Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar 17. mars 2025 07:32 Líkt og fram hefur komið í viðtölum við Vilhjálm Árnason, formann stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur nefndinni borist erindi þar sem óskað er eftir því að sett verði á laggirnar rannsóknarnefnd Alþings vegna "byrlunarmálsins" svonefnda. Ekki er óalgengt að borgarar óski eftir því að þingnefndir skoði mál en það er afar fátítt að stofnuð hafi verið sérstök rannsóknarnefnd og hefur það reyndar bara gerst fimm sinnum. Óhætt er að fullyrða að þær rannsóknir hafi verið um stærri samfélagslega hagsmuni en hér eru undir, með fullri virðingu fyrir öllum hlutaðeigandi. Í þessu mál þarf stjórnskipunar og eftirlitsnefnd að vanda sig sérstaklega vel. Í henni sitja stjórnmálamenn og í alvöru lýðræðisríkjum tíðkast það ekki að stjórnmálamenn rannsaki fréttaflutning fjölmiðla, grennslist fyrir um heimildarmenn þeirra eða yfirheyri fréttamenn um vinnubrögð. Samkvæmt lögum þarf stjórnskipunar og eftirlitsnefnd að fara í talsverða undirbúningsvinnu til að ákveða hvort stofna skuli rannsóknarnefndina og vandséð er að það verði gert öðru vísi en með því að kalla fjölmiðlana ásamt fleiri gestum fyrir þingnefndina. Það var í það minnsta ferlið á síðasta kjörtímabili þegar skipuð var rannsóknarnefnd vegna snjóflóðanna í Súðavík. Með öðrum orðum, í þessu tilfelli er það pólitísk ákvörðun að láta rannsaka tilteknar fréttir, vinnubrögð, samstarf og notkun fjölmiðla á gögnum og heimildum og samskipti þeirra við heimildarmenn. Í því ljósi vona ég að nefndin hafi í huga að það er ástæða fyrir því í lýðræðisríkjum að reynt er að koma upp eldveggjum á milli fjölmiðla og stjórnmála. Fjölmiðlar njóta sérstakrar verndar í lögum og það er ástæða fyrir því. Þeir eiga að vera sjálfstæðir og óháðir stjórnvöldum. Í þessu samhengi er líka algert grundvallaratriði að lögregla hefur nú þegar rannsakað þetta tiltekna mál. Vel og lengi. Árum saman voru blaðamenn til rannsóknar og niðurstaðan varð sú ekki þótti ástæða til að ákæra þá fyrir byrlun, símaþjófnað, dreifingu kynlífsefnis eða annað misjafnt. Vantaði samt ekkert upp á ásakanir um slíkt í opinberri umræðu. Stjórnmálamenn eiga ekki að taka sér það vald að véfengja niðurstöðu margra ára lögreglurannsóknar eða taka undir fabúleringar um mögulega sekt þeirra sem hreinsaðir hafa verið í slíkri rannsókn. Þessum orðum beini ég sérstaklega til formanns nefndarinnar sem talað hefur ógætilega um þetta í fjölmiðlaviðtölum að mínu mati. Við erum ekki Rússland. Ég vona að stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hafi þetta allt í huga og stígi varlega til jarðar. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Byrlunar- og símastuldarmálið Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Líkt og fram hefur komið í viðtölum við Vilhjálm Árnason, formann stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur nefndinni borist erindi þar sem óskað er eftir því að sett verði á laggirnar rannsóknarnefnd Alþings vegna "byrlunarmálsins" svonefnda. Ekki er óalgengt að borgarar óski eftir því að þingnefndir skoði mál en það er afar fátítt að stofnuð hafi verið sérstök rannsóknarnefnd og hefur það reyndar bara gerst fimm sinnum. Óhætt er að fullyrða að þær rannsóknir hafi verið um stærri samfélagslega hagsmuni en hér eru undir, með fullri virðingu fyrir öllum hlutaðeigandi. Í þessu mál þarf stjórnskipunar og eftirlitsnefnd að vanda sig sérstaklega vel. Í henni sitja stjórnmálamenn og í alvöru lýðræðisríkjum tíðkast það ekki að stjórnmálamenn rannsaki fréttaflutning fjölmiðla, grennslist fyrir um heimildarmenn þeirra eða yfirheyri fréttamenn um vinnubrögð. Samkvæmt lögum þarf stjórnskipunar og eftirlitsnefnd að fara í talsverða undirbúningsvinnu til að ákveða hvort stofna skuli rannsóknarnefndina og vandséð er að það verði gert öðru vísi en með því að kalla fjölmiðlana ásamt fleiri gestum fyrir þingnefndina. Það var í það minnsta ferlið á síðasta kjörtímabili þegar skipuð var rannsóknarnefnd vegna snjóflóðanna í Súðavík. Með öðrum orðum, í þessu tilfelli er það pólitísk ákvörðun að láta rannsaka tilteknar fréttir, vinnubrögð, samstarf og notkun fjölmiðla á gögnum og heimildum og samskipti þeirra við heimildarmenn. Í því ljósi vona ég að nefndin hafi í huga að það er ástæða fyrir því í lýðræðisríkjum að reynt er að koma upp eldveggjum á milli fjölmiðla og stjórnmála. Fjölmiðlar njóta sérstakrar verndar í lögum og það er ástæða fyrir því. Þeir eiga að vera sjálfstæðir og óháðir stjórnvöldum. Í þessu samhengi er líka algert grundvallaratriði að lögregla hefur nú þegar rannsakað þetta tiltekna mál. Vel og lengi. Árum saman voru blaðamenn til rannsóknar og niðurstaðan varð sú ekki þótti ástæða til að ákæra þá fyrir byrlun, símaþjófnað, dreifingu kynlífsefnis eða annað misjafnt. Vantaði samt ekkert upp á ásakanir um slíkt í opinberri umræðu. Stjórnmálamenn eiga ekki að taka sér það vald að véfengja niðurstöðu margra ára lögreglurannsóknar eða taka undir fabúleringar um mögulega sekt þeirra sem hreinsaðir hafa verið í slíkri rannsókn. Þessum orðum beini ég sérstaklega til formanns nefndarinnar sem talað hefur ógætilega um þetta í fjölmiðlaviðtölum að mínu mati. Við erum ekki Rússland. Ég vona að stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hafi þetta allt í huga og stígi varlega til jarðar. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun