Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 6. mars 2025 13:02 Sjálfsvíg er ósegjanlegur harmleikur sem hefur langtímaáhrif á fjölskyldu og ástvini þess sem sviptir sig lífi. Eftir sitja aðstandendur harmi slegnir með brennandi spurningar sem oftast fást engin svör við. Lífið hefur umturnast og langur tími líður þar til fótfestu er náð, sem ekki er sjálfgefið að öllum takist. Sjálfsvíg er meðal algengustu dánarorsaka í aldurshópnum 15-19 ára í heiminum og á það einnig við hér á landi. Orsakir þess að einhver tekur svo afdrifaríka ákvörðun að svipta sig lífi eru flóknar og margslungnar. Segja má þó fyrir víst að eitthvað í lífi þess sem fremur sjálfsvíg hafi orðið honum verulega andsnúið og ofviða. Tengsl sjálfsvígs við kvíða og þunglyndi hafa verið staðfest. Fjölmargir aðrir þættir spila oft hlutverk s.s. óhófleg áfengis- og vímuefnaneysla. Umræða um sjálfsvíg var lengi tabú Verkefni stjórnvalda er að tryggja gott aðgengi að sálfræði- og geðþjónustu fyrir alla. Núverandi ríkisstjórn hyggst taka rækilega á þessum málum. Bæta þarf aðgengi að fagþjónustu og stytta biðlista. Mikið hefur áunnist í forvarnamálum undanfarin ár í þessum viðkvæma málaflokki en betur má ef duga skal. Umræða um sjálfsvíg hefur opnast síðustu árin en áður var hún tabú. Nú hefur í það minnsta skapast vettvangur til að fræða og ræða m.a. um áhættuþætti og viðvörunarbjöllur. Fræðsla í einhverri mynd er líklega þekktasta form forvarna og skilar hún bestum árangri ef beitt snemma og markvisst. Sjálfsvíg geta átt sér stað í öllum fjölskyldum og þjóðfélagsstigum en áhætta er meiri meðal þeirra sem búa við verri félags- og efnahagsstöðu en hjá öðrum hópum í samfélaginu. Flokkur fólksins á Alþingi og í borgarstjórn hefur barist fyrir bættri stöðu fátæks fólks, þ.m.t. bættu aðgengi að fagþjónustu. Í borgarfulltrúatíð minni ræddi ég ítrekað mikilvægi styttingu biðlista skólabarna til sálfræðinga og lagði í því sambandi fram tillögur til úrbóta. Margir fátækir foreldrar hafa ekki tök á að kaupa sértæka fagþjónustu fyrir börn sín frá einkaaðilum, jafnvel þótt niðurgreiðslur komi til. Bið eftir þjónustu sálfræðinga á heilsugæslu er einnig talsverð. Sálfræðileg krufning (Psyghological autopsy) Þegar aðdragandi sjálfsvígs og sjálfsvígstilrauna er krufinn kemur í mörgum tilvikum í ljós að viðkomandi hafði um nokkurn tíma sýnt með hegðun sinni og viðmóti ýmis merki alvarlegrar vanlíðanar. Rannsókn á aðdragandanum skiptir miklu máli til að auka þekkingu og skilning á orsökum og ástæðum fyrir ákvörðun sem þessari og til að bæta okkar viðbrögð, auka meðvitund okkar að bæta forvarnir. Sjálfsvíg kemur sjálfsvíg aðstandendum oftast í opna skjöldu, eins og flóðbylgja sem engu eirir. Þetta á við um bæði börn og fullorðna. Stundum hafði sá sem fallinn er fyrir eigin hendi sýnt lengi mikla vanlíðan en hefur, rétt fyrir sjálfsvígið, sýnst líða ögn betur. Hin jákvæða breyting hefur þá jafnvel slegið ryki í augu ástvina sem hafa kannski talið að nú færi að birta til. Þetta sýnir hvað þessi mál geta verið flókin og erfið viðureignar. Í öllu falli skiptir máli að vera vakandi fyrir viðvörunarbjöllum. Ef hegðun barns hefur breyst til muna, bæði á heimili og í skóla, og foreldrar skynja samhliða hegðunarbreytingunni djúpstæða depurð og leiða, þá getur skipt sköpum að fá aðstoð fagaðila strax svo hægt sé að leggja mat á alvöru málsins. Sjálfsvíg á sér stað í breiðum aldurshópi. Aðstandendur eru að sama skapi breiður aldurshópur. Börn í hópi aðstandenda þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi hafa ekki fengið næga athygli og umræðu. Líðan þeirra átakanlega erfið m.a. vegna þess að þau eru börn. Aðstandendur þeirra sem framið hafa sjálfsvíg búa yfir mikilvægri reynslu og innsýn í málaflokkinn. Þátttaka þeirra í stefnumótun á þjónustu er mikilvæg. Á þessari vakt megum við aldrei sofna. Sjálfsvíg varða okkur öll, hver sem við erum og hvar sem við erum stödd í lífinu. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Geðheilbrigði Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Sjálfsvíg er ósegjanlegur harmleikur sem hefur langtímaáhrif á fjölskyldu og ástvini þess sem sviptir sig lífi. Eftir sitja aðstandendur harmi slegnir með brennandi spurningar sem oftast fást engin svör við. Lífið hefur umturnast og langur tími líður þar til fótfestu er náð, sem ekki er sjálfgefið að öllum takist. Sjálfsvíg er meðal algengustu dánarorsaka í aldurshópnum 15-19 ára í heiminum og á það einnig við hér á landi. Orsakir þess að einhver tekur svo afdrifaríka ákvörðun að svipta sig lífi eru flóknar og margslungnar. Segja má þó fyrir víst að eitthvað í lífi þess sem fremur sjálfsvíg hafi orðið honum verulega andsnúið og ofviða. Tengsl sjálfsvígs við kvíða og þunglyndi hafa verið staðfest. Fjölmargir aðrir þættir spila oft hlutverk s.s. óhófleg áfengis- og vímuefnaneysla. Umræða um sjálfsvíg var lengi tabú Verkefni stjórnvalda er að tryggja gott aðgengi að sálfræði- og geðþjónustu fyrir alla. Núverandi ríkisstjórn hyggst taka rækilega á þessum málum. Bæta þarf aðgengi að fagþjónustu og stytta biðlista. Mikið hefur áunnist í forvarnamálum undanfarin ár í þessum viðkvæma málaflokki en betur má ef duga skal. Umræða um sjálfsvíg hefur opnast síðustu árin en áður var hún tabú. Nú hefur í það minnsta skapast vettvangur til að fræða og ræða m.a. um áhættuþætti og viðvörunarbjöllur. Fræðsla í einhverri mynd er líklega þekktasta form forvarna og skilar hún bestum árangri ef beitt snemma og markvisst. Sjálfsvíg geta átt sér stað í öllum fjölskyldum og þjóðfélagsstigum en áhætta er meiri meðal þeirra sem búa við verri félags- og efnahagsstöðu en hjá öðrum hópum í samfélaginu. Flokkur fólksins á Alþingi og í borgarstjórn hefur barist fyrir bættri stöðu fátæks fólks, þ.m.t. bættu aðgengi að fagþjónustu. Í borgarfulltrúatíð minni ræddi ég ítrekað mikilvægi styttingu biðlista skólabarna til sálfræðinga og lagði í því sambandi fram tillögur til úrbóta. Margir fátækir foreldrar hafa ekki tök á að kaupa sértæka fagþjónustu fyrir börn sín frá einkaaðilum, jafnvel þótt niðurgreiðslur komi til. Bið eftir þjónustu sálfræðinga á heilsugæslu er einnig talsverð. Sálfræðileg krufning (Psyghological autopsy) Þegar aðdragandi sjálfsvígs og sjálfsvígstilrauna er krufinn kemur í mörgum tilvikum í ljós að viðkomandi hafði um nokkurn tíma sýnt með hegðun sinni og viðmóti ýmis merki alvarlegrar vanlíðanar. Rannsókn á aðdragandanum skiptir miklu máli til að auka þekkingu og skilning á orsökum og ástæðum fyrir ákvörðun sem þessari og til að bæta okkar viðbrögð, auka meðvitund okkar að bæta forvarnir. Sjálfsvíg kemur sjálfsvíg aðstandendum oftast í opna skjöldu, eins og flóðbylgja sem engu eirir. Þetta á við um bæði börn og fullorðna. Stundum hafði sá sem fallinn er fyrir eigin hendi sýnt lengi mikla vanlíðan en hefur, rétt fyrir sjálfsvígið, sýnst líða ögn betur. Hin jákvæða breyting hefur þá jafnvel slegið ryki í augu ástvina sem hafa kannski talið að nú færi að birta til. Þetta sýnir hvað þessi mál geta verið flókin og erfið viðureignar. Í öllu falli skiptir máli að vera vakandi fyrir viðvörunarbjöllum. Ef hegðun barns hefur breyst til muna, bæði á heimili og í skóla, og foreldrar skynja samhliða hegðunarbreytingunni djúpstæða depurð og leiða, þá getur skipt sköpum að fá aðstoð fagaðila strax svo hægt sé að leggja mat á alvöru málsins. Sjálfsvíg á sér stað í breiðum aldurshópi. Aðstandendur eru að sama skapi breiður aldurshópur. Börn í hópi aðstandenda þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi hafa ekki fengið næga athygli og umræðu. Líðan þeirra átakanlega erfið m.a. vegna þess að þau eru börn. Aðstandendur þeirra sem framið hafa sjálfsvíg búa yfir mikilvægri reynslu og innsýn í málaflokkinn. Þátttaka þeirra í stefnumótun á þjónustu er mikilvæg. Á þessari vakt megum við aldrei sofna. Sjálfsvíg varða okkur öll, hver sem við erum og hvar sem við erum stödd í lífinu. Höfundur er alþingismaður.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun