Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2025 08:08 Ef marka má Pútín eru viðræður um frið í Úkraínu aðeins skammt á veg komnar. Getty Vladimir Pútín Rússlandsforseti virðist hafa í hyggju að kaupa sér velþóknun Donald Trump Bandaríkjaforseta með því að bjóða honum gull og græna skóga. Pútín sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Bandaríkjamenn gætu hagnast verulega á samningum við Rússa og komið að námugreftri á hernumdum svæðum í Úkraínu, þar sem mikið er af fágætum málmum. Forsetinn sagði Rússa hins vegar búa yfir mun meira magni af málmunum en Úkraína og að stjórnvöld í Mosvku væru reiðubúin til að vinna að því með bandamönnum sínum, meðal annars Bandaríkjamönnum, að nýta þessar auðlindir. Þá gætu bandarísk fyrirtæki hagnast vel á því að koma að álframleiðslu í Síberíu. Pútín gaf hins vegar lítið fyrir meintan árangur í viðræðum um vopnahlé og frið í Úkraínu og sagði málið aðeins hafa verið rætt stuttlega í símasamtali hans og Trump 12. febrúar síðastliðinn og á fundi rússneskra og bandarískra erindreka í Sádi Arabíu í síðustu viku. Þetta rímar engan veginn við yfirlýsingar Trump, sem hefur sagt góðan gang í viðræðunum og að vopnahlé gæti verið á næstu grösum. Pútín sagði ríkin hins vegar aðeins hafa komist að samkomulagi um að þoka málum í þessa átt. Forsetinn var spurður að því hvort Bandaríkjamenn hefðu gefið eftir Rússum en hann neitaði því. Pútín sagði Trump hins vegar hafa nálgast málið á rökrænan hátt. Þá væri hann í einstakri stöðu: „Hann segir ekki bara það sem hann er að hugsa, hann lætur í ljós hvað hann vill,“ sagði Pútín um Trump. Pútín sagði gagnrýni Trump á ákvörðun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að boða ekki til kosninga réttmæta og sagði hershöfðingjann Valery Zaluzhny, sem nú er sendiherra í Lundúnum, tvöfalt vinsælli en Selenskí. Samkvæmt New York Times eru þetta ýkjur hjá forsetanum en kannanir virðast benda til þess að hershöfðinginn sé sannarlega eitthvað vinsælli en Selenskí. Pútín tjáði sig einnig um hugmyndir Trump um að Bandaríkin, Rússland og Kína helminguðu framlög sín til varnarmála og sagðist tilbúinn í viðræður þess efnis. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína Hernaður Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Pútín sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Bandaríkjamenn gætu hagnast verulega á samningum við Rússa og komið að námugreftri á hernumdum svæðum í Úkraínu, þar sem mikið er af fágætum málmum. Forsetinn sagði Rússa hins vegar búa yfir mun meira magni af málmunum en Úkraína og að stjórnvöld í Mosvku væru reiðubúin til að vinna að því með bandamönnum sínum, meðal annars Bandaríkjamönnum, að nýta þessar auðlindir. Þá gætu bandarísk fyrirtæki hagnast vel á því að koma að álframleiðslu í Síberíu. Pútín gaf hins vegar lítið fyrir meintan árangur í viðræðum um vopnahlé og frið í Úkraínu og sagði málið aðeins hafa verið rætt stuttlega í símasamtali hans og Trump 12. febrúar síðastliðinn og á fundi rússneskra og bandarískra erindreka í Sádi Arabíu í síðustu viku. Þetta rímar engan veginn við yfirlýsingar Trump, sem hefur sagt góðan gang í viðræðunum og að vopnahlé gæti verið á næstu grösum. Pútín sagði ríkin hins vegar aðeins hafa komist að samkomulagi um að þoka málum í þessa átt. Forsetinn var spurður að því hvort Bandaríkjamenn hefðu gefið eftir Rússum en hann neitaði því. Pútín sagði Trump hins vegar hafa nálgast málið á rökrænan hátt. Þá væri hann í einstakri stöðu: „Hann segir ekki bara það sem hann er að hugsa, hann lætur í ljós hvað hann vill,“ sagði Pútín um Trump. Pútín sagði gagnrýni Trump á ákvörðun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að boða ekki til kosninga réttmæta og sagði hershöfðingjann Valery Zaluzhny, sem nú er sendiherra í Lundúnum, tvöfalt vinsælli en Selenskí. Samkvæmt New York Times eru þetta ýkjur hjá forsetanum en kannanir virðast benda til þess að hershöfðinginn sé sannarlega eitthvað vinsælli en Selenskí. Pútín tjáði sig einnig um hugmyndir Trump um að Bandaríkin, Rússland og Kína helminguðu framlög sín til varnarmála og sagðist tilbúinn í viðræður þess efnis.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína Hernaður Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira