Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. febrúar 2025 07:03 Jesse Marsch hefur fengið nóg af ruglinu í forseta Bandaríkjanna. AP Photo/Tony Gutierrez Hinn bandaríski Jesse Marsch, þjálfari kanadíska landsliðsins í fótbolta, hefur sagt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hætta öllu rugli varðandi Kanada og að það eigi að vera 51. ríki Bandaríkjanna. Hinn 51 árs gamli Marsch lék á sínum tíma tvo A-landsleiki fyrir Bandaríkin og hóf þjálfaraferil sinn sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. Þaðan fór hann til Montreal Impact og svo inn í Red Bull-samsteypuna. Fyrst stýrði hann New York Red Bulls. Þaðan fór hann til RB Leipzig í Þýskalandi þar sem hann var aðstoðarþjálfari og svo til Austurríkis þar sem hann varð aðalþjálfari Red Bull Salzburg. Hann fór svo aftur til Leipzig árið 2021 en entist stutt. Frá 2022-23 var Marsch þjálfari Leeds United á Englandi. Eftir að vera látinn taka poka sinn þar gerðist hann landsliðsþjálfari Kanada. Hann verður að öllum líkindum þjálfari liðsins fram yfir HM sem fram fer á næsta ári. „Þessi alþjóðlegu mót þýða nú eitthvað annað og meira fyrir Kanada,“ sagði þjálfarinn. Gullbikar CONCACAF (e. Gold Cup) mun fara fram í Bandaríkjunum og Kanada síðar í ár. Þá fer heimsmeistaramót karla að sjálfsögðu fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári. Jesse Marsch issues a message to U.S. President Donald Trump 🎙️"Lay off the ridiculous rhetoric about Canada being the 51st state; as an American, I'm ashamed of the arrogance and disregard we've shown one of our historically oldest, strongest and most loyal allies."#USMNT |… pic.twitter.com/m0ls8F6aAj— OneSoccer (@onesoccer) February 26, 2025 Marsch vildi ræða þetta þar sem hann væri nú sjálfur Bandaríkjamaður en hefði kynnst Kanada á eigin skinni undanfarið. „Finnst þessi umræða óþægileg og hreinlega skammarleg. Kanada er sterk og sjálfstæð þjóð þar sem háttprýði er í hávegum höfð. Kanada er jafnframt land sem metur siðferði og virðingu. Það er eitthvað annað en klofið, dónalegt og nú oft hatursfullt loftslag Bandaríkjanna.“ Sjá einnig: Ítrekar að honum er alvara um Kanada „Ef ég ætti að senda forsetanum ein skilaboð þá væri það að hætta þessari fáránlegu orðræðu um að Kanada ætti að vera 51. ríki Bandaríkjanna. Sem Bandaríkjamaður skammast ég mín fyrir hrokann og skeytingarleysið sem við höfum sýnt einum af okkar elsta, sterkasta og hliðhollasta bandamanni,“ sagði Marsch og hélt áfram. Fótbolti HM 2026 í fótbolta Kanada Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
Hinn 51 árs gamli Marsch lék á sínum tíma tvo A-landsleiki fyrir Bandaríkin og hóf þjálfaraferil sinn sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. Þaðan fór hann til Montreal Impact og svo inn í Red Bull-samsteypuna. Fyrst stýrði hann New York Red Bulls. Þaðan fór hann til RB Leipzig í Þýskalandi þar sem hann var aðstoðarþjálfari og svo til Austurríkis þar sem hann varð aðalþjálfari Red Bull Salzburg. Hann fór svo aftur til Leipzig árið 2021 en entist stutt. Frá 2022-23 var Marsch þjálfari Leeds United á Englandi. Eftir að vera látinn taka poka sinn þar gerðist hann landsliðsþjálfari Kanada. Hann verður að öllum líkindum þjálfari liðsins fram yfir HM sem fram fer á næsta ári. „Þessi alþjóðlegu mót þýða nú eitthvað annað og meira fyrir Kanada,“ sagði þjálfarinn. Gullbikar CONCACAF (e. Gold Cup) mun fara fram í Bandaríkjunum og Kanada síðar í ár. Þá fer heimsmeistaramót karla að sjálfsögðu fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári. Jesse Marsch issues a message to U.S. President Donald Trump 🎙️"Lay off the ridiculous rhetoric about Canada being the 51st state; as an American, I'm ashamed of the arrogance and disregard we've shown one of our historically oldest, strongest and most loyal allies."#USMNT |… pic.twitter.com/m0ls8F6aAj— OneSoccer (@onesoccer) February 26, 2025 Marsch vildi ræða þetta þar sem hann væri nú sjálfur Bandaríkjamaður en hefði kynnst Kanada á eigin skinni undanfarið. „Finnst þessi umræða óþægileg og hreinlega skammarleg. Kanada er sterk og sjálfstæð þjóð þar sem háttprýði er í hávegum höfð. Kanada er jafnframt land sem metur siðferði og virðingu. Það er eitthvað annað en klofið, dónalegt og nú oft hatursfullt loftslag Bandaríkjanna.“ Sjá einnig: Ítrekar að honum er alvara um Kanada „Ef ég ætti að senda forsetanum ein skilaboð þá væri það að hætta þessari fáránlegu orðræðu um að Kanada ætti að vera 51. ríki Bandaríkjanna. Sem Bandaríkjamaður skammast ég mín fyrir hrokann og skeytingarleysið sem við höfum sýnt einum af okkar elsta, sterkasta og hliðhollasta bandamanni,“ sagði Marsch og hélt áfram.
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Kanada Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira