Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. febrúar 2025 06:36 Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins. Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa hafa undirritað samrunasamning sem byggir á samkomulagi sem félögin undirrituðu 18. desember síðastliðinn. Frá þessu er greint í tilkynningu frá félögunum. Þar segir að áreiðanleikakönnun sé lokið og undirritunin bindandi. Samruninn sé hins vegar háður fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og endanlegu samþykki hluthafa félaganna. „Samkaup er yfirtökufélagið og sameinast þar með öllum einingum Heimkaupa á dagvörumarkaði og greiðir fyrir þau með útgefnu hlutafé í Samkaupum. Hluthafar Heimkaupa eignast þar með rúmlega 10% hlutafjár í sameinuðu félagi. Fyrir viðskiptin er Skel eigandi að 6% eignarhlut í Samkaupum í gegnum eignarhaldsfélag. Eignarhlutur Skel í sameinuðu félagi verður rétt undir 14%. Hluthafasamkomulag meðal stærstu hluthafa í Samkaupa gerir ráð fyrir skráningu félagsins á hlutabréfamarkað,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ásgeiri Helga Reykfjörð Gylfasyni, forstjóra Skel, að þar á bæ séu menn afar ánægðir með þennan áfanga í þróun eigna félagsins á sviði smásölu. „Sameinað félag verður öflugt og mun búa yfir þeim skala sem nauðsynlegur er til að nýta þau tækifæri sem nú eru á dagvörumarkaði. Greiningar ráðgjafa félaganna hafa sýnt fram á veruleg samlegðaráhrif, þá sér í lagi í innkaupum, og munu þau hafa jákvæð áhrif á afkomu félaganna þegar fram í sækir. Hagsmunir SKEL eru áfram þeir sömu á smásölumarkaði með hlutdeild í Samkaup og óbreyttu eignarhaldi á Lyfjavali og Orkunni. SKEL mun áfram leita leiða til að auka samkeppni og fjölbreytni með arðbærum hætti í fjárfestingum sínum á smásölumarkaði. Neytendur kalla á aukna samkeppni og nýjungar á smásölumarkaði eins og móttökur Prís verslunarinnar sem opnaði á seinni hluta síðasta árs sýna.“ Þá segist Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, sömuleiðis ánægður með niðurstöðuna. „Ég er sannfærður um að sameinað félag eigi eftir að gera góða hluti til hagsbóta fyrir neytendur. Samruninn er í samræmi við framtíðarstefnu Samkaupa og felur í sér margvísleg tækifæri til vaxtar. Samruninn mun styrkja rekstrarstöðu Samkaupa til lengri tíma litið en við væntum töluverðar samlegðar í samrunanum. Nettó hefur verið í góðri aukningu undanfarið með breyttri verðstefnu og með stækkun verslananetsins mun staða Nettó styrkjast enn frekar. Viðskiptavinir okkar munu að sjálfsögðu njóta góðs af þessum tækifærum. Verslanir okkar á landsbyggðinni, Nettó, Kjörbúðir og Krambúðir, leika lykilhlutverk í framtíðarsýn Samkaupa. Birgðakerfi okkar gerir okkur kleift að flytja vörur milli landshluta ódýrar en nokkur annar aðili og með innkomu verslana Heimkaupa í samstæðuna sjáum við afar spennandi möguleika til vaxtar og ný tækifæri.“ Verslun Samkeppnismál Neytendur Matvöruverslun Skel fjárfestingafélag Mest lesið Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá félögunum. Þar segir að áreiðanleikakönnun sé lokið og undirritunin bindandi. Samruninn sé hins vegar háður fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og endanlegu samþykki hluthafa félaganna. „Samkaup er yfirtökufélagið og sameinast þar með öllum einingum Heimkaupa á dagvörumarkaði og greiðir fyrir þau með útgefnu hlutafé í Samkaupum. Hluthafar Heimkaupa eignast þar með rúmlega 10% hlutafjár í sameinuðu félagi. Fyrir viðskiptin er Skel eigandi að 6% eignarhlut í Samkaupum í gegnum eignarhaldsfélag. Eignarhlutur Skel í sameinuðu félagi verður rétt undir 14%. Hluthafasamkomulag meðal stærstu hluthafa í Samkaupa gerir ráð fyrir skráningu félagsins á hlutabréfamarkað,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ásgeiri Helga Reykfjörð Gylfasyni, forstjóra Skel, að þar á bæ séu menn afar ánægðir með þennan áfanga í þróun eigna félagsins á sviði smásölu. „Sameinað félag verður öflugt og mun búa yfir þeim skala sem nauðsynlegur er til að nýta þau tækifæri sem nú eru á dagvörumarkaði. Greiningar ráðgjafa félaganna hafa sýnt fram á veruleg samlegðaráhrif, þá sér í lagi í innkaupum, og munu þau hafa jákvæð áhrif á afkomu félaganna þegar fram í sækir. Hagsmunir SKEL eru áfram þeir sömu á smásölumarkaði með hlutdeild í Samkaup og óbreyttu eignarhaldi á Lyfjavali og Orkunni. SKEL mun áfram leita leiða til að auka samkeppni og fjölbreytni með arðbærum hætti í fjárfestingum sínum á smásölumarkaði. Neytendur kalla á aukna samkeppni og nýjungar á smásölumarkaði eins og móttökur Prís verslunarinnar sem opnaði á seinni hluta síðasta árs sýna.“ Þá segist Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, sömuleiðis ánægður með niðurstöðuna. „Ég er sannfærður um að sameinað félag eigi eftir að gera góða hluti til hagsbóta fyrir neytendur. Samruninn er í samræmi við framtíðarstefnu Samkaupa og felur í sér margvísleg tækifæri til vaxtar. Samruninn mun styrkja rekstrarstöðu Samkaupa til lengri tíma litið en við væntum töluverðar samlegðar í samrunanum. Nettó hefur verið í góðri aukningu undanfarið með breyttri verðstefnu og með stækkun verslananetsins mun staða Nettó styrkjast enn frekar. Viðskiptavinir okkar munu að sjálfsögðu njóta góðs af þessum tækifærum. Verslanir okkar á landsbyggðinni, Nettó, Kjörbúðir og Krambúðir, leika lykilhlutverk í framtíðarsýn Samkaupa. Birgðakerfi okkar gerir okkur kleift að flytja vörur milli landshluta ódýrar en nokkur annar aðili og með innkomu verslana Heimkaupa í samstæðuna sjáum við afar spennandi möguleika til vaxtar og ný tækifæri.“
Verslun Samkeppnismál Neytendur Matvöruverslun Skel fjárfestingafélag Mest lesið Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira