Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Jón Þór Stefánsson skrifar 22. febrúar 2025 09:37 Julia Wandel vakti mikla athygli árið 2023 þegar hún hélt því fram að hún væri í raun og verur Madeleine McCann. samsett Pólsk kona sem hefur haldið því fram að hún sé Madeleine McCann, bresk stúlka sem hvarf árið 2007 úr fjölskyldufríi á Portúgal, er grunuð um umsáturseinelti sem beinist að McCann-fjölskyldunni. BBC greinir frá því að konan, sem heitir Julia Wandel en hefur einnig gengið undir nafninu Wandelt, hafi verið handtekin á flugvellinum í Bristol síðastliðinn miðvikudag. Hún er eins og áður segir grunuð um umsáturseinelti, sem á að hafa valdið fjölskyldu McCann mikilli vanlíðan og skelfingu. Nú er hún í gæsluvarðhaldi, en fyrirhugað er að hún muni koma fyrir dóm í byrjun aprílmánaðar og muni gefa upp afstöðu til sakarefnisins, sem er sagt fjórþætt. Á meðal þess sem Wandel er gefið að sök er að hafa í tvígang farið að heimili McCann-fjölskyldunnar í Leicestershire, annars vegar 2. maí og hins vegar 7. desember síðastliðinn. Þá hafi hún sent skilaboð á foreldra Madeleine, Kate og Gerry McCann, á samfélagsmiðlinum WhatsApp, og sent skilaboð á systkini stúlkunnar á Instagram. Kona um sextugt var jafnframt handtekin, en mun hafa verið látin laus. Mál Madeleine McCann er eitt þekktasta mannhvarfsmál sögunnar. Hún var einungis þriggja ára gömul þegar hún hvarf, en málið er enn óleyst. Hún sást síðast á orlofsheimili fjölskyldunnar í Praia da Luz í Portúgal, þann 3. maí 2007. Árið 2023 vakti Wandel, sem er 23 ára gömul, athygli á samfélagsmiðlum, og svo í fjölmiðlum, þegar hún greindi frá því að hún teldi sig vera McCann. DNA-rannsókn leiddi þó í ljós að svo var ekki. Fyrir réttrúmu ári baðst Wandel síðan afsökunar á því að hafa haldið því fram opinberlega að hún væri McCann. „Ég ætlaði mér aldrei að særa neinn, þar á meðal McCann-fjölskylduna,“ sagði hún í viðtali við BBC í fyrra. „Ég vildi virkilega átta mig á því hver ég væri í raun og veru.“ Madeleine McCann Bretland Pólland Erlend sakamál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Sjá meira
BBC greinir frá því að konan, sem heitir Julia Wandel en hefur einnig gengið undir nafninu Wandelt, hafi verið handtekin á flugvellinum í Bristol síðastliðinn miðvikudag. Hún er eins og áður segir grunuð um umsáturseinelti, sem á að hafa valdið fjölskyldu McCann mikilli vanlíðan og skelfingu. Nú er hún í gæsluvarðhaldi, en fyrirhugað er að hún muni koma fyrir dóm í byrjun aprílmánaðar og muni gefa upp afstöðu til sakarefnisins, sem er sagt fjórþætt. Á meðal þess sem Wandel er gefið að sök er að hafa í tvígang farið að heimili McCann-fjölskyldunnar í Leicestershire, annars vegar 2. maí og hins vegar 7. desember síðastliðinn. Þá hafi hún sent skilaboð á foreldra Madeleine, Kate og Gerry McCann, á samfélagsmiðlinum WhatsApp, og sent skilaboð á systkini stúlkunnar á Instagram. Kona um sextugt var jafnframt handtekin, en mun hafa verið látin laus. Mál Madeleine McCann er eitt þekktasta mannhvarfsmál sögunnar. Hún var einungis þriggja ára gömul þegar hún hvarf, en málið er enn óleyst. Hún sást síðast á orlofsheimili fjölskyldunnar í Praia da Luz í Portúgal, þann 3. maí 2007. Árið 2023 vakti Wandel, sem er 23 ára gömul, athygli á samfélagsmiðlum, og svo í fjölmiðlum, þegar hún greindi frá því að hún teldi sig vera McCann. DNA-rannsókn leiddi þó í ljós að svo var ekki. Fyrir réttrúmu ári baðst Wandel síðan afsökunar á því að hafa haldið því fram opinberlega að hún væri McCann. „Ég ætlaði mér aldrei að særa neinn, þar á meðal McCann-fjölskylduna,“ sagði hún í viðtali við BBC í fyrra. „Ég vildi virkilega átta mig á því hver ég væri í raun og veru.“
Madeleine McCann Bretland Pólland Erlend sakamál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Sjá meira