Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson og Vilhjálmur Hilmarsson skrifa 14. mars 2025 07:03 Ungt fólk í dag greiðir tífalt hærri raunvexti af námslánum en foreldrar þeirra, og niðurfelling höfuðstóls við útskrift nægir ekki til að jafna stöðuna milli kynslóða. Í umsögn Visku og Stúdentaráðs Háskóla Íslandser fjallað um þessar sláandi staðreyndir. Bent er á að núverandi fyrirkomulag námslána festi ójöfnuð milli kynslóða í sessi. Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær stjórnvöld grípa til aðgerða. Allt að 61% dýrari námslán en í gamla kerfinu Núverandi námslánakerfi skapar kerfisbundinn ójöfnuð milli kynslóðanna. Þau sem tóku lán fyrir 2020 greiða nú 0,4% raunvexti af sínum lánum, á meðan þau sem tóku lán eftir 2020 greiða tífalt hærri raunvexti eða 4%, samkvæmt núverandi vaxtatöflu. Þótt ungt fólk í dag geti fengið 30% niðurfellingu á höfuðstól lána við útskrift, ef útskrifast er á réttum tíma, nægir hún ekki til að að jafna stöðuna milli kynslóða. Ef fólk hlýtur 30% niðurfellingu verður heildargreiðsla námslána yfir starfsævina 13% hærri en hún væri undir skilmálum gamla kerfisins. Fyrir þau sem ekki útskrifast á réttum tíma er staðan mun verri – þau geta búist við að greiða 61% meira af námsláni yfir starfsævina en undir skilmálum gamla kerfisins. Er hér miðað við núverandi skilmála lána, 3% verðbólgu á endurgreiðslutíma og verðtryggð lán í öllum tilfellum. 25% niðurfelling eftir hverja önn og 15% við námslok - eins og í Noregi Viska og SHÍ fagna því að heimila eigi niðurfellingu höfuðstóls eftir hverja önn, en leggja til að hún verði hækkuð í 25% eftir hverja önn og 15% við námslok, eins og í Noregi. Með því myndi greiðslubyrði námslána jafnast milli gamla og nýja kerfisins og milli kynslóðanna. Hins vegar myndi það fyrst og fremst gagnast þeim sem ljúka námi á réttum tíma. Þau sem dragast aftur úr myndu áfram sitja uppi með mun hærri skuldabyrði en foreldrar þeirra. Hvaða einstæða foreldri getur lifað á 329 þúsund krónum á mánuði? Námslánakerfið er ekki aðeins óhagstætt með tilliti til endurgreiðslu yfir starfsævina, heldur endurspegla lánin engan veginn framfærslukostnað á tíma náms. Til dæmis eru ráðstöfunartekjur einstæðs foreldris í leiguhúsnæði um 329.000 krónur á mánuði að teknu tilliti til reiknaðrar framfærslu skv. reglum lána sem og húsaleigubóta. Framfærsluviðmið Umboðsmanns skuldara fyrir einstætt foreldri, til viðbótar við líklegt leiguverð er 483.000 krónur á mánuði. Þetta er 47% hærri upphæð en námslánakerfið gerir ráð fyrir. Er furða að íslenskir námsmenn setji Evrópumet í atvinnuþátttöku? Sköpum námslánakerfi sem vinnur með ungu fólki – ekki gegn því Stjórnvöld standa frammi fyrir skýru vali: Halda áfram að skuldsetja ungt fólk og takmarka fjárhagslegt sjálfstæði þeirra eða gera róttækar breytingar á kerfinu. Hækka þarf niðurfellingu námslána í 25% eftir hverja önn og 15% við námslok til að jafna stöðu kynslóðanna. Tryggja þarf námsmönnum mannsæmandi framfærslu á tíma náms. Að lokum þarf að nýta vannýtt úrræði í kerfinu. Meðal þeirra er heimild til að veita ívilnanir við endurgreiðslu námslána - fyrir starfsstéttir þar sem skortur er á fagfólki. Þessar ívilnanir hafa verið illa nýttar, en með þeim mætti styðja við lykilstéttir sem skortur er á, og efla brothættar byggðir. Slíkt hugrekki af hálfu stjórnvalda myndi ekki aðeins hjálpa ungu fólki heldur hagkerfinu í heild sinni. Það er kominn tími til að stjórnvöld séu hugrökk og taki vanda námslánakerfisins alvarlega. Kerfið þarf að vinna með ungu fólki, ekki gegn því. Vilhjálmur er hagfræðingur Visku stéttarfélags og Júlíus er Lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlíus Viggó Ólafsson Háskólar Námslán Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ungt fólk í dag greiðir tífalt hærri raunvexti af námslánum en foreldrar þeirra, og niðurfelling höfuðstóls við útskrift nægir ekki til að jafna stöðuna milli kynslóða. Í umsögn Visku og Stúdentaráðs Háskóla Íslandser fjallað um þessar sláandi staðreyndir. Bent er á að núverandi fyrirkomulag námslána festi ójöfnuð milli kynslóða í sessi. Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær stjórnvöld grípa til aðgerða. Allt að 61% dýrari námslán en í gamla kerfinu Núverandi námslánakerfi skapar kerfisbundinn ójöfnuð milli kynslóðanna. Þau sem tóku lán fyrir 2020 greiða nú 0,4% raunvexti af sínum lánum, á meðan þau sem tóku lán eftir 2020 greiða tífalt hærri raunvexti eða 4%, samkvæmt núverandi vaxtatöflu. Þótt ungt fólk í dag geti fengið 30% niðurfellingu á höfuðstól lána við útskrift, ef útskrifast er á réttum tíma, nægir hún ekki til að að jafna stöðuna milli kynslóða. Ef fólk hlýtur 30% niðurfellingu verður heildargreiðsla námslána yfir starfsævina 13% hærri en hún væri undir skilmálum gamla kerfisins. Fyrir þau sem ekki útskrifast á réttum tíma er staðan mun verri – þau geta búist við að greiða 61% meira af námsláni yfir starfsævina en undir skilmálum gamla kerfisins. Er hér miðað við núverandi skilmála lána, 3% verðbólgu á endurgreiðslutíma og verðtryggð lán í öllum tilfellum. 25% niðurfelling eftir hverja önn og 15% við námslok - eins og í Noregi Viska og SHÍ fagna því að heimila eigi niðurfellingu höfuðstóls eftir hverja önn, en leggja til að hún verði hækkuð í 25% eftir hverja önn og 15% við námslok, eins og í Noregi. Með því myndi greiðslubyrði námslána jafnast milli gamla og nýja kerfisins og milli kynslóðanna. Hins vegar myndi það fyrst og fremst gagnast þeim sem ljúka námi á réttum tíma. Þau sem dragast aftur úr myndu áfram sitja uppi með mun hærri skuldabyrði en foreldrar þeirra. Hvaða einstæða foreldri getur lifað á 329 þúsund krónum á mánuði? Námslánakerfið er ekki aðeins óhagstætt með tilliti til endurgreiðslu yfir starfsævina, heldur endurspegla lánin engan veginn framfærslukostnað á tíma náms. Til dæmis eru ráðstöfunartekjur einstæðs foreldris í leiguhúsnæði um 329.000 krónur á mánuði að teknu tilliti til reiknaðrar framfærslu skv. reglum lána sem og húsaleigubóta. Framfærsluviðmið Umboðsmanns skuldara fyrir einstætt foreldri, til viðbótar við líklegt leiguverð er 483.000 krónur á mánuði. Þetta er 47% hærri upphæð en námslánakerfið gerir ráð fyrir. Er furða að íslenskir námsmenn setji Evrópumet í atvinnuþátttöku? Sköpum námslánakerfi sem vinnur með ungu fólki – ekki gegn því Stjórnvöld standa frammi fyrir skýru vali: Halda áfram að skuldsetja ungt fólk og takmarka fjárhagslegt sjálfstæði þeirra eða gera róttækar breytingar á kerfinu. Hækka þarf niðurfellingu námslána í 25% eftir hverja önn og 15% við námslok til að jafna stöðu kynslóðanna. Tryggja þarf námsmönnum mannsæmandi framfærslu á tíma náms. Að lokum þarf að nýta vannýtt úrræði í kerfinu. Meðal þeirra er heimild til að veita ívilnanir við endurgreiðslu námslána - fyrir starfsstéttir þar sem skortur er á fagfólki. Þessar ívilnanir hafa verið illa nýttar, en með þeim mætti styðja við lykilstéttir sem skortur er á, og efla brothættar byggðir. Slíkt hugrekki af hálfu stjórnvalda myndi ekki aðeins hjálpa ungu fólki heldur hagkerfinu í heild sinni. Það er kominn tími til að stjórnvöld séu hugrökk og taki vanda námslánakerfisins alvarlega. Kerfið þarf að vinna með ungu fólki, ekki gegn því. Vilhjálmur er hagfræðingur Visku stéttarfélags og Júlíus er Lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun