Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. febrúar 2025 06:36 Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins. Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa hafa undirritað samrunasamning sem byggir á samkomulagi sem félögin undirrituðu 18. desember síðastliðinn. Frá þessu er greint í tilkynningu frá félögunum. Þar segir að áreiðanleikakönnun sé lokið og undirritunin bindandi. Samruninn sé hins vegar háður fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og endanlegu samþykki hluthafa félaganna. „Samkaup er yfirtökufélagið og sameinast þar með öllum einingum Heimkaupa á dagvörumarkaði og greiðir fyrir þau með útgefnu hlutafé í Samkaupum. Hluthafar Heimkaupa eignast þar með rúmlega 10% hlutafjár í sameinuðu félagi. Fyrir viðskiptin er Skel eigandi að 6% eignarhlut í Samkaupum í gegnum eignarhaldsfélag. Eignarhlutur Skel í sameinuðu félagi verður rétt undir 14%. Hluthafasamkomulag meðal stærstu hluthafa í Samkaupa gerir ráð fyrir skráningu félagsins á hlutabréfamarkað,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ásgeiri Helga Reykfjörð Gylfasyni, forstjóra Skel, að þar á bæ séu menn afar ánægðir með þennan áfanga í þróun eigna félagsins á sviði smásölu. „Sameinað félag verður öflugt og mun búa yfir þeim skala sem nauðsynlegur er til að nýta þau tækifæri sem nú eru á dagvörumarkaði. Greiningar ráðgjafa félaganna hafa sýnt fram á veruleg samlegðaráhrif, þá sér í lagi í innkaupum, og munu þau hafa jákvæð áhrif á afkomu félaganna þegar fram í sækir. Hagsmunir SKEL eru áfram þeir sömu á smásölumarkaði með hlutdeild í Samkaup og óbreyttu eignarhaldi á Lyfjavali og Orkunni. SKEL mun áfram leita leiða til að auka samkeppni og fjölbreytni með arðbærum hætti í fjárfestingum sínum á smásölumarkaði. Neytendur kalla á aukna samkeppni og nýjungar á smásölumarkaði eins og móttökur Prís verslunarinnar sem opnaði á seinni hluta síðasta árs sýna.“ Þá segist Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, sömuleiðis ánægður með niðurstöðuna. „Ég er sannfærður um að sameinað félag eigi eftir að gera góða hluti til hagsbóta fyrir neytendur. Samruninn er í samræmi við framtíðarstefnu Samkaupa og felur í sér margvísleg tækifæri til vaxtar. Samruninn mun styrkja rekstrarstöðu Samkaupa til lengri tíma litið en við væntum töluverðar samlegðar í samrunanum. Nettó hefur verið í góðri aukningu undanfarið með breyttri verðstefnu og með stækkun verslananetsins mun staða Nettó styrkjast enn frekar. Viðskiptavinir okkar munu að sjálfsögðu njóta góðs af þessum tækifærum. Verslanir okkar á landsbyggðinni, Nettó, Kjörbúðir og Krambúðir, leika lykilhlutverk í framtíðarsýn Samkaupa. Birgðakerfi okkar gerir okkur kleift að flytja vörur milli landshluta ódýrar en nokkur annar aðili og með innkomu verslana Heimkaupa í samstæðuna sjáum við afar spennandi möguleika til vaxtar og ný tækifæri.“ Verslun Samkeppnismál Neytendur Matvöruverslun Skel fjárfestingafélag Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá félögunum. Þar segir að áreiðanleikakönnun sé lokið og undirritunin bindandi. Samruninn sé hins vegar háður fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og endanlegu samþykki hluthafa félaganna. „Samkaup er yfirtökufélagið og sameinast þar með öllum einingum Heimkaupa á dagvörumarkaði og greiðir fyrir þau með útgefnu hlutafé í Samkaupum. Hluthafar Heimkaupa eignast þar með rúmlega 10% hlutafjár í sameinuðu félagi. Fyrir viðskiptin er Skel eigandi að 6% eignarhlut í Samkaupum í gegnum eignarhaldsfélag. Eignarhlutur Skel í sameinuðu félagi verður rétt undir 14%. Hluthafasamkomulag meðal stærstu hluthafa í Samkaupa gerir ráð fyrir skráningu félagsins á hlutabréfamarkað,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ásgeiri Helga Reykfjörð Gylfasyni, forstjóra Skel, að þar á bæ séu menn afar ánægðir með þennan áfanga í þróun eigna félagsins á sviði smásölu. „Sameinað félag verður öflugt og mun búa yfir þeim skala sem nauðsynlegur er til að nýta þau tækifæri sem nú eru á dagvörumarkaði. Greiningar ráðgjafa félaganna hafa sýnt fram á veruleg samlegðaráhrif, þá sér í lagi í innkaupum, og munu þau hafa jákvæð áhrif á afkomu félaganna þegar fram í sækir. Hagsmunir SKEL eru áfram þeir sömu á smásölumarkaði með hlutdeild í Samkaup og óbreyttu eignarhaldi á Lyfjavali og Orkunni. SKEL mun áfram leita leiða til að auka samkeppni og fjölbreytni með arðbærum hætti í fjárfestingum sínum á smásölumarkaði. Neytendur kalla á aukna samkeppni og nýjungar á smásölumarkaði eins og móttökur Prís verslunarinnar sem opnaði á seinni hluta síðasta árs sýna.“ Þá segist Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, sömuleiðis ánægður með niðurstöðuna. „Ég er sannfærður um að sameinað félag eigi eftir að gera góða hluti til hagsbóta fyrir neytendur. Samruninn er í samræmi við framtíðarstefnu Samkaupa og felur í sér margvísleg tækifæri til vaxtar. Samruninn mun styrkja rekstrarstöðu Samkaupa til lengri tíma litið en við væntum töluverðar samlegðar í samrunanum. Nettó hefur verið í góðri aukningu undanfarið með breyttri verðstefnu og með stækkun verslananetsins mun staða Nettó styrkjast enn frekar. Viðskiptavinir okkar munu að sjálfsögðu njóta góðs af þessum tækifærum. Verslanir okkar á landsbyggðinni, Nettó, Kjörbúðir og Krambúðir, leika lykilhlutverk í framtíðarsýn Samkaupa. Birgðakerfi okkar gerir okkur kleift að flytja vörur milli landshluta ódýrar en nokkur annar aðili og með innkomu verslana Heimkaupa í samstæðuna sjáum við afar spennandi möguleika til vaxtar og ný tækifæri.“
Verslun Samkeppnismál Neytendur Matvöruverslun Skel fjárfestingafélag Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira