Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar 3. mars 2025 22:33 Bandaríkin, sem hafa haldið uppi vörnum Úkraínu frá því að Rússar réðust þar inn 2022, telja tímabært að samið sé um stríðslok. Þeir hafa ákveðna hugmynd um forsendur þeirra samninga en Úkraínumenn vilja að Bandaríkin skuldbindi sig til að tryggja öryggi í landinu eftir stríðið með ýmsum hætti. Bandaríkin virðast ekki tilbúin að fallast á kröfurnar í þeirri mynd sem Úkraínuforseti fer fram á. Skiljanlega ríkir gífurleg spenna í kringum viðræður af þessum toga enda er mikið í húfi fyrir alla hlutaðeigandi. Upp úr sýður í samskiptum Úkraínuforseta við Bandaríkjamenn og af óskiljanlegum ástæðum fallast allir á að sá fundur fari fram fyrir opnum tjöldum í Hvíta húsinu. Sjónarspilið vekur athygli um allan heim. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem harka hleypur í samskipti ríkjanna vegna ágreinings um áframhaldandi hernaðarstuðning, né er þetta fyrsta dæmið um að Bandaríkjaforseti geri sér far um að sýna þjóð sinni að hann láti ekki Úkraínumenn segja sér hvað sem er. Í frétt NBC frá árinu 2022 er því sérstaklega lekið úr Hvíta húsinu að Biden hafi misst stjórn á skapi sínu í símtali við Zelensky vegna þess að hann taldi Úkraínuforsetann ekki auðsýna þjóð hans nægilegt þakklæti fyrir stuðninginn. Á þessari viðkvæmu stundu færi best á því að Íslendingar lýstu skýrum stuðningi við frið í Úkraínu til þess að binda enda á blóðsúthellingarnar og koma í veg fyrir frekari stigmögnun stríðsátaka í Evrópu. Í staðinn fyrir að senda þau skilaboð ákveður nýr utanríkisráðherra Íslendinga að fara í viðtöl við fjölmiðla og vísa þar fjálglega í utanríkisráðherra Evrópusambandsins, Kaju Kallas, sem segir „ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga.“ Hvað þýðir það fyrir Íslendinga að utanríkisráðherra okkar gefi því undir fótinn að Bandaríkjaforseti teljist ekki lengur leiðtogi hins frjálsa heims? Nafnbótin er vitaskuld í grunninn merkingarsnauð klisja – en orð Þorgerðar snúast ekki um það. Orð Þorgerðar snúast um að senda skilaboð frá Íslandi til Bandaríkjanna – og til Evrópu – um að ný stjórnvöld vestanhafs hugnist Íslendingum ekki. Þorgerður Katrín hefur fullan rétt á þeirri skoðunar en vafi leikur á um að þessar yfirlýsingar þjóni hagsmunum þjóðarinnar. Þegar Sigríður Andersen þingmaður Miðflokksins reyndi að óska eftir því hvað Þorgerður átti við með þessu í þingsal í dag – og að hvaða leyti framferðið þjónar okkar hagsmunum – kom ekki annað frá utanríkisráðherranum en grátlegar dylgjur um að flokkur okkar stæði ekki með Úkraínumönnum í þeirra baráttu. Það eru helber ósannindi. En hvað vakir þá fyrir ráðherranum, sem getur ekki gert grein fyrir máli sínu? Kann að vera að utanríkisráðherra okkar sé það mögulega alls ekki á móti skapi að veikja samband Íslands og Bandaríkjanna? Hvaða önnur þróun rennir við fyrstu sýn betri stoðum undir þann höfuðtilgang stjórnmálaflokks hennar að framselja fullveldi Íslendinga til hnignandi ríkjasambands í Evrópu? Ef ykkur þykir þessi dapurlega ályktun langsótt, lesið þá grein Dags B. Eggertssonar alþingismanns frá því í dag, sem er vel að merkja orðinn forseti Íslandsdeildar þingmannasamtaka Atlantshafsbandalagsins. Þar dregur Dagur beina línu á milli eins fundar Bandaríkjaforseta með Zelensky og til þeirrar bráðu nauðsynjar, að Íslendingar flýti atkvæðagreiðslu um Evrópusambandið og gangi inn í sambandið hið fyrsta. Nú verður allt reynt. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Miðflokkurinn Snorri Másson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Bandaríkin, sem hafa haldið uppi vörnum Úkraínu frá því að Rússar réðust þar inn 2022, telja tímabært að samið sé um stríðslok. Þeir hafa ákveðna hugmynd um forsendur þeirra samninga en Úkraínumenn vilja að Bandaríkin skuldbindi sig til að tryggja öryggi í landinu eftir stríðið með ýmsum hætti. Bandaríkin virðast ekki tilbúin að fallast á kröfurnar í þeirri mynd sem Úkraínuforseti fer fram á. Skiljanlega ríkir gífurleg spenna í kringum viðræður af þessum toga enda er mikið í húfi fyrir alla hlutaðeigandi. Upp úr sýður í samskiptum Úkraínuforseta við Bandaríkjamenn og af óskiljanlegum ástæðum fallast allir á að sá fundur fari fram fyrir opnum tjöldum í Hvíta húsinu. Sjónarspilið vekur athygli um allan heim. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem harka hleypur í samskipti ríkjanna vegna ágreinings um áframhaldandi hernaðarstuðning, né er þetta fyrsta dæmið um að Bandaríkjaforseti geri sér far um að sýna þjóð sinni að hann láti ekki Úkraínumenn segja sér hvað sem er. Í frétt NBC frá árinu 2022 er því sérstaklega lekið úr Hvíta húsinu að Biden hafi misst stjórn á skapi sínu í símtali við Zelensky vegna þess að hann taldi Úkraínuforsetann ekki auðsýna þjóð hans nægilegt þakklæti fyrir stuðninginn. Á þessari viðkvæmu stundu færi best á því að Íslendingar lýstu skýrum stuðningi við frið í Úkraínu til þess að binda enda á blóðsúthellingarnar og koma í veg fyrir frekari stigmögnun stríðsátaka í Evrópu. Í staðinn fyrir að senda þau skilaboð ákveður nýr utanríkisráðherra Íslendinga að fara í viðtöl við fjölmiðla og vísa þar fjálglega í utanríkisráðherra Evrópusambandsins, Kaju Kallas, sem segir „ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga.“ Hvað þýðir það fyrir Íslendinga að utanríkisráðherra okkar gefi því undir fótinn að Bandaríkjaforseti teljist ekki lengur leiðtogi hins frjálsa heims? Nafnbótin er vitaskuld í grunninn merkingarsnauð klisja – en orð Þorgerðar snúast ekki um það. Orð Þorgerðar snúast um að senda skilaboð frá Íslandi til Bandaríkjanna – og til Evrópu – um að ný stjórnvöld vestanhafs hugnist Íslendingum ekki. Þorgerður Katrín hefur fullan rétt á þeirri skoðunar en vafi leikur á um að þessar yfirlýsingar þjóni hagsmunum þjóðarinnar. Þegar Sigríður Andersen þingmaður Miðflokksins reyndi að óska eftir því hvað Þorgerður átti við með þessu í þingsal í dag – og að hvaða leyti framferðið þjónar okkar hagsmunum – kom ekki annað frá utanríkisráðherranum en grátlegar dylgjur um að flokkur okkar stæði ekki með Úkraínumönnum í þeirra baráttu. Það eru helber ósannindi. En hvað vakir þá fyrir ráðherranum, sem getur ekki gert grein fyrir máli sínu? Kann að vera að utanríkisráðherra okkar sé það mögulega alls ekki á móti skapi að veikja samband Íslands og Bandaríkjanna? Hvaða önnur þróun rennir við fyrstu sýn betri stoðum undir þann höfuðtilgang stjórnmálaflokks hennar að framselja fullveldi Íslendinga til hnignandi ríkjasambands í Evrópu? Ef ykkur þykir þessi dapurlega ályktun langsótt, lesið þá grein Dags B. Eggertssonar alþingismanns frá því í dag, sem er vel að merkja orðinn forseti Íslandsdeildar þingmannasamtaka Atlantshafsbandalagsins. Þar dregur Dagur beina línu á milli eins fundar Bandaríkjaforseta með Zelensky og til þeirrar bráðu nauðsynjar, að Íslendingar flýti atkvæðagreiðslu um Evrópusambandið og gangi inn í sambandið hið fyrsta. Nú verður allt reynt. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun