Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. febrúar 2025 18:06 Alice Weidel, kandídat AfD til kanslara, and Tino Chrupalla, formanni AfD, fögnuðu eftir að útgönguspár voru birtar. Getty Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Þýskalandi er Kristilegum Demókrötum spáð sigri með um 29 prósent atkvæða. Harðlínuhægriflokknum AfD er spáð 19,5 prósentum sem er söguleg niðurstaða í tólf ára sögu flokksins. Þetta kemur fram í umfjöllun Sky um útgönguspár í kosningunum. Á eftir efstu flokkunum tveimur koma Sósíaldemókratar með sextán prósent, Græningjar með 13,5 prósent, vinstriflokkurinn Die Linke með 8,5 prósent og mælast svo FDP og BSW með tæp fimm prósent. Útgönguspárnar eru nokkuð í takt við síðustu skoðanakannanir. Vinstriflokkurinn Die Linke er þó með um 2,5 prósentustigum meira en í könnunum. Samanburður á útgönguspám í dag og úrslitum 2021.Vísir/Hjalti Kristilegir Demókratar, leiddir af Friedrich Merz, bæta við sig rúmum tíu prósentustigum frá síðustu kosningum. Þeir munu að öllum líkindum leiða næstu ríkisstjórn og fá kansalaraembættið. Sósíaldemókratar undir stjórn Olaf Schulz gjalda hins vegar afhroð og tapa tæpum tíu prósentustigum. Bestu úrslit í sögu AfD en ólíkleg í ríkisstjórn Reynist spárnar sannar er líka um stóran sigur að ræða fyrir AfD þó flokkurinn muni hugsanlega enda utan ríkisstjórnar. Þetta yrði líka í fyrsta skipti frá Seinni heimsstyrjöld sem hægri flokkur endar sem næststærstur. AfD fékk tíu prósent í síðustu kosningum og tvöfaldar því þingmannafjölda sinn. Flokkurinn sem hefur boðið fram í þrennum kosningum hefur mest fengið 12,6 prósent árið 2017. Kosningarnar snúast um staðnaðan efnahag Þýskalands, sem sprengdi fráfarandi meirihluta, orkumál, húsnæðiskostnað og hælisleitenda- og innflytjendamál. AfD hafa talað fyrir hertari útlendingalöggjöf, gegn Evrópusambandinu, neitað tilvist hamfarahlýnunar og lýst yfir stuðningi við aukin samskipti við Rússa. Merz með pálmann í höndunum Líklegast þykir að Kristilegir demókratar muni mynda ríkissjórn með Sósíaldemókrötum, annað hvort flokkarnir tveir eða með þriðja flokki. Báðir flokkar hafa neitað að vinna með AfD. „Við höfum unnið þessar kosningar,“ sagði Merz, sem verður líklega næsti kanslari Þýskalands, í fyrstu ræðu sinni eftir að útgönguspár voru birtar við dynjandi lófatak. Hann hefur farið mikinn í undanfara kosninganna og fór nýlega ófögrum orðum um vinstri flokka landsins. „Vinstrið er búið. Það er enginn vinstri meirihluti og engin vinstri pólitík lengur í Þýskalandi. Við höfum öll spilin á okkar hendi en ekki grænu og vinstri furðufuglarnir,“ sagði Merz á kosningafundi sínum. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Sky um útgönguspár í kosningunum. Á eftir efstu flokkunum tveimur koma Sósíaldemókratar með sextán prósent, Græningjar með 13,5 prósent, vinstriflokkurinn Die Linke með 8,5 prósent og mælast svo FDP og BSW með tæp fimm prósent. Útgönguspárnar eru nokkuð í takt við síðustu skoðanakannanir. Vinstriflokkurinn Die Linke er þó með um 2,5 prósentustigum meira en í könnunum. Samanburður á útgönguspám í dag og úrslitum 2021.Vísir/Hjalti Kristilegir Demókratar, leiddir af Friedrich Merz, bæta við sig rúmum tíu prósentustigum frá síðustu kosningum. Þeir munu að öllum líkindum leiða næstu ríkisstjórn og fá kansalaraembættið. Sósíaldemókratar undir stjórn Olaf Schulz gjalda hins vegar afhroð og tapa tæpum tíu prósentustigum. Bestu úrslit í sögu AfD en ólíkleg í ríkisstjórn Reynist spárnar sannar er líka um stóran sigur að ræða fyrir AfD þó flokkurinn muni hugsanlega enda utan ríkisstjórnar. Þetta yrði líka í fyrsta skipti frá Seinni heimsstyrjöld sem hægri flokkur endar sem næststærstur. AfD fékk tíu prósent í síðustu kosningum og tvöfaldar því þingmannafjölda sinn. Flokkurinn sem hefur boðið fram í þrennum kosningum hefur mest fengið 12,6 prósent árið 2017. Kosningarnar snúast um staðnaðan efnahag Þýskalands, sem sprengdi fráfarandi meirihluta, orkumál, húsnæðiskostnað og hælisleitenda- og innflytjendamál. AfD hafa talað fyrir hertari útlendingalöggjöf, gegn Evrópusambandinu, neitað tilvist hamfarahlýnunar og lýst yfir stuðningi við aukin samskipti við Rússa. Merz með pálmann í höndunum Líklegast þykir að Kristilegir demókratar muni mynda ríkissjórn með Sósíaldemókrötum, annað hvort flokkarnir tveir eða með þriðja flokki. Báðir flokkar hafa neitað að vinna með AfD. „Við höfum unnið þessar kosningar,“ sagði Merz, sem verður líklega næsti kanslari Þýskalands, í fyrstu ræðu sinni eftir að útgönguspár voru birtar við dynjandi lófatak. Hann hefur farið mikinn í undanfara kosninganna og fór nýlega ófögrum orðum um vinstri flokka landsins. „Vinstrið er búið. Það er enginn vinstri meirihluti og engin vinstri pólitík lengur í Þýskalandi. Við höfum öll spilin á okkar hendi en ekki grænu og vinstri furðufuglarnir,“ sagði Merz á kosningafundi sínum.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Sjá meira