Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 19. mars 2025 14:47 Það hefur verið þrálát mantra í umræðu um ferðaþjónustu undanfarin ár, að Ísland sem ferðamannaland, sé “í tísku” í heiminum. Allir vilji koma til Íslands og að ofboðslega margir ferðamenn komi til Íslands, algjörlega af sjálfu sér. Þegar blikur eru á lofti og einhvers konar samdráttur er í kortunum er fólk fljótt að grípa til þeirrar skýringar að Ísland sé að “detta úr tísku” eða sé hætt “að trenda”. Fáránleg hugmynd Það þarf ekki nema rétt að krafsa í yfirborðið til að átta sig á að sú hugmynd að Ísland hafi verið eða sé áfangastaður í tísku, er í besta falli fáránleg. Hún hefur líklega orðið til, þegar ferðaþjónusta á Íslandi tók vaxtarkipp á eftirhrunsárunum og í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli, þegar loksins sköpuðust aðstæður til að ná henni af algjöru frumstigi og yfir í alvöru atvinnugrein. Það hefur hins vegar ekkert með það að gera að landið sé í tísku og í raun má færa fyrir því góð rök að hið gagnstæða sé rétt. Á árinu 2024 voru um 1,4 milljarðar manna sem samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum flokkast sem ferðamenn, á ferð um heiminn. Þar af voru 770 milljónir gesta, sem heimsóttu áfangastaði í Evrópu. Hér má sjá lista yfir þau lönd, sem flestir ferðamenn heimsóttu árið 2023 (nýrri tölur ekki fáanlegar): 1 Frakkland: 100 milljónir 2 Spánn: 85,2 milljónir 3 USA: 66, 5 milljónir 4 Ítalía 57,2 milljónir 5 Tyrkland 55,2 milljónir Eitt minnsta ferðamannaland í Evrópu Hlutdeild Íslands í þessum mikla fjölda ferðamanna er rúmlega 2 milljónir á ári, eða svipaður fjöldi og kom til Afríkuríksins Mósambík árið 2023. Þessi fjöldi hefur lítið breyst undanfarin ár og ekki miklar líkur á að hann breytist til hækkunar á næstunni. Hlutdeild okkar í ferðamarkaði Evrópu árið 2024 var sem sagt 0,25%. Niðurstaðan er því sú að Ísland er ekki í tísku og hefur aldrei verið. Þvert á móti er Ísland eitt allra minnsta ferðamannaland í Evrópu, sé litið til fjölda ferðamanna - sem þó vissulega er ekki eini mælikvarðinn. Vægi ferðaþjónustunnar og mikilvægi í íslenska hagkerfinu er þó óvíða meira en á Íslandi, sem krefst þess af okkur að fara varlega í kringum hana. Hættulegt oflæti Því er þetta tal um að Ísland sem ferðamannaland sé í tísku algjörlega óviðeigandi og ég vil ganga svo langt að kalla það hættulegt oflæti. Við íslendingar erum þar með að stilla okkur upp í einhverja sérstöðu (eins og okkur er svo sem tamt), gera ráð fyrir því að við séum öðrum fremri og að önnur lögmál gildi um okkur en aðra. Minnir pínulítið á alþjóðlegu fjármálamiðstöðina, sem til stóð að koma hér á fót rétt fyrir fjármálahrunið. Ekkert verður til af engu Staðreyndin er sú, að bakvið hvern ferðamann sem kemur til Íslands liggur mikil vinna og fjárfesting. Það gerist ekkert af sjálfu sér. Nú eru enn og aftur blikur á lofti og flestir mælikvarðar benda til samdráttar í ferðaþjónustu á Íslandi á árinu 2025. Ástæður þess eru einkum taldar hátt verð og lítil sem engin neytendamarkaðssetning á vegum hins opinbera. Undir þessu sitja nýkjörin stjórnvöld og barma sér yfir öðrum loðnubrestinum í röð og leggja á ráðin með að leggja nýja skatta og gjöld á ferðamenn, í stað þess að skapa skilyrði til að auka verðmætasköpun greinarinnar. Því er það mikilvægt nú að við hættum endanlega að tala um að Ísland sé í tísku og átta okkur á að við þurfum að hafa jafnmikið og aðrir fyrir því og kosta jafnmiklu eða meiru til að að halda ferðaþjónustunni i blóma. Höfundur er framkvæmdastjóri Katla DMI ehf og fyrrverandi formaður SAF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðaþjónusta Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið þrálát mantra í umræðu um ferðaþjónustu undanfarin ár, að Ísland sem ferðamannaland, sé “í tísku” í heiminum. Allir vilji koma til Íslands og að ofboðslega margir ferðamenn komi til Íslands, algjörlega af sjálfu sér. Þegar blikur eru á lofti og einhvers konar samdráttur er í kortunum er fólk fljótt að grípa til þeirrar skýringar að Ísland sé að “detta úr tísku” eða sé hætt “að trenda”. Fáránleg hugmynd Það þarf ekki nema rétt að krafsa í yfirborðið til að átta sig á að sú hugmynd að Ísland hafi verið eða sé áfangastaður í tísku, er í besta falli fáránleg. Hún hefur líklega orðið til, þegar ferðaþjónusta á Íslandi tók vaxtarkipp á eftirhrunsárunum og í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli, þegar loksins sköpuðust aðstæður til að ná henni af algjöru frumstigi og yfir í alvöru atvinnugrein. Það hefur hins vegar ekkert með það að gera að landið sé í tísku og í raun má færa fyrir því góð rök að hið gagnstæða sé rétt. Á árinu 2024 voru um 1,4 milljarðar manna sem samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum flokkast sem ferðamenn, á ferð um heiminn. Þar af voru 770 milljónir gesta, sem heimsóttu áfangastaði í Evrópu. Hér má sjá lista yfir þau lönd, sem flestir ferðamenn heimsóttu árið 2023 (nýrri tölur ekki fáanlegar): 1 Frakkland: 100 milljónir 2 Spánn: 85,2 milljónir 3 USA: 66, 5 milljónir 4 Ítalía 57,2 milljónir 5 Tyrkland 55,2 milljónir Eitt minnsta ferðamannaland í Evrópu Hlutdeild Íslands í þessum mikla fjölda ferðamanna er rúmlega 2 milljónir á ári, eða svipaður fjöldi og kom til Afríkuríksins Mósambík árið 2023. Þessi fjöldi hefur lítið breyst undanfarin ár og ekki miklar líkur á að hann breytist til hækkunar á næstunni. Hlutdeild okkar í ferðamarkaði Evrópu árið 2024 var sem sagt 0,25%. Niðurstaðan er því sú að Ísland er ekki í tísku og hefur aldrei verið. Þvert á móti er Ísland eitt allra minnsta ferðamannaland í Evrópu, sé litið til fjölda ferðamanna - sem þó vissulega er ekki eini mælikvarðinn. Vægi ferðaþjónustunnar og mikilvægi í íslenska hagkerfinu er þó óvíða meira en á Íslandi, sem krefst þess af okkur að fara varlega í kringum hana. Hættulegt oflæti Því er þetta tal um að Ísland sem ferðamannaland sé í tísku algjörlega óviðeigandi og ég vil ganga svo langt að kalla það hættulegt oflæti. Við íslendingar erum þar með að stilla okkur upp í einhverja sérstöðu (eins og okkur er svo sem tamt), gera ráð fyrir því að við séum öðrum fremri og að önnur lögmál gildi um okkur en aðra. Minnir pínulítið á alþjóðlegu fjármálamiðstöðina, sem til stóð að koma hér á fót rétt fyrir fjármálahrunið. Ekkert verður til af engu Staðreyndin er sú, að bakvið hvern ferðamann sem kemur til Íslands liggur mikil vinna og fjárfesting. Það gerist ekkert af sjálfu sér. Nú eru enn og aftur blikur á lofti og flestir mælikvarðar benda til samdráttar í ferðaþjónustu á Íslandi á árinu 2025. Ástæður þess eru einkum taldar hátt verð og lítil sem engin neytendamarkaðssetning á vegum hins opinbera. Undir þessu sitja nýkjörin stjórnvöld og barma sér yfir öðrum loðnubrestinum í röð og leggja á ráðin með að leggja nýja skatta og gjöld á ferðamenn, í stað þess að skapa skilyrði til að auka verðmætasköpun greinarinnar. Því er það mikilvægt nú að við hættum endanlega að tala um að Ísland sé í tísku og átta okkur á að við þurfum að hafa jafnmikið og aðrir fyrir því og kosta jafnmiklu eða meiru til að að halda ferðaþjónustunni i blóma. Höfundur er framkvæmdastjóri Katla DMI ehf og fyrrverandi formaður SAF.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun