Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar 10. mars 2025 09:02 Í upphafi árs opnaði ríkisstjórnin fyrir svæði á samráðsgáttinni þar sem hver sem er gat sent inn hagræðingartillögur. Í vikunni kynnti starfshópur, sem hafði fengið það verkefni að fara yfir tillögurnar, niðurstöðu vinnu sinnar og þær tillögur sem þóttu frambærilegar. Þar var margt gott að finna og vil ég eftir fremsta megni hvetja ríkisstjórnina til dáða í að framfylgja þeim vel flestum. Eina tillögu þarf engu að síður að að setja alvarlegan varnagla við, en hún fjallar um rafræna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Það er rétt sem kemur fram í tillögunni að utankjörfundar atkvæðagreiðsla er dýr, og að þjóðskrá er þegar með kerfi til staðar sem við flest öll notum oft á viku, jafnvel oft á dag, til að sannreyna hver við erum. En það er margt annað sem spilar inn í kosningar sem tillagan bersýnilega tekur ekki tillit til. Hornsteinar kosninga Þegar við göngum til kosninga þá eru tvö grundvallaratriði, tveir hornsteinar, sem verða að vera til staðar til að halda samfélagssáttmálanum sem lýðræðið er á lífi. Það eru traust og leynd. ➢Traust: Við verðum að geta treyst því að atkvæði okkar komist til skila, óbreytt og sé talið. ➢Leynd: Við verðum að hafa algjörlega leynd yfir því hver kaus hvað, og að hvert atkvæði sé með öllu órekjanlegt til kjósandans. Í stutu máli má segja að í rafrænum kosningum er ekki hægt að hafa algjört traust á kerfinu án þess að hafa einhverja leið til að rekja atkvæðið til kjósandans, og það er ekki hægt að hafa algjöra leynd á því hver kaus hvað án þess að fórna trausti á kerfinu. Þetta var staðan þegar internetið var fyrst að komast í almenna notkun og fólk reifaði hugmyndir um að kjósa í gegnum netið, og það er jafn satt í dag þrátt fyrir allar þær tæknilegur framþróanir sem hafa orðið í gegnum árin. Vandamálið er ekki að tæknin sé ekki til staðar. Vandamálið er að tæknin er í eðli sínu ósamræmanleg grunnkröfum kosninga. Traust Vandamál rafrænna kosninga við traust er í grunninn það að engin leið er fyrir hinn almenna kjósanda að treysta því, hvað þá að sannreyna, að hugbúnaðurinn sem er í notkun sé að gera það sem hann á að gera. Hvort sem um er að ræða þann hugbúnað sem er notaður til að taka á móti atkvæðinu, sem notaður er til að flytja öll atkvæði í eina miðlæga tölvu sem sér um talningu, eða sem telur atkvæðin í lokin. Einhverjir gætu lagt til að að notast einungis við svokallaðan “open source” hugbúnað, þar sem allir hafa aðgang að kóðanum og gætu sannreynt það að allur hugbúnaður geri það sem hann eigi að gera. En hvernig sannreynir maður að það sé hugbúnaðurinn sem er í raun og veru notaður? Þá snertir þetta líka ekki á þeim einfalda punkti að hinn almenni kjósandi hefur litla þekkingu á forritun og kóða og þarf alltaf að treysta einhverjum þriðja aðila að sannreyna allt fyrir sig. Það skilja allar blað og blýant, fæstir skilja C++. Leynd Til er lausn við fyrrnefndum vandamálum. Ef við gerum atkvæðin sem miðstýrða tölvan telur í lokin rekjanleg til þeirra sem kusu þá væri lítið mál að sannreyna niðurstöðurnar en það þverbrýtur hinn grundvallarpunktinn, leynd. Ef atkvæðið væri rekjanlegt gætu óprúttnir aðilar þvingað fólk til að kjósa á einn veg eða annan, stjórnmálaöfl, fyrirtæki, og aðrir hagaðilar gætu boðið alls konar mútur gegn því að fólk kysi eins og þeim hugnaðist, og fólk í ofbeldissamböndum gæti verið þvingað af maka sínum á sama hátt. Í stuttu máli þá væri grunngildi lýðræðisins, einn maður - eitt atkvæði, fallið um sjálft sig. Fleiri vankantar eru á rafrænum kosningum en ég læt hér við sitja. En ég vona bæði lesendur, og sérstaklega ríkisstjórnin, séu orðin sannfærð um það að rafrænar kosningar séu verulega varhugaverðar, og að það sé ekki þess virði að gefa upp lýðræðið fyrir þær milljónir sem myndu hugsanlega, mögulega, kannski sparast. Höfundur er B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og stjórnarmaður í Uppreisn, ungliðahreyfingu Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Í upphafi árs opnaði ríkisstjórnin fyrir svæði á samráðsgáttinni þar sem hver sem er gat sent inn hagræðingartillögur. Í vikunni kynnti starfshópur, sem hafði fengið það verkefni að fara yfir tillögurnar, niðurstöðu vinnu sinnar og þær tillögur sem þóttu frambærilegar. Þar var margt gott að finna og vil ég eftir fremsta megni hvetja ríkisstjórnina til dáða í að framfylgja þeim vel flestum. Eina tillögu þarf engu að síður að að setja alvarlegan varnagla við, en hún fjallar um rafræna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Það er rétt sem kemur fram í tillögunni að utankjörfundar atkvæðagreiðsla er dýr, og að þjóðskrá er þegar með kerfi til staðar sem við flest öll notum oft á viku, jafnvel oft á dag, til að sannreyna hver við erum. En það er margt annað sem spilar inn í kosningar sem tillagan bersýnilega tekur ekki tillit til. Hornsteinar kosninga Þegar við göngum til kosninga þá eru tvö grundvallaratriði, tveir hornsteinar, sem verða að vera til staðar til að halda samfélagssáttmálanum sem lýðræðið er á lífi. Það eru traust og leynd. ➢Traust: Við verðum að geta treyst því að atkvæði okkar komist til skila, óbreytt og sé talið. ➢Leynd: Við verðum að hafa algjörlega leynd yfir því hver kaus hvað, og að hvert atkvæði sé með öllu órekjanlegt til kjósandans. Í stutu máli má segja að í rafrænum kosningum er ekki hægt að hafa algjört traust á kerfinu án þess að hafa einhverja leið til að rekja atkvæðið til kjósandans, og það er ekki hægt að hafa algjöra leynd á því hver kaus hvað án þess að fórna trausti á kerfinu. Þetta var staðan þegar internetið var fyrst að komast í almenna notkun og fólk reifaði hugmyndir um að kjósa í gegnum netið, og það er jafn satt í dag þrátt fyrir allar þær tæknilegur framþróanir sem hafa orðið í gegnum árin. Vandamálið er ekki að tæknin sé ekki til staðar. Vandamálið er að tæknin er í eðli sínu ósamræmanleg grunnkröfum kosninga. Traust Vandamál rafrænna kosninga við traust er í grunninn það að engin leið er fyrir hinn almenna kjósanda að treysta því, hvað þá að sannreyna, að hugbúnaðurinn sem er í notkun sé að gera það sem hann á að gera. Hvort sem um er að ræða þann hugbúnað sem er notaður til að taka á móti atkvæðinu, sem notaður er til að flytja öll atkvæði í eina miðlæga tölvu sem sér um talningu, eða sem telur atkvæðin í lokin. Einhverjir gætu lagt til að að notast einungis við svokallaðan “open source” hugbúnað, þar sem allir hafa aðgang að kóðanum og gætu sannreynt það að allur hugbúnaður geri það sem hann eigi að gera. En hvernig sannreynir maður að það sé hugbúnaðurinn sem er í raun og veru notaður? Þá snertir þetta líka ekki á þeim einfalda punkti að hinn almenni kjósandi hefur litla þekkingu á forritun og kóða og þarf alltaf að treysta einhverjum þriðja aðila að sannreyna allt fyrir sig. Það skilja allar blað og blýant, fæstir skilja C++. Leynd Til er lausn við fyrrnefndum vandamálum. Ef við gerum atkvæðin sem miðstýrða tölvan telur í lokin rekjanleg til þeirra sem kusu þá væri lítið mál að sannreyna niðurstöðurnar en það þverbrýtur hinn grundvallarpunktinn, leynd. Ef atkvæðið væri rekjanlegt gætu óprúttnir aðilar þvingað fólk til að kjósa á einn veg eða annan, stjórnmálaöfl, fyrirtæki, og aðrir hagaðilar gætu boðið alls konar mútur gegn því að fólk kysi eins og þeim hugnaðist, og fólk í ofbeldissamböndum gæti verið þvingað af maka sínum á sama hátt. Í stuttu máli þá væri grunngildi lýðræðisins, einn maður - eitt atkvæði, fallið um sjálft sig. Fleiri vankantar eru á rafrænum kosningum en ég læt hér við sitja. En ég vona bæði lesendur, og sérstaklega ríkisstjórnin, séu orðin sannfærð um það að rafrænar kosningar séu verulega varhugaverðar, og að það sé ekki þess virði að gefa upp lýðræðið fyrir þær milljónir sem myndu hugsanlega, mögulega, kannski sparast. Höfundur er B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og stjórnarmaður í Uppreisn, ungliðahreyfingu Viðreisnar.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun