Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2025 13:15 Bandaríkjamenn hafa strax lýst nýju tillögunum sem ómögulegum, þar sem þær taki ekki tillit til þess að svæðið sé algjörlega óbyggilegt. Virðast þeir vilja Palestínumenn á brott áður en uppbygging hefst. Getty/Abdallah F.s. Alattar Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. „Egypska áætlunin er núna Araba áætlunin,“ sagði Ahmed Aboul Gheit, forseti bandalagsins í gær. Án þess að nefna Trump á nafn ítrekaði hann að bandalagið setti sig algjörlega upp á móti brottflutningi íbúa, eins og hugmyndir Bandaríkjaforseta fólu í sér. Fyrir fundinn höfðu Egyptar kynnt til sögunnar 90 blaðsíðna áætlun um uppbyggingu á Gasa, þar sem finna mátti myndir af grónum hverfum og stórum byggingum. Ólíkt hugmyndum Trump um ferðamannaparadís á við ströndina, fela tillögur Arabaríkjanna hins vegar einnig í sér pólitíska stefnu. Abdul Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, sagði við setningu fundarins í gær að samhliða uppbyggingu innviða á Gasa þyrfti að taka ákveðin skref í átt að hinni svokölluðu „tveggja ríkja lausn“; palestínsks ríkis við hlið Ísrael, sem Arabaríkin segja einu raunhæfu lausnina á deilum á svæðinu. Áætlun Arabaríkjanna gerir ráð fyrir að Gasa yrði tímabundið stjórnað af framkvæmdanefnd teknókrata, sem myndu heyra undir palestínsk stjórnvöld. Athygli vekur að ekki er rætt um aðkomu Hamas-samtakanna, sem virðast hafa sætt sig að koma ekki að stjórnun svæðisins en hafa neitað að afvopnast. Skoðanir eru sagðar skiptar meðal Arabaríkjanna hvað varðar Hamas; sum eru sögð vilja að samtökin heyri sögunni til, á meðan aðrir segja það undir Palestínumönnum komið. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ríkisstjórn hans hafa bæði neitað aðkomu Hamas og palestínsku stjórnarinnar, auk þess sem þeim hugnast ekki tveggja ríkja lausnin. Netanyahu hefur hins vegar lofað mjög hugmyndir Trump um yfirráð Bandaríkjamanna á Gasa. Samkvæmt umfjöllun BBC fela áætlanir Arabaríkjanna einnig í sér viðveru alþjóðlegra friðargæsluliða á svæðinu en þau eru sögð óviljug til að leggja fjármagn til uppbyggingarinnar nema tryggt sé að ófriður brjótist ekki út á ný. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Egyptaland Tengdar fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Leiðtogar Arababandalagsríkjanna koma saman í Kaíró í Egyptalandi í dag til að ræða framtíð Gasa. Markmiðið er að komast að samkomulagi um uppbyggingu á svæðinu. 4. mars 2025 09:23 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
„Egypska áætlunin er núna Araba áætlunin,“ sagði Ahmed Aboul Gheit, forseti bandalagsins í gær. Án þess að nefna Trump á nafn ítrekaði hann að bandalagið setti sig algjörlega upp á móti brottflutningi íbúa, eins og hugmyndir Bandaríkjaforseta fólu í sér. Fyrir fundinn höfðu Egyptar kynnt til sögunnar 90 blaðsíðna áætlun um uppbyggingu á Gasa, þar sem finna mátti myndir af grónum hverfum og stórum byggingum. Ólíkt hugmyndum Trump um ferðamannaparadís á við ströndina, fela tillögur Arabaríkjanna hins vegar einnig í sér pólitíska stefnu. Abdul Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, sagði við setningu fundarins í gær að samhliða uppbyggingu innviða á Gasa þyrfti að taka ákveðin skref í átt að hinni svokölluðu „tveggja ríkja lausn“; palestínsks ríkis við hlið Ísrael, sem Arabaríkin segja einu raunhæfu lausnina á deilum á svæðinu. Áætlun Arabaríkjanna gerir ráð fyrir að Gasa yrði tímabundið stjórnað af framkvæmdanefnd teknókrata, sem myndu heyra undir palestínsk stjórnvöld. Athygli vekur að ekki er rætt um aðkomu Hamas-samtakanna, sem virðast hafa sætt sig að koma ekki að stjórnun svæðisins en hafa neitað að afvopnast. Skoðanir eru sagðar skiptar meðal Arabaríkjanna hvað varðar Hamas; sum eru sögð vilja að samtökin heyri sögunni til, á meðan aðrir segja það undir Palestínumönnum komið. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ríkisstjórn hans hafa bæði neitað aðkomu Hamas og palestínsku stjórnarinnar, auk þess sem þeim hugnast ekki tveggja ríkja lausnin. Netanyahu hefur hins vegar lofað mjög hugmyndir Trump um yfirráð Bandaríkjamanna á Gasa. Samkvæmt umfjöllun BBC fela áætlanir Arabaríkjanna einnig í sér viðveru alþjóðlegra friðargæsluliða á svæðinu en þau eru sögð óviljug til að leggja fjármagn til uppbyggingarinnar nema tryggt sé að ófriður brjótist ekki út á ný.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Egyptaland Tengdar fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Leiðtogar Arababandalagsríkjanna koma saman í Kaíró í Egyptalandi í dag til að ræða framtíð Gasa. Markmiðið er að komast að samkomulagi um uppbyggingu á svæðinu. 4. mars 2025 09:23 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Leiðtogar Arababandalagsríkjanna koma saman í Kaíró í Egyptalandi í dag til að ræða framtíð Gasa. Markmiðið er að komast að samkomulagi um uppbyggingu á svæðinu. 4. mars 2025 09:23