Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar 5. mars 2025 21:02 Til umræðu á Alþingi er nýtt tekjuöflunarfyrirkomulag ríkisins til að standa undir vegakerfinu. Þetta er stórt skref í átt að sjálfbærri, sanngjarnri og gagnsærri skattlagningu ökutækja og umferðar á Íslandi. Nýja kerfið sem er í daglegu talið kallað kílómetragjald er mikilvægt svar við þeirri áskorun að tryggja stöðugar tekjur til vegakerfisins í ljósi hraðrar þróunar í orkuskiptum og breyttra samgangna. Það kemur ekki í stað nýrra skatta heldur endurskipuleggur tekjuöflun ríkissjóðs af ökutækjum á sanngjarnari og gegnsærri hátt. Síðasta ríkisstjórn hóf þessa vegferð árið 2021 til að bregðast við þeirri staðreynd að tekjur ríkissjóðs af ökutækjum og eldsneyti hafa rýrnað umtalsvert og munu halda áfram að fjara út. Ástæðurnar eru góðar. Fjölgun rafbíla og sparneytnari bifreiða á vegunum krefjast þess að við endurskoðum hvernig við fjármögnun vegakerfið. Þrátt fyrir breytingar á samsetningu ökutækjaflota þjóðarinnar breytist ekki sú staðreynd að við þurfum áfram að fjármagna viðhald og uppbyggingu vega. Fjármálaáætlun ríkisins gerir ráð fyrir að 1,7% af öllum tekjum ríkissjóðs komi af ökutækjum og umferð. Á nýlegu þingi Samtaka iðnaðarins kom fram að viðhaldsskuldin í vegakerfinu er 200 milljarðar króna, og þar eru ótaldar allar nauðsynlegu nýframkvæmdirnar sem ráðast þarf í. Kílómetragjaldið er leið til að tryggja áframhaldandi fjármögnun á sanngjarnan hátt.Ef það verður samþykkt á Alþingi þá verðjur gjaldið lagt á öll ökutæki með svipuðu fyrirkomulagi og hefur þegar verið tekið upp fyrir rafbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla frá janúar 2024. Frá 1. júlí 2025 munu öll ökutæki greiða kílómetragjald sem byggist á eknum kílómetrum. Bílar undir 3,5 tonnum munu greiða 6,7 krónur á hvern ekinn kílómetra. Jafnframt verður öllum öðrum gjöldum á jarðefnaeldsneyti, nema kolefnisgjaldinu, aflétt, sem leiðir til þess að bensín og dísilolía lækka umtalsvert í verði. Samhliða þessari breytingu er þó lögð til hækkun á kolefnisgjaldi um 25%, sem áður hækkaði um 60% undir lok síðasta árs. Markmiðið með því er að viðhalda fjárhagslegum hvötum til að skipta yfir í vistvænni orkugjafa. Umræða og gagnrýni Kílómetragjaldið, eins og vænta mátti, hefur vakið töluverða umræðu. Það er eðlilegt því bíllinn er þarfur þjónn landsmanna, og allir hafa skoðun á gjaldtöku af umferð. Hér er tæpt á nokkrum atriðum sem hafa verið í umræðunni og svör við þeim. Áhyggjur af verðhækkunum á eldsneyti. Sumir hafa haft áhyggjur af því að olíufélögin nýti tækifærið til að auka framlegð sína. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur átt í samtali við ASÍ um eftirlit með verðlagningu jarðefnaeldsneytis, og ráðherra mun veita frekari innsýn í þau mál í umræðum um frumvarpið. Rafbílar missa skattalegt forskot. Bent hefur verið á að rafbílar muni nú greiða sama kílómetragjald og bílar sem brenna jarðefnaeldsneyti. Áfram verður þó hagstæðara að aka rafbíl, bæði vegna lægri rekstrarkostnaðar og vegna hækkunar kolefnisgjalds, sem gerir notkun jarðefnaeldsneytis dýrari. Reikningar ráðuneytisins sýna að grunnrekstrarkostnaður rafmagnsbíls verður áfram 14.000 krónum lægri á mánuði en sambærilegs bensínbíls. Af hverju greiða allir bílar undir 3,5 tonnum sama gjald? Útreikningar sýna að munurinn á vegsliti bíla sem vega 2 tonn og 3,5 tonn er hverfandi. Þess vegna þótti ekki rétt að gera gjaldamun á þessum flokkum, enda hefði slíkur munur verið óverulegur og getað leitt til ósanngjarnra afleiðinga, m.a. fyrir rafbíla. Kílómetragjaldið sem landsbyggðarskattur. Sumir hafa gagnrýnt að nýtt gjaldkerfi muni sérstaklega hækka flutningskostnað um landið. Það er hins vegar rangt að allir vörubílar muni hækka í gjöldum. Aðeins allra stærstu vörubílarnir með aftanívagna munu greiða meira, en þar er verið að leiðrétta óeðlilega lága skattlagningu á þyngstu tengivagnana. Hingað til hefur t.d. 18 tonna eftirvagn greitt nánast það sama og venjulegur rafbíll. Mun þetta hækka rekstrarkostnað meðalbílsins? Ekki almennt. Breytingarnar hafa verið stilltar þannig af að áhrifin á meðal-fólksbílinn verða lítil. Bílar sem eyða um 7,5 lítrum á 100 km munu greiða svipað í nýja kerfinu og í því gamla. Á ársgrundvelli munu breytingarnar skipta fólki aðeins nokkrum þúsund krónum, ýmist til hækkunar eða lækkunar, eftir eyðslu. Af hverju erum við að breyta kerfinu? Á árunum 2006 til 2023 lækkuðu tekjur ríkisins af olíu- og bensíngjöldum um 43%. Þessi þróun er óumflýjanleg og áframhaldandi. Með innleiðingu þessa kerfis er verið að ljúka við þá vegferð sem fyrri ríkisstjórn hóf um breytta gjaldtöku af umferð. Kerfið sem verið er að innleiða hefur reynst vel fyrir rafbíla, þar sem 55.000 bílar eru nú þegar skráðir í það. Það er óumflýjanlegt að breyta tekjuöflunarkerfinu, en það hefur verið gert með varfærnum hætti þar sem jafnvægi er haldið milli skattlagningar og hagrænna hvata til orkuskipta. Að lokum Framkvæmd gjaldtöku og skráningar á rafbílum hefur gengið vel, og með þessari breytingu tryggjum við áframhaldandi fjármögnun vegakerfisins á sanngjarnan og sjálfbæran hátt. Kerfið er ekki skattahækkun, heldur einföldun og leiðrétting á núverandi ósamræmi. Það verður alltaf hægt að finna einhvern hóp sem kemur verr út úr nýja kerfinu en gamla kerfinu, en núverandi kerfi er líka langt frá því að vera fullkomið. Það er réttlætismál að allir greiði í samræmi við notkun sína á vegakerfinu. Með þessu kerfi tryggjum við framtíðartekjur til vegagerðar á Íslandi á gagnsæjan og réttlátan hátt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Bílar Vegtollar Kílómetragjald Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Arna Lára Jónsdóttir Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Til umræðu á Alþingi er nýtt tekjuöflunarfyrirkomulag ríkisins til að standa undir vegakerfinu. Þetta er stórt skref í átt að sjálfbærri, sanngjarnri og gagnsærri skattlagningu ökutækja og umferðar á Íslandi. Nýja kerfið sem er í daglegu talið kallað kílómetragjald er mikilvægt svar við þeirri áskorun að tryggja stöðugar tekjur til vegakerfisins í ljósi hraðrar þróunar í orkuskiptum og breyttra samgangna. Það kemur ekki í stað nýrra skatta heldur endurskipuleggur tekjuöflun ríkissjóðs af ökutækjum á sanngjarnari og gegnsærri hátt. Síðasta ríkisstjórn hóf þessa vegferð árið 2021 til að bregðast við þeirri staðreynd að tekjur ríkissjóðs af ökutækjum og eldsneyti hafa rýrnað umtalsvert og munu halda áfram að fjara út. Ástæðurnar eru góðar. Fjölgun rafbíla og sparneytnari bifreiða á vegunum krefjast þess að við endurskoðum hvernig við fjármögnun vegakerfið. Þrátt fyrir breytingar á samsetningu ökutækjaflota þjóðarinnar breytist ekki sú staðreynd að við þurfum áfram að fjármagna viðhald og uppbyggingu vega. Fjármálaáætlun ríkisins gerir ráð fyrir að 1,7% af öllum tekjum ríkissjóðs komi af ökutækjum og umferð. Á nýlegu þingi Samtaka iðnaðarins kom fram að viðhaldsskuldin í vegakerfinu er 200 milljarðar króna, og þar eru ótaldar allar nauðsynlegu nýframkvæmdirnar sem ráðast þarf í. Kílómetragjaldið er leið til að tryggja áframhaldandi fjármögnun á sanngjarnan hátt.Ef það verður samþykkt á Alþingi þá verðjur gjaldið lagt á öll ökutæki með svipuðu fyrirkomulagi og hefur þegar verið tekið upp fyrir rafbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla frá janúar 2024. Frá 1. júlí 2025 munu öll ökutæki greiða kílómetragjald sem byggist á eknum kílómetrum. Bílar undir 3,5 tonnum munu greiða 6,7 krónur á hvern ekinn kílómetra. Jafnframt verður öllum öðrum gjöldum á jarðefnaeldsneyti, nema kolefnisgjaldinu, aflétt, sem leiðir til þess að bensín og dísilolía lækka umtalsvert í verði. Samhliða þessari breytingu er þó lögð til hækkun á kolefnisgjaldi um 25%, sem áður hækkaði um 60% undir lok síðasta árs. Markmiðið með því er að viðhalda fjárhagslegum hvötum til að skipta yfir í vistvænni orkugjafa. Umræða og gagnrýni Kílómetragjaldið, eins og vænta mátti, hefur vakið töluverða umræðu. Það er eðlilegt því bíllinn er þarfur þjónn landsmanna, og allir hafa skoðun á gjaldtöku af umferð. Hér er tæpt á nokkrum atriðum sem hafa verið í umræðunni og svör við þeim. Áhyggjur af verðhækkunum á eldsneyti. Sumir hafa haft áhyggjur af því að olíufélögin nýti tækifærið til að auka framlegð sína. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur átt í samtali við ASÍ um eftirlit með verðlagningu jarðefnaeldsneytis, og ráðherra mun veita frekari innsýn í þau mál í umræðum um frumvarpið. Rafbílar missa skattalegt forskot. Bent hefur verið á að rafbílar muni nú greiða sama kílómetragjald og bílar sem brenna jarðefnaeldsneyti. Áfram verður þó hagstæðara að aka rafbíl, bæði vegna lægri rekstrarkostnaðar og vegna hækkunar kolefnisgjalds, sem gerir notkun jarðefnaeldsneytis dýrari. Reikningar ráðuneytisins sýna að grunnrekstrarkostnaður rafmagnsbíls verður áfram 14.000 krónum lægri á mánuði en sambærilegs bensínbíls. Af hverju greiða allir bílar undir 3,5 tonnum sama gjald? Útreikningar sýna að munurinn á vegsliti bíla sem vega 2 tonn og 3,5 tonn er hverfandi. Þess vegna þótti ekki rétt að gera gjaldamun á þessum flokkum, enda hefði slíkur munur verið óverulegur og getað leitt til ósanngjarnra afleiðinga, m.a. fyrir rafbíla. Kílómetragjaldið sem landsbyggðarskattur. Sumir hafa gagnrýnt að nýtt gjaldkerfi muni sérstaklega hækka flutningskostnað um landið. Það er hins vegar rangt að allir vörubílar muni hækka í gjöldum. Aðeins allra stærstu vörubílarnir með aftanívagna munu greiða meira, en þar er verið að leiðrétta óeðlilega lága skattlagningu á þyngstu tengivagnana. Hingað til hefur t.d. 18 tonna eftirvagn greitt nánast það sama og venjulegur rafbíll. Mun þetta hækka rekstrarkostnað meðalbílsins? Ekki almennt. Breytingarnar hafa verið stilltar þannig af að áhrifin á meðal-fólksbílinn verða lítil. Bílar sem eyða um 7,5 lítrum á 100 km munu greiða svipað í nýja kerfinu og í því gamla. Á ársgrundvelli munu breytingarnar skipta fólki aðeins nokkrum þúsund krónum, ýmist til hækkunar eða lækkunar, eftir eyðslu. Af hverju erum við að breyta kerfinu? Á árunum 2006 til 2023 lækkuðu tekjur ríkisins af olíu- og bensíngjöldum um 43%. Þessi þróun er óumflýjanleg og áframhaldandi. Með innleiðingu þessa kerfis er verið að ljúka við þá vegferð sem fyrri ríkisstjórn hóf um breytta gjaldtöku af umferð. Kerfið sem verið er að innleiða hefur reynst vel fyrir rafbíla, þar sem 55.000 bílar eru nú þegar skráðir í það. Það er óumflýjanlegt að breyta tekjuöflunarkerfinu, en það hefur verið gert með varfærnum hætti þar sem jafnvægi er haldið milli skattlagningar og hagrænna hvata til orkuskipta. Að lokum Framkvæmd gjaldtöku og skráningar á rafbílum hefur gengið vel, og með þessari breytingu tryggjum við áframhaldandi fjármögnun vegakerfisins á sanngjarnan og sjálfbæran hátt. Kerfið er ekki skattahækkun, heldur einföldun og leiðrétting á núverandi ósamræmi. Það verður alltaf hægt að finna einhvern hóp sem kemur verr út úr nýja kerfinu en gamla kerfinu, en núverandi kerfi er líka langt frá því að vera fullkomið. Það er réttlætismál að allir greiði í samræmi við notkun sína á vegakerfinu. Með þessu kerfi tryggjum við framtíðartekjur til vegagerðar á Íslandi á gagnsæjan og réttlátan hátt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun