Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson og Tina Paic skrifa 17. mars 2025 13:01 Virðisaukaskattur er flestum okkar vel kunnugur. Snertiflöturinn er víða, hann er í hverri einustu verslun, á nánast hverri einustu kvittun og er hann í raun óumflýjanlegur hluti af daglegum viðskiptum. Flest fyrirtæki og einstaklingar í atvinnurekstri geta dregið þann virðisaukaskatt sem þau greiða af aðföngum sínum frá þeim virðisaukaskatti sem þau innheimta við sölu, þannig að skatturinn leggst í raun á neytendur. En hvað með sveitarfélögin? Þau veita margvíslega grunnþjónustu, byggja upp innviði, reka skóla og annast velferðarmál svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir það eru þau almennt ekki í virðisaukaskattskyldum rekstri. Það þýðir að sveitarfélögin innheimta almennt ekki virðisaukaskatt, en greiða hann engu að síður af flest öllum vörum og þjónustu sem þau kaupa. Til að vega upp á móti þessu eiga sveitarfélög, sem og aðrir opinberir aðilar svo sem ríkið og stofnanir, ákveðinn rétt til að sækja endurgreiðslu á greiddum virðisaukaskatti. En hvernig virkar það kerfi í raun og veru? Hvað er endurgreitt – og hvað ekki? Aðilarnir njóta takmarkaðs endurgreiðsluréttar samkvæmt lögum um virðisaukaskatt. Þau geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þau greiða af ákveðnum útgjöldum, en alls ekki öllum. Umfang endurgreiðslu ræðst af eðli útgjaldanna. Þannig geta sveitarfélög t.d. fengið fulla endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna sorphreinsunar, ræstingar, snjómoksturs, björgunarstarfa og sérfræðiþjónustu. Hins vegar er alls ekki virðisaukaskattur af allri þjónustu sem sveitarfélög kaupa endurgreiddur að fullu. Í sumum tilfellum fá þau einungis hluta af virðisaukaskattinum endurgreiddan og í öðrum tilfellum fá þau alls enga endurgreiðslu. Þetta getur leitt til þess að sveitarfélög greiða virðisaukaskatt af aðföngum í rekstri sínum, án þess að fá hann endurgreiddan. Þegar fyrirtæki kaupir tölvubúnað fyrir rekstur sinn greiðir það virðisaukaskatt af kaupverðinu, en getur síðan dregið þá upphæð frá þeim virðisaukaskatti sem það innheimtir af sínum viðskiptavinum. Sveitarfélög, aftur á móti, hafa enga slíka leið. Þau greiða virðisaukaskatt af tölvubúnaði sem þau kaupa, en ef sú þjónusta sem tölvubúnaðurinn styður fellur ekki undir endurgreiðsluréttinn, verður þessi skattur hreinn kostnaður fyrir sveitarfélagið sem þarf að fjármagna. Hvaða „aðrir“ opinberu aðilar falla undir reglurnar? Það eru þó ekki einungis ríki, sveitarfélög og stofnanir sem eiga rétt á endurgreiðslu heldur mögulega einnig aðrir opinberir aðilar. Nýlega féll úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 10/2025 þar sem deilt var um hvort sjálfseignarstofnun um framhaldsskóla gæti fallið undir endurgreiðslureglurnar sem opinber aðili. Sjálfeignastofnunin sem slík var ekki opinber aðili og hafnaði skatturinn því upphaflega endurgreiðslu beiðni þess. Í stuttu máli þá féllst Yfirskattanefnd ekki á rök Skattsins og taldi að sjálfseignarstofnunin sem um ræddi félli undir endurgreiðsluheimildina sem opinber aðili í grunninn vegna m.a, eðlis starfseminnar sjálfrar, lagaumhverfis, eftirlits og að stærsti hluti rekstrarkostnaðar sem og kostnaður við uppbyggingu skólans var borinn af hinu opinbera. Þannig var niðurstaðan sú að sjálfseignarstofnunin fékk fullan rétt til endurgreiðslu líkt og opinber aðili. Eins og þetta dæmi sýnir falla án efa fleiri aðilar undir reglurnar heldur en ætla mætti og því mikilvægt fyrir alla sem starfa í þessum geira að kanna rétt sinn m.t.t. endurgreiðslu. Lokaorð Virðisaukaskattur sveitarfélaga og opinbera aðila er flókið mál sem hefur fjárhagslegar afleiðingar í för með sér og getur þannig haft áhrif á þjónustu við íbúa þegar horft er á heildarmyndina. Það má auðvitað alltaf deila um það hvort kerfið sé sanngjarnt eða ekki en eitt er víst að þetta er mál sem skiptir sveitarfélög landsins og aðra opinbera aðila miklu máli. Það er því mikilvægt að aðilar þekki rétt sinn og fái nauðsynlegar leiðbeiningar þegar við á en hugsanlega er til staðar endurgreiðsluréttur sem aðilar eru ekki meðvitaðir um og því mikilvægt að þekkja rétt sinn. Höfundar: Helgi Már Jósepsson og Tina Paic hjá KPMG Law. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Virðisaukaskattur er flestum okkar vel kunnugur. Snertiflöturinn er víða, hann er í hverri einustu verslun, á nánast hverri einustu kvittun og er hann í raun óumflýjanlegur hluti af daglegum viðskiptum. Flest fyrirtæki og einstaklingar í atvinnurekstri geta dregið þann virðisaukaskatt sem þau greiða af aðföngum sínum frá þeim virðisaukaskatti sem þau innheimta við sölu, þannig að skatturinn leggst í raun á neytendur. En hvað með sveitarfélögin? Þau veita margvíslega grunnþjónustu, byggja upp innviði, reka skóla og annast velferðarmál svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir það eru þau almennt ekki í virðisaukaskattskyldum rekstri. Það þýðir að sveitarfélögin innheimta almennt ekki virðisaukaskatt, en greiða hann engu að síður af flest öllum vörum og þjónustu sem þau kaupa. Til að vega upp á móti þessu eiga sveitarfélög, sem og aðrir opinberir aðilar svo sem ríkið og stofnanir, ákveðinn rétt til að sækja endurgreiðslu á greiddum virðisaukaskatti. En hvernig virkar það kerfi í raun og veru? Hvað er endurgreitt – og hvað ekki? Aðilarnir njóta takmarkaðs endurgreiðsluréttar samkvæmt lögum um virðisaukaskatt. Þau geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þau greiða af ákveðnum útgjöldum, en alls ekki öllum. Umfang endurgreiðslu ræðst af eðli útgjaldanna. Þannig geta sveitarfélög t.d. fengið fulla endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna sorphreinsunar, ræstingar, snjómoksturs, björgunarstarfa og sérfræðiþjónustu. Hins vegar er alls ekki virðisaukaskattur af allri þjónustu sem sveitarfélög kaupa endurgreiddur að fullu. Í sumum tilfellum fá þau einungis hluta af virðisaukaskattinum endurgreiddan og í öðrum tilfellum fá þau alls enga endurgreiðslu. Þetta getur leitt til þess að sveitarfélög greiða virðisaukaskatt af aðföngum í rekstri sínum, án þess að fá hann endurgreiddan. Þegar fyrirtæki kaupir tölvubúnað fyrir rekstur sinn greiðir það virðisaukaskatt af kaupverðinu, en getur síðan dregið þá upphæð frá þeim virðisaukaskatti sem það innheimtir af sínum viðskiptavinum. Sveitarfélög, aftur á móti, hafa enga slíka leið. Þau greiða virðisaukaskatt af tölvubúnaði sem þau kaupa, en ef sú þjónusta sem tölvubúnaðurinn styður fellur ekki undir endurgreiðsluréttinn, verður þessi skattur hreinn kostnaður fyrir sveitarfélagið sem þarf að fjármagna. Hvaða „aðrir“ opinberu aðilar falla undir reglurnar? Það eru þó ekki einungis ríki, sveitarfélög og stofnanir sem eiga rétt á endurgreiðslu heldur mögulega einnig aðrir opinberir aðilar. Nýlega féll úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 10/2025 þar sem deilt var um hvort sjálfseignarstofnun um framhaldsskóla gæti fallið undir endurgreiðslureglurnar sem opinber aðili. Sjálfeignastofnunin sem slík var ekki opinber aðili og hafnaði skatturinn því upphaflega endurgreiðslu beiðni þess. Í stuttu máli þá féllst Yfirskattanefnd ekki á rök Skattsins og taldi að sjálfseignarstofnunin sem um ræddi félli undir endurgreiðsluheimildina sem opinber aðili í grunninn vegna m.a, eðlis starfseminnar sjálfrar, lagaumhverfis, eftirlits og að stærsti hluti rekstrarkostnaðar sem og kostnaður við uppbyggingu skólans var borinn af hinu opinbera. Þannig var niðurstaðan sú að sjálfseignarstofnunin fékk fullan rétt til endurgreiðslu líkt og opinber aðili. Eins og þetta dæmi sýnir falla án efa fleiri aðilar undir reglurnar heldur en ætla mætti og því mikilvægt fyrir alla sem starfa í þessum geira að kanna rétt sinn m.t.t. endurgreiðslu. Lokaorð Virðisaukaskattur sveitarfélaga og opinbera aðila er flókið mál sem hefur fjárhagslegar afleiðingar í för með sér og getur þannig haft áhrif á þjónustu við íbúa þegar horft er á heildarmyndina. Það má auðvitað alltaf deila um það hvort kerfið sé sanngjarnt eða ekki en eitt er víst að þetta er mál sem skiptir sveitarfélög landsins og aðra opinbera aðila miklu máli. Það er því mikilvægt að aðilar þekki rétt sinn og fái nauðsynlegar leiðbeiningar þegar við á en hugsanlega er til staðar endurgreiðsluréttur sem aðilar eru ekki meðvitaðir um og því mikilvægt að þekkja rétt sinn. Höfundar: Helgi Már Jósepsson og Tina Paic hjá KPMG Law.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun