Ísafjörð en horfa þarf til þess að Icelandair á tvær slíkar vélar og átta eru í eigu Air Greenland sem líklegt er að verða til sölu fljótlega. Nokkrar leiðir í boði Þó það sé ekki gaman að segja það, stefnir í að ríkisvaldið þurfi að stíga inn til að tryggja áfram flug af þeirri tíðni, öryggi og gæðum sem þarf til. Þá þarf fyrirsjáanleiki að vera mikill. Það á auðvitað við fyrir farþega og ferðaþjónustuna, en einkum fyrir flugfélögin. Kaup á flugvélum og öllu því sem til þarf í flugrekstur krefst fyrirsjáanleika í tekjum. Hér má líta til að minnsta kosti tveggja kosta. Sá fyrr er að farið verði í umtalsvert lengri útboð en tíðkast hefur hingað til, til dæmis 10–15 ár. Kostur tvö er að horft sé til fordæmis í ferjusiglingum til dæmis ferjunnar Baldurs þar sem ríkið á farartækið en býður út reksturinn til 3–5 ára í svokallaðri þurrleigu þar sem rekstraraðili annast allan rekstur og viðhald. Í þessu tilviki, þar sem viðhaldsþátturinn er talsvert stór, er sennilega betra að vélarnar verði tvær svo alltaf að minnsta kosti önnur til reiðu. Hvort heldur sem er, er eðlilegt að fleiri flugleiðir sem svipað er ástatt um verði teknar inn í myndina, og lítum við þar sérstaklega til Hafnar í Hornafirði, Húsavíkur, Bíldudals og Vestmannaeyja, en frekari greiningar þurfa að fara fram á þessu öllu saman. Við þökkum samgönguyfirvöldum, þingmönnum og ráðherrum fyrir hve hratt og vel unnið er að lausnum í málinu. Við í héraði munum ekki láta okkar eftir liggja til þess að tryggja að áfram verði hágæðaflugsamgöngur til Ísafjarðar. Gylfi Ólafsson formaður stjórnar Vestfjarðastofu Sigríður Ó. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Ólafsson Ísafjarðarbær Icelandair Fréttir af flugi Byggðamál Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Frá því að Icelandair tilkynnti í byrjun mars að fyrirtækið hygðist hætta flugi til Ísafjarðar hefur mikil umræða verið um framtíðarfyrirkomulag flugs til Ísafjarðar. Flugið er hraðleiðin á milli norðanverðra Vestfjarða og höfuðborgarsvæðisins þar sem nánast öll miðlæg þjónusta ríkisins er staðsett. Bættar samgöngur á landi breyta ekki þeirri staðreynd að ekki er fyrirsjáanlegt að það muni taka skemmri tíma en tæpa 5 tíma að aka til Reykjavíkur. Meðal markmiða í gildandi samgönguáætlun segir „íbúar landsbyggðarinnar eigi kost á að komast til höfuðborgarsvæðisins á um 3,5 klst. samþættum ferðatíma, akandi, með ferju og/eða í flugi. Flugið er eina tegund almenningssamgangna til Ísafjarðar sem uppfyllt getur þetta markmið. Ekki hvort heldur hvernig Það er ekki spurning um hvort flogið verður áfram til Ísafjarðar heldur hvernig það verður gert bæði hvað varðar tíðni flugs og öryggi þjónustunnar. Núverandi staða og framtíð flugsins er háð mörgum þáttum sem hafa verður í huga þegar framtíðarfyrirkomulag flugsins er ákveðið. Vestfirðir eru í mikilli sókn og efnahagsleg umsvif hafa á síðustu árum aukist hratt. Því mun mikilvægi þess ekki minnka á næstu árum og til að viðhalda þessari sókn er gríðarlega mikilvægt að tryggt sé áætlunarflug með að minnsta kosti þeirri tíðni og öryggi sem hefur verið hluti af hjartslætti svæðisins. Í fyrra fóru tæplega 28.000 farþegar í áætlunarflugi til og frá Ísafirði. Það sýnir þá miklu þörf sem er fyrir reglulegt flug ekki aðeins fyrir íbúa svæðisins heldur einnig fyrir ferðamenn, fólk í viðskiptaferðum og fjölmarga aðra. Til að viðhalda þessari mikilvægu samgönguæð þarf að tryggja ásættanlega tíðni fluga. Eitt af markmiðunum er að vera að flogið verði tvisvar á dag alla daga vikunnar. Þetta tryggir betri tengingar og aukið aðgengi að miðlægri þjónustu svo sem heilbrigðisþjónustu. Einnig skiptir stærð flugvéla máli. Ekki þarf bara að tryggja sætaframboð, heldur er einnig mikilvægt að hægt sé að taka hópa. Fundir, ráðstefnur og ferðaþjónusta með hópa byggir á því, en einnig starf íþróttafélaga. Félög og fylgdarfólk þurfa auðvitað að komast á sama tíma til og frá. Þær 9 og 16 sæta vélar sem notaðar eru á nokkrum flugleggjum innanlands eru því öldungis óásættanlegar. Undirbúningur er hafinn Á þeim dögum sem liðnir eru frá tilkynningu Icelandair höfum við átt fjölmarga fundi um málefni flugsins til Ísafjarðar og aflað ýmissa gagna. Ljóst er af þeim samtölum að sérstaða flugvallarins hvað varðar aðflugsskilyrði og legu veldur því að ekki eru margar tegundir flugvéla sem geta lent þar. Hér þarf að skoða þær vélar sem flugfélög á Íslandi hafa yfir að ráða og hvernig hægt er að nýta þær á sem bestan hátt til að þjóna farþegum á þessari leið. Í allmörg ár hefur verið flogið á Dash Q200 flugvélum til Ísafjarðar. Þær eru sterkbyggðar, þurfa stutta flugbraut og eru vel færar um að lenda við þær aðstæður sem Ísafjarðarflugvöllur býður upp á. Til þess að sinna áætlunarfluginu þarf að minnsta kosti tvær flugvélar til að hægt sé að sinna viðhaldi og þeim óvæntu uppákomum sem þar geta orðið. Ísafjörður er nú, eftir breytingar á aðstæðum í Grænlandi, eini áfangastaður Icelandair sem þjónað yrði með Q200 vélunum. Til Akureyrar og Egilsstaða er flogið á Dash Q400 vélum sem eru nokkuð stærri og því hagkvæmari, en geta ekki lent á Ísafirði. Önnur flugfélög á Íslandi eiga ekki vélar sem eru ásættanlegar fyrir flug á Ísafjörð en horfa þarf til þess að Icelandair á tvær slíkar vélar og átta eru í eigu Air Greenland sem líklegt er að verða til sölu fljótlega. Nokkrar leiðir í boði Þó það sé ekki gaman að segja það, stefnir í að ríkisvaldið þurfi að stíga inn til að tryggja áfram flug af þeirri tíðni, öryggi og gæðum sem þarf til. Þá þarf fyrirsjáanleiki að vera mikill. Það á auðvitað við fyrir farþega og ferðaþjónustuna, en einkum fyrir flugfélögin. Kaup á flugvélum og öllu því sem til þarf í flugrekstur krefst fyrirsjáanleika í tekjum. Hér má líta til að minnsta kosti tveggja kosta. Sá fyrr er að farið verði í umtalsvert lengri útboð en tíðkast hefur hingað til, til dæmis 10–15 ár. Kostur tvö er að horft sé til fordæmis í ferjusiglingum til dæmis ferjunnar Baldurs þar sem ríkið á farartækið en býður út reksturinn til 3–5 ára í svokallaðri þurrleigu þar sem rekstraraðili annast allan rekstur og viðhald. Í þessu tilviki, þar sem viðhaldsþátturinn er talsvert stór, er sennilega betra að vélarnar verði tvær svo alltaf að minnsta kosti önnur til reiðu. Hvort heldur sem er, er eðlilegt að fleiri flugleiðir sem svipað er ástatt um verði teknar inn í myndina, og lítum við þar sérstaklega til Hafnar í Hornafirði, Húsavíkur, Bíldudals og Vestmannaeyja, en frekari greiningar þurfa að fara fram á þessu öllu saman. Við þökkum samgönguyfirvöldum, þingmönnum og ráðherrum fyrir hve hratt og vel unnið er að lausnum í málinu. Við í héraði munum ekki láta okkar eftir liggja til þess að tryggja að áfram verði hágæðaflugsamgöngur til Ísafjarðar. Gylfi Ólafsson formaður stjórnar Vestfjarðastofu Sigríður Ó. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun