Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 6. mars 2025 16:05 PostNord, póstþjónusta Danmerkur mun hætta bréfasendingum í lok árs. Unsplash/Andersen Jensen PostNord sem er ríkisrekin póstþjónusta Danmerkur mun hætta að bera út bréf í lok árs 2025. Bréfsendingum hefur fækkað um 90% frá aldamótum. Samkvæmt frétt BBC um málið lýkur þar með 400 ára sögu póstburðarþjónustunnar. Byrjað verður að taka niður 1500 pósthólf í Danmörku í byrjun júní. Thomas Danielssen, samgönguráðherra Danmerkur veitti löndum sínum huggun með þeim orðum að bréf yrðu áfram send þar sem frjáls markaður væri fyrir bréfa- og pakkasendingar. Póstþjónustufyrirtæki víðar í Evrópu standa frammi fyrir sama vanda þar sem bréfasendingum hefur fækkað víðast hvar í álfunni. Deutsche Post sagði nýlega upp átta þúsund starfsmönnum. Aðrir starfsmenn sögðust óttast frekari uppsagnir, segir í fréttinni. Þá segir einnig að fimmtán hundruð starfsmenn dönsku póstþjónustunnar eigi von á uppsögn af þeim 4500 sem starfa hjá fyrirtækinu. Bréfasendingum hefur fækkað um meira en 90% frá 200-2024.PostNord Í viðtali við dönsku sjónvarpsstöðina DR sagði Anders Raun Mikkelsen að þetta væri sorgardagur. Ekki aðeins fyrir póstþjónustuna heldur þá fimmtán hundruð starfsmenn sem sjá fram á að missa vinnuna. Danmörk er eitt af tæknivæddustu þjóðum heims. Þar eru snjallforrit notuð fyrir ýmsa þjónustu, fáir nota lengur peningaseðla og eru flestir Danir með ökuskírteinin sín og heilsutryggingakort í snjallsímunum sínum. Bankayfirlit, reikningar og póstur frá yfirvöldum er nú á rafrænu formi. Opinber þjónusta og samskipti í gegnum Digital Post-snjallforritið og aðrar þjónustuleiðis PostNord Denmark segir að markaður fyrir bréfasendingar standi ekki lengur undir sér. Bréfasendingum hefur fækkað úr 1.4 milljörðum í 119 milljónir frá upphafi aldarinnar og þar til nú. Þá segir einnig í fréttinni að ákvörðunin mun hafa mest áhrif á eldra fólk. Þrátt fyrir að 95% Dana noti nú rafræna póstþjónustu mun þetta hafa áhrif á 271.000 manns sem enn reiða sig á bréfpóst. Þá helst á bréf er varða tímabókanir vegna heilbrigðisþjónustu, bólusetningar og ákvarðanir er varða heimahjúkrun. PostNord hefur lengi átt í rekstrarörðugleikum og var botninum náð á síðasta ári. PostNord mun hætta að senda bréf í lok árs 2025.EPA Danski þingmaðurinn Pelle Dragsted sagði að um væri að kenna aukinni einkavæðingu og sagði að ákvörðunin kæmi verst niður á þeim sem búa á strjálbýlli svæðum. Ný reglugerð sem var samþykkt árið 2024 opnaði markaðinn fyrir samkeppni frá einkafyrirtækjum auk þess sem póstur var ekki lengur undanskilinn virðisaukaskatti sem leiddi til hærri kostnaðar við bréfasendingar. Einnig ræddi BBC við Kim Pedersen, framkvæmdastjóri PostNord sagði að þjónustan myndi nú einblína á pakkasendingar og að frímerki sem hafi verið keypt á þessu ári eða árið 2024 verði hægt að fá endurgreidd innan ákveðins tímaramma árið 2026. PostNord starfar bæði í Svíþjóð og Danmörku og er 40 prósent í eigu Dana og 60 prósent í eigu Svía. Danmörk Neytendur Tækni Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Samkvæmt frétt BBC um málið lýkur þar með 400 ára sögu póstburðarþjónustunnar. Byrjað verður að taka niður 1500 pósthólf í Danmörku í byrjun júní. Thomas Danielssen, samgönguráðherra Danmerkur veitti löndum sínum huggun með þeim orðum að bréf yrðu áfram send þar sem frjáls markaður væri fyrir bréfa- og pakkasendingar. Póstþjónustufyrirtæki víðar í Evrópu standa frammi fyrir sama vanda þar sem bréfasendingum hefur fækkað víðast hvar í álfunni. Deutsche Post sagði nýlega upp átta þúsund starfsmönnum. Aðrir starfsmenn sögðust óttast frekari uppsagnir, segir í fréttinni. Þá segir einnig að fimmtán hundruð starfsmenn dönsku póstþjónustunnar eigi von á uppsögn af þeim 4500 sem starfa hjá fyrirtækinu. Bréfasendingum hefur fækkað um meira en 90% frá 200-2024.PostNord Í viðtali við dönsku sjónvarpsstöðina DR sagði Anders Raun Mikkelsen að þetta væri sorgardagur. Ekki aðeins fyrir póstþjónustuna heldur þá fimmtán hundruð starfsmenn sem sjá fram á að missa vinnuna. Danmörk er eitt af tæknivæddustu þjóðum heims. Þar eru snjallforrit notuð fyrir ýmsa þjónustu, fáir nota lengur peningaseðla og eru flestir Danir með ökuskírteinin sín og heilsutryggingakort í snjallsímunum sínum. Bankayfirlit, reikningar og póstur frá yfirvöldum er nú á rafrænu formi. Opinber þjónusta og samskipti í gegnum Digital Post-snjallforritið og aðrar þjónustuleiðis PostNord Denmark segir að markaður fyrir bréfasendingar standi ekki lengur undir sér. Bréfasendingum hefur fækkað úr 1.4 milljörðum í 119 milljónir frá upphafi aldarinnar og þar til nú. Þá segir einnig í fréttinni að ákvörðunin mun hafa mest áhrif á eldra fólk. Þrátt fyrir að 95% Dana noti nú rafræna póstþjónustu mun þetta hafa áhrif á 271.000 manns sem enn reiða sig á bréfpóst. Þá helst á bréf er varða tímabókanir vegna heilbrigðisþjónustu, bólusetningar og ákvarðanir er varða heimahjúkrun. PostNord hefur lengi átt í rekstrarörðugleikum og var botninum náð á síðasta ári. PostNord mun hætta að senda bréf í lok árs 2025.EPA Danski þingmaðurinn Pelle Dragsted sagði að um væri að kenna aukinni einkavæðingu og sagði að ákvörðunin kæmi verst niður á þeim sem búa á strjálbýlli svæðum. Ný reglugerð sem var samþykkt árið 2024 opnaði markaðinn fyrir samkeppni frá einkafyrirtækjum auk þess sem póstur var ekki lengur undanskilinn virðisaukaskatti sem leiddi til hærri kostnaðar við bréfasendingar. Einnig ræddi BBC við Kim Pedersen, framkvæmdastjóri PostNord sagði að þjónustan myndi nú einblína á pakkasendingar og að frímerki sem hafi verið keypt á þessu ári eða árið 2024 verði hægt að fá endurgreidd innan ákveðins tímaramma árið 2026. PostNord starfar bæði í Svíþjóð og Danmörku og er 40 prósent í eigu Dana og 60 prósent í eigu Svía.
Danmörk Neytendur Tækni Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira