Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2025 15:22 Mótmælendur við dómshúsið í morgun. Þeir héldu á skiltum þar minnt var á að í þögn felist ofbeldi og spurðu, hver vissi? AP/Thomas Padilla Skurðlæknir á eftirlaunum sem sakaður er um að hafa nauðgað eða misnotað 299 fyrrverandi sjúklinga sem í flestum tilfellum eru börn játar flest brot sín. Málið kom til kasta dómstóla í Frakklandi í dag. AFP greinir frá. Hinn 74 ára gamli Joel Le Scouarnec viðurkennir að hafa framið þá flesta glæpi sem hann er sakaður um, sagði lögfræðingur hans á fyrsta degi réttarhaldanna. Hann afplánar nú þegar dóm frá 2020, þegar hann var fundinn sekur um að hafa misnotað fjögur börn, þar á meðal tvær frænkur hans. Fjölskylda Le Scouarnec er sögð hafa vitað um hegðun hans í mörg ár og þá leikur grunur á um að samstarfsmenn læknisins og stofnanir þar sem hann vann hafi hylmt yfir með honum. Talið er að í flestum tilvikum hafi Le Scouarnec brotið gegn börnunum á meðan þau voru undir svæfingu en skurðlæknirinn sérhæfði sig í aðgerðum á botnlanga. Það voru dagbækur Le Scouarnec sem komu upp um umfang brotanna og mörg barnanna, sem eru fullorðin í dag, höfðu ekki hugmynd um að hann hefði brotið gegn þeim fyrr en lögregla hafði samband. 256 af 299 fórnarlömbum sem hann er sakaður um að hafa nauðgað eða ráðist á voru yngri en 15 ára þegar brotin áttu sér stað. Yngsta fórnarlambið var eins árs en það elsta sjötugt, að því er fram kemur í ákæru. Misnotkunin á að hafa átt sér stað á tugum ólíkra sjúkrahúsa á árunum 1989 til 2014. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin standi í fjóra mánuði. Aðeins tveir mánuðir eru síðan Frakkinn Dominique Pélicot var sakfelldur fyrir að hafa boðið tugum karlmanna að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Fimmtíu þeirra voru einnig sakfelldir. Frakkland Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Tengdar fréttir Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Þann 24. febrúar næstkomandi, rétt rúmum tveimur mánuðum eftir að Dominique Pelicot og samverkamenn hans voru dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn Gisele Pelicot, hefjast réttarhöld yfir manni sem talinn er einn svívirðilegasti barnaníðingur Frakklands. 11. febrúar 2025 07:43 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Hinn 74 ára gamli Joel Le Scouarnec viðurkennir að hafa framið þá flesta glæpi sem hann er sakaður um, sagði lögfræðingur hans á fyrsta degi réttarhaldanna. Hann afplánar nú þegar dóm frá 2020, þegar hann var fundinn sekur um að hafa misnotað fjögur börn, þar á meðal tvær frænkur hans. Fjölskylda Le Scouarnec er sögð hafa vitað um hegðun hans í mörg ár og þá leikur grunur á um að samstarfsmenn læknisins og stofnanir þar sem hann vann hafi hylmt yfir með honum. Talið er að í flestum tilvikum hafi Le Scouarnec brotið gegn börnunum á meðan þau voru undir svæfingu en skurðlæknirinn sérhæfði sig í aðgerðum á botnlanga. Það voru dagbækur Le Scouarnec sem komu upp um umfang brotanna og mörg barnanna, sem eru fullorðin í dag, höfðu ekki hugmynd um að hann hefði brotið gegn þeim fyrr en lögregla hafði samband. 256 af 299 fórnarlömbum sem hann er sakaður um að hafa nauðgað eða ráðist á voru yngri en 15 ára þegar brotin áttu sér stað. Yngsta fórnarlambið var eins árs en það elsta sjötugt, að því er fram kemur í ákæru. Misnotkunin á að hafa átt sér stað á tugum ólíkra sjúkrahúsa á árunum 1989 til 2014. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin standi í fjóra mánuði. Aðeins tveir mánuðir eru síðan Frakkinn Dominique Pélicot var sakfelldur fyrir að hafa boðið tugum karlmanna að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Fimmtíu þeirra voru einnig sakfelldir.
Frakkland Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Tengdar fréttir Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Þann 24. febrúar næstkomandi, rétt rúmum tveimur mánuðum eftir að Dominique Pelicot og samverkamenn hans voru dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn Gisele Pelicot, hefjast réttarhöld yfir manni sem talinn er einn svívirðilegasti barnaníðingur Frakklands. 11. febrúar 2025 07:43 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Þann 24. febrúar næstkomandi, rétt rúmum tveimur mánuðum eftir að Dominique Pelicot og samverkamenn hans voru dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn Gisele Pelicot, hefjast réttarhöld yfir manni sem talinn er einn svívirðilegasti barnaníðingur Frakklands. 11. febrúar 2025 07:43