Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2025 08:08 Ef marka má Pútín eru viðræður um frið í Úkraínu aðeins skammt á veg komnar. Getty Vladimir Pútín Rússlandsforseti virðist hafa í hyggju að kaupa sér velþóknun Donald Trump Bandaríkjaforseta með því að bjóða honum gull og græna skóga. Pútín sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Bandaríkjamenn gætu hagnast verulega á samningum við Rússa og komið að námugreftri á hernumdum svæðum í Úkraínu, þar sem mikið er af fágætum málmum. Forsetinn sagði Rússa hins vegar búa yfir mun meira magni af málmunum en Úkraína og að stjórnvöld í Mosvku væru reiðubúin til að vinna að því með bandamönnum sínum, meðal annars Bandaríkjamönnum, að nýta þessar auðlindir. Þá gætu bandarísk fyrirtæki hagnast vel á því að koma að álframleiðslu í Síberíu. Pútín gaf hins vegar lítið fyrir meintan árangur í viðræðum um vopnahlé og frið í Úkraínu og sagði málið aðeins hafa verið rætt stuttlega í símasamtali hans og Trump 12. febrúar síðastliðinn og á fundi rússneskra og bandarískra erindreka í Sádi Arabíu í síðustu viku. Þetta rímar engan veginn við yfirlýsingar Trump, sem hefur sagt góðan gang í viðræðunum og að vopnahlé gæti verið á næstu grösum. Pútín sagði ríkin hins vegar aðeins hafa komist að samkomulagi um að þoka málum í þessa átt. Forsetinn var spurður að því hvort Bandaríkjamenn hefðu gefið eftir Rússum en hann neitaði því. Pútín sagði Trump hins vegar hafa nálgast málið á rökrænan hátt. Þá væri hann í einstakri stöðu: „Hann segir ekki bara það sem hann er að hugsa, hann lætur í ljós hvað hann vill,“ sagði Pútín um Trump. Pútín sagði gagnrýni Trump á ákvörðun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að boða ekki til kosninga réttmæta og sagði hershöfðingjann Valery Zaluzhny, sem nú er sendiherra í Lundúnum, tvöfalt vinsælli en Selenskí. Samkvæmt New York Times eru þetta ýkjur hjá forsetanum en kannanir virðast benda til þess að hershöfðinginn sé sannarlega eitthvað vinsælli en Selenskí. Pútín tjáði sig einnig um hugmyndir Trump um að Bandaríkin, Rússland og Kína helminguðu framlög sín til varnarmála og sagðist tilbúinn í viðræður þess efnis. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína Hernaður Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Pútín sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Bandaríkjamenn gætu hagnast verulega á samningum við Rússa og komið að námugreftri á hernumdum svæðum í Úkraínu, þar sem mikið er af fágætum málmum. Forsetinn sagði Rússa hins vegar búa yfir mun meira magni af málmunum en Úkraína og að stjórnvöld í Mosvku væru reiðubúin til að vinna að því með bandamönnum sínum, meðal annars Bandaríkjamönnum, að nýta þessar auðlindir. Þá gætu bandarísk fyrirtæki hagnast vel á því að koma að álframleiðslu í Síberíu. Pútín gaf hins vegar lítið fyrir meintan árangur í viðræðum um vopnahlé og frið í Úkraínu og sagði málið aðeins hafa verið rætt stuttlega í símasamtali hans og Trump 12. febrúar síðastliðinn og á fundi rússneskra og bandarískra erindreka í Sádi Arabíu í síðustu viku. Þetta rímar engan veginn við yfirlýsingar Trump, sem hefur sagt góðan gang í viðræðunum og að vopnahlé gæti verið á næstu grösum. Pútín sagði ríkin hins vegar aðeins hafa komist að samkomulagi um að þoka málum í þessa átt. Forsetinn var spurður að því hvort Bandaríkjamenn hefðu gefið eftir Rússum en hann neitaði því. Pútín sagði Trump hins vegar hafa nálgast málið á rökrænan hátt. Þá væri hann í einstakri stöðu: „Hann segir ekki bara það sem hann er að hugsa, hann lætur í ljós hvað hann vill,“ sagði Pútín um Trump. Pútín sagði gagnrýni Trump á ákvörðun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að boða ekki til kosninga réttmæta og sagði hershöfðingjann Valery Zaluzhny, sem nú er sendiherra í Lundúnum, tvöfalt vinsælli en Selenskí. Samkvæmt New York Times eru þetta ýkjur hjá forsetanum en kannanir virðast benda til þess að hershöfðinginn sé sannarlega eitthvað vinsælli en Selenskí. Pútín tjáði sig einnig um hugmyndir Trump um að Bandaríkin, Rússland og Kína helminguðu framlög sín til varnarmála og sagðist tilbúinn í viðræður þess efnis.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína Hernaður Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira